Allt undir hjá Moyes og United 19. mars 2014 06:30 David Moyes á ekki sjö dagana sæla á Old Trafford. Fréttablaðið/Getty David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, er maður undir pressu í kvöld. Hann hefur vissulega verið undir pressu síðan landi hans, Sir Alex Ferguson, gerði honum þann óleik, að því virðist vera, að gera hann að eftirmanni sínum. En í kvöld er allt undir – tímabilið og mögulega starf Moyes. Englandsmeistararnir mæta gríska liðinu Olympiakos í seinni viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en þeir töpuðu fyrri leiknum á útivelli, 2-0. Vinni það leikinn ekki 3-0 eða með þriggja marka mun er það úr leik. Þar með væri David Moyes endanlega ábyrgur fyrir versta tímabilinu á Old Trafford í 25 ár. Tímabilið 1988/89 endaði Manchester United í ellefta sæti deildarinnar og vann engan bikar. Á hverri leiktíð síðan þá hefur liðið unnið a.m.k. einn stóran bikar eða náð Meistaradeildarsæti. Komist United ekki áfram í kvöld verður barátta um sæti í Evrópudeildinni það eina sem er eftir en það er ekki það sem félag á stærð við Manchester United sækist eftir.Stjórnin að snúast David Moyes hefur notið stuðnings stjórnar Manchester United til þessa þrátt fyrir hörmungargengið. En nú, samkvæmt frétt ESPN í gær sem mikið var fjallað um, eru einhverjir stjórnarmenn Englandsmeistaranna að snúast gegn honum. Þá er Glazer-fjölskyldan sögð stressuð vegna gengis liðsins enda er slakt gengi á tímabilinu, og það sem það gerir næsta tímabili, skaðlegt fyrir vörumerkið sem er Manchester United. Félag á hlutabréfamarkaði má ekki við svona mikilli dýfu. Meira að segja Sir Alex Ferguson er sagður láta minna til sín taka þegar kemur að því að verja Moyes þó hann hafi ekki snúist gegn sínum manni ennþá, ef marka má frétt ESPN sem vitnar í heimildir innan úr innsta hring á Old Trafford. Í fyrsta skipti er nú í alvöru talað um að starf Moyes sé í hættu og framtíð hans velti á leiknum gegn Olympiakos og mögulega næstu tveimur deildarleikjum. Innblástur frá 1984 Ekkert United-lið hefur snúið við 2-0 tapi í Evrópukeppni eða þurft þess í heil 30 ár. Moyes og lærisveinar hans geta sótt sér innblástur í einn frægasta leik sem spilaður hefur verið á Old Trafford. Hinn 21. mars 1984 kom Barcelona í heimsókn í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-0 á heimavelli með Maradona sem sinn besta mann. Á mögnuðu Evrópukvöldi á Old Trafford var það fyrirliðinn Bryan Robson sem átti einn sinn besta leik á ferlinum. Hann skoraði tvö mörk og jafnaði metin í einvíginu áður en Frank Stapleton skaut United áfram. Robson var borinn á herðum samherja sinna af velli. Það er kaldhæðni örlaganna að Robson er líklega sá sem stendur hvað þéttast við bakið á David Moyes.Mikil trú í liðinu Það var nokkuð létt yfir David Moyes á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær og ekki að heyra hann hefði teljandi áhyggjur af starfi sínu. „Framtíð mín hefur ekkert breyst. Ég er í frábæru starfi og veit nákvæmlega hvert ég stefni með liðið. Tímabilið hefur ekki gengið sem skyldi en ég hef hugmyndir sem ég framkvæmi þegar tímapunkturinn er réttur. Það mikilvægasta núna er að vinna leikinn. Það er mikil trú í liðinu og það yrði gott fyrir okkur að vinna,“ sagði David Moyes. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, er maður undir pressu í kvöld. Hann hefur vissulega verið undir pressu síðan landi hans, Sir Alex Ferguson, gerði honum þann óleik, að því virðist vera, að gera hann að eftirmanni sínum. En í kvöld er allt undir – tímabilið og mögulega starf Moyes. Englandsmeistararnir mæta gríska liðinu Olympiakos í seinni viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en þeir töpuðu fyrri leiknum á útivelli, 2-0. Vinni það leikinn ekki 3-0 eða með þriggja marka mun er það úr leik. Þar með væri David Moyes endanlega ábyrgur fyrir versta tímabilinu á Old Trafford í 25 ár. Tímabilið 1988/89 endaði Manchester United í ellefta sæti deildarinnar og vann engan bikar. Á hverri leiktíð síðan þá hefur liðið unnið a.m.k. einn stóran bikar eða náð Meistaradeildarsæti. Komist United ekki áfram í kvöld verður barátta um sæti í Evrópudeildinni það eina sem er eftir en það er ekki það sem félag á stærð við Manchester United sækist eftir.Stjórnin að snúast David Moyes hefur notið stuðnings stjórnar Manchester United til þessa þrátt fyrir hörmungargengið. En nú, samkvæmt frétt ESPN í gær sem mikið var fjallað um, eru einhverjir stjórnarmenn Englandsmeistaranna að snúast gegn honum. Þá er Glazer-fjölskyldan sögð stressuð vegna gengis liðsins enda er slakt gengi á tímabilinu, og það sem það gerir næsta tímabili, skaðlegt fyrir vörumerkið sem er Manchester United. Félag á hlutabréfamarkaði má ekki við svona mikilli dýfu. Meira að segja Sir Alex Ferguson er sagður láta minna til sín taka þegar kemur að því að verja Moyes þó hann hafi ekki snúist gegn sínum manni ennþá, ef marka má frétt ESPN sem vitnar í heimildir innan úr innsta hring á Old Trafford. Í fyrsta skipti er nú í alvöru talað um að starf Moyes sé í hættu og framtíð hans velti á leiknum gegn Olympiakos og mögulega næstu tveimur deildarleikjum. Innblástur frá 1984 Ekkert United-lið hefur snúið við 2-0 tapi í Evrópukeppni eða þurft þess í heil 30 ár. Moyes og lærisveinar hans geta sótt sér innblástur í einn frægasta leik sem spilaður hefur verið á Old Trafford. Hinn 21. mars 1984 kom Barcelona í heimsókn í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-0 á heimavelli með Maradona sem sinn besta mann. Á mögnuðu Evrópukvöldi á Old Trafford var það fyrirliðinn Bryan Robson sem átti einn sinn besta leik á ferlinum. Hann skoraði tvö mörk og jafnaði metin í einvíginu áður en Frank Stapleton skaut United áfram. Robson var borinn á herðum samherja sinna af velli. Það er kaldhæðni örlaganna að Robson er líklega sá sem stendur hvað þéttast við bakið á David Moyes.Mikil trú í liðinu Það var nokkuð létt yfir David Moyes á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær og ekki að heyra hann hefði teljandi áhyggjur af starfi sínu. „Framtíð mín hefur ekkert breyst. Ég er í frábæru starfi og veit nákvæmlega hvert ég stefni með liðið. Tímabilið hefur ekki gengið sem skyldi en ég hef hugmyndir sem ég framkvæmi þegar tímapunkturinn er réttur. Það mikilvægasta núna er að vinna leikinn. Það er mikil trú í liðinu og það yrði gott fyrir okkur að vinna,“ sagði David Moyes.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira