Kerfisbreyting er bezta tækifærið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. mars 2014 06:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í þættinum Í bítið á Bylgjunni í fyrradag að hægt væri að réttlæta að hækka laun kennara umfram almennar launabreytingar með því að breyta skólakerfinu og stytta nám til stúdentsprófs. Sambærilegar tillögur eru hluti af tilboði ríkisins til lausnar kjaradeilunni við framhaldsskólakennara. Forystumenn kennara hafa tekið þessum áformum illa. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði til dæmis í samtali við DV, að það væri „ósæmilegt að bera slíka hluti inn á borð í kjarasamningsviðræðum“. En af hverju er það ósæmilegt? Er þessi leið ekki einmitt tækifærið til að hækka laun kennara, sem vissulega eru of lág? Staðan á vinnumarkaðnum og í fjármálum hins opinbera bendir ekki til að önnur leið sé fær. Á almenna vinnumarkaðnum féllust samtök launþega á að semja um hóflegar launahækkanir gegn því að verðbólgunni yrði haldið í skefjum. Ef laun opinberra starfsmanna hækka langt umfram það sem þar var samið um er árangrinum í hættu stefnt. Hvorki ríkið né sveitarfélög eiga heldur peninga til að hækka laun starfsmanna sinna umfram það sem gerist á almenna markaðnum. Eigi að vera hægt að hækka laun kennara, hvort heldur er í grunn- eða framhaldsskólum, þarf að breyta skólakerfinu, stytta námið og spara peninga. Einhver kann að spyrja hvort það sé framkvæmanlegt. Já, flest bendir til þess. Ísland rekur dýrara skólakerfi en mörg vestræn ríki, án þess að það skili betri árangri. Grunnskólinn hefur lengzt um ár, auk þess sem skólaárið lengdist, án þess að nemendurnir kunni meira þegar þeir hafa lokið honum. Nám til stúdentsprófs tekur 14 ár í stað 12 eða 13 í flestum OECD-löndum. Við getum ekki leyft okkur slíka sóun á tíma og peningum. Það er þess vegna hreint ekki ósæmilegt að ræða kjör framhaldsskólakennara í samhengi við breytingar á skólakerfinu. Ef eitthvað er getur þurft að setja málið í enn víðara samhengi, því að það er ekki hægt að ráðast í styttingu framhaldsskólans án þess að taka það með í reikninginn að óskilvirknin er meiri á grunnskólastiginu en í framhaldsskólum. Raunar er fjöldi fordæma frá almenna vinnumarkaðnum um að hægt hafi verið að hækka laun í einstökum fyrirtækjum eða starfsgreinum umfram almennar launabreytingar með því að semja um breytingar á vinnufyrirkomulagi sem skiluðu aukinni framleiðni. Það er hægt að gera í skólakerfinu líka; þar gilda í grunninn ekki önnur lögmál. Stytting náms til stúdentsprófs mun aldrei eiga sér stað öðruvísi en í góðu samstarfi stjórnvalda og starfsfólks skólanna, kennara þar með talinna. Vandséð er af hverju þessi kerfisbreyting ætti ekki að vera keppikefli kennarastéttarinnar, sem hlýtur að leggja metnað sinn í að reka hagkvæmt og skilvirkt skólakerfi. Og það ætti að vera alveg sérstakur hvati til samstarfs um kerfisbreytingu að í henni felst bezta tækifærið til að bæta kjör kennara við núverandi aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í þættinum Í bítið á Bylgjunni í fyrradag að hægt væri að réttlæta að hækka laun kennara umfram almennar launabreytingar með því að breyta skólakerfinu og stytta nám til stúdentsprófs. Sambærilegar tillögur eru hluti af tilboði ríkisins til lausnar kjaradeilunni við framhaldsskólakennara. Forystumenn kennara hafa tekið þessum áformum illa. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði til dæmis í samtali við DV, að það væri „ósæmilegt að bera slíka hluti inn á borð í kjarasamningsviðræðum“. En af hverju er það ósæmilegt? Er þessi leið ekki einmitt tækifærið til að hækka laun kennara, sem vissulega eru of lág? Staðan á vinnumarkaðnum og í fjármálum hins opinbera bendir ekki til að önnur leið sé fær. Á almenna vinnumarkaðnum féllust samtök launþega á að semja um hóflegar launahækkanir gegn því að verðbólgunni yrði haldið í skefjum. Ef laun opinberra starfsmanna hækka langt umfram það sem þar var samið um er árangrinum í hættu stefnt. Hvorki ríkið né sveitarfélög eiga heldur peninga til að hækka laun starfsmanna sinna umfram það sem gerist á almenna markaðnum. Eigi að vera hægt að hækka laun kennara, hvort heldur er í grunn- eða framhaldsskólum, þarf að breyta skólakerfinu, stytta námið og spara peninga. Einhver kann að spyrja hvort það sé framkvæmanlegt. Já, flest bendir til þess. Ísland rekur dýrara skólakerfi en mörg vestræn ríki, án þess að það skili betri árangri. Grunnskólinn hefur lengzt um ár, auk þess sem skólaárið lengdist, án þess að nemendurnir kunni meira þegar þeir hafa lokið honum. Nám til stúdentsprófs tekur 14 ár í stað 12 eða 13 í flestum OECD-löndum. Við getum ekki leyft okkur slíka sóun á tíma og peningum. Það er þess vegna hreint ekki ósæmilegt að ræða kjör framhaldsskólakennara í samhengi við breytingar á skólakerfinu. Ef eitthvað er getur þurft að setja málið í enn víðara samhengi, því að það er ekki hægt að ráðast í styttingu framhaldsskólans án þess að taka það með í reikninginn að óskilvirknin er meiri á grunnskólastiginu en í framhaldsskólum. Raunar er fjöldi fordæma frá almenna vinnumarkaðnum um að hægt hafi verið að hækka laun í einstökum fyrirtækjum eða starfsgreinum umfram almennar launabreytingar með því að semja um breytingar á vinnufyrirkomulagi sem skiluðu aukinni framleiðni. Það er hægt að gera í skólakerfinu líka; þar gilda í grunninn ekki önnur lögmál. Stytting náms til stúdentsprófs mun aldrei eiga sér stað öðruvísi en í góðu samstarfi stjórnvalda og starfsfólks skólanna, kennara þar með talinna. Vandséð er af hverju þessi kerfisbreyting ætti ekki að vera keppikefli kennarastéttarinnar, sem hlýtur að leggja metnað sinn í að reka hagkvæmt og skilvirkt skólakerfi. Og það ætti að vera alveg sérstakur hvati til samstarfs um kerfisbreytingu að í henni felst bezta tækifærið til að bæta kjör kennara við núverandi aðstæður.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun