Ljóðlympíuleikar 2014 Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. mars 2014 11:00 Megan Auður: "Vonandi verða mikil læti og mikið stuð.“ Vísir/Daníel „Við vonumst til að þetta verði alvöruljóðaslamm með aktífum áhorfendum og vonandi verða mikil læti og mikið stuð,“ segir Megan Auður Grímsdóttir, einn skipuleggjanda Ljóðlympíuleika sem haldnir verða á Loft Hosteli í kvöld. Þar munu skáldsystur og skáldbræður Reykjavíkur keppa til sigurs og aðeins eitt þeirra standa uppi sem sigurvegari. Borgarbókasafnið hefur á undanförnum árum staðið fyrir ljóðaslammi en Megan segir meininguna að taka þetta lengra í kvöld. „Þetta á að vera öfgakennt og við hvetjum áhorfendur til að láta hressilega í sér heyra.“ Það eru forlagið Meðgönguljóð og ungskáldahópurinn Fríyrkjan sem standa fyrir slamminu. Megan er þátttakandi í Fríyrkjunni, sem gaf út safnrit með ljóðum skálda á aldrinum 17 til 25 ára í fyrra, og hún segir hópinn hafa verið duglegan að koma fram og lesa ljóð, þá gjarnan með tónlistarívafi. Á því verður ekki breyting í kvöld því rapphópurinn Reykjavíkurdætur mun spila í dómarahléi. Dómnefnd skipa skáldin Hallgrímur Helgason, Sigurbjörg Þrastardóttir, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, fyrir hönd Meðgönguljóða, og Stefán Ingvar Vigfússon, fyrir hönd Fríyrkjunnar. Boðið verður upp á tíu atriði og er búið að velja þau. Megan segir meininguna að halda slík slömm oftar og hvetur áhugasama til að skrá sig í slömm framtíðarinnar á netfanginu friyrkjan@gmail.com. „Það er öllum velkomið að sækja um þátttöku og væri mjög gaman ef sem flestir skráðu sig.“ Hverjir munu keppa í kvöld er algjört leyndarmál og því eiga forvitnir ekki annan kost en að vera mættir á Loft Hostel klukkan 20 í kvöld og bíða spenntir eftir að fyrsta skáldið stígi á svið. Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við vonumst til að þetta verði alvöruljóðaslamm með aktífum áhorfendum og vonandi verða mikil læti og mikið stuð,“ segir Megan Auður Grímsdóttir, einn skipuleggjanda Ljóðlympíuleika sem haldnir verða á Loft Hosteli í kvöld. Þar munu skáldsystur og skáldbræður Reykjavíkur keppa til sigurs og aðeins eitt þeirra standa uppi sem sigurvegari. Borgarbókasafnið hefur á undanförnum árum staðið fyrir ljóðaslammi en Megan segir meininguna að taka þetta lengra í kvöld. „Þetta á að vera öfgakennt og við hvetjum áhorfendur til að láta hressilega í sér heyra.“ Það eru forlagið Meðgönguljóð og ungskáldahópurinn Fríyrkjan sem standa fyrir slamminu. Megan er þátttakandi í Fríyrkjunni, sem gaf út safnrit með ljóðum skálda á aldrinum 17 til 25 ára í fyrra, og hún segir hópinn hafa verið duglegan að koma fram og lesa ljóð, þá gjarnan með tónlistarívafi. Á því verður ekki breyting í kvöld því rapphópurinn Reykjavíkurdætur mun spila í dómarahléi. Dómnefnd skipa skáldin Hallgrímur Helgason, Sigurbjörg Þrastardóttir, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, fyrir hönd Meðgönguljóða, og Stefán Ingvar Vigfússon, fyrir hönd Fríyrkjunnar. Boðið verður upp á tíu atriði og er búið að velja þau. Megan segir meininguna að halda slík slömm oftar og hvetur áhugasama til að skrá sig í slömm framtíðarinnar á netfanginu friyrkjan@gmail.com. „Það er öllum velkomið að sækja um þátttöku og væri mjög gaman ef sem flestir skráðu sig.“ Hverjir munu keppa í kvöld er algjört leyndarmál og því eiga forvitnir ekki annan kost en að vera mættir á Loft Hostel klukkan 20 í kvöld og bíða spenntir eftir að fyrsta skáldið stígi á svið.
Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira