Undirbýr tónleika í New York og Washington Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. mars 2014 13:30 Geirþrúður Ása: “Ég verð heima fram á mánudag og fer þá beint út að undirbúa tónleikaferð með tríóinu mínu.” Vísir/Andri Marinó Ég spilaði með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins í gamla daga þegar ég var í námi hérna heima,“ segir Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari sem leikur einleik á tónleikum sveitarinnar í Langholtskirkju í dag. „Ég mun spila fiðlukonsert eftir Mendelsohn en hljómsveitin spilar líka verk eftir Jórunni Viðar og Dvorak,“ heldur Geirþrúður áfram. „Hljómsveitarstjóri Sinfóníunnar er Gunnsteinn Ólafsson og hann er mjög duglegur að halda sambandi við okkur nemendur sem erum í framhaldsnámi erlendis og bjóða okkur að leika einleik með hljómsveitinni. Þetta er mjög mikilvæg reynsla fyrir okkur og er ég mjög þakklát fyrir það tækifæri.“ Geirþrúður stundar framhaldsnám í fiðluleik í Hartt-tónlistarháskólanum í Connecticut og hyggst ljúka námi í vor. „Ég er búin að vera í framhaldsnámi í Bandaríkjunum síðastliðin þrjú ár og hef haft nóg að gera þar. Ég verð heima fram á mánudag og fer þá beint út að undirbúa tónleikaferð með tríóinu mínu. Við ætlum að halda tónleika í Scandinavia House í New York og í sendiráði Íslands í Washington DC þann 10. og 14. apríl.“ Geirþrúður segist endilega hafa viljað spila einhver íslensk verk á tónleikunum og því haft samband við Atla Heimi Sveinsson. „Ég hafði samband við Atla Heimi í nóvember síðastliðnum og fékk hann til að útsetja ljúflingslögin fyrir tríóið mitt og hann tók mjög vel í það. Auk þess spilum við verk eftir Grieg, Shostakovich og Brahms á tónleikunum.“ Hvað tekur við að námi loknu? Ætlarðu að koma heim? „Já, ég hugsa það. Það er svo gott að vera tónlistarmaður á Íslandi því maður getur alltaf skapað sér einhver verkefni.“ Menning Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ég spilaði með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins í gamla daga þegar ég var í námi hérna heima,“ segir Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari sem leikur einleik á tónleikum sveitarinnar í Langholtskirkju í dag. „Ég mun spila fiðlukonsert eftir Mendelsohn en hljómsveitin spilar líka verk eftir Jórunni Viðar og Dvorak,“ heldur Geirþrúður áfram. „Hljómsveitarstjóri Sinfóníunnar er Gunnsteinn Ólafsson og hann er mjög duglegur að halda sambandi við okkur nemendur sem erum í framhaldsnámi erlendis og bjóða okkur að leika einleik með hljómsveitinni. Þetta er mjög mikilvæg reynsla fyrir okkur og er ég mjög þakklát fyrir það tækifæri.“ Geirþrúður stundar framhaldsnám í fiðluleik í Hartt-tónlistarháskólanum í Connecticut og hyggst ljúka námi í vor. „Ég er búin að vera í framhaldsnámi í Bandaríkjunum síðastliðin þrjú ár og hef haft nóg að gera þar. Ég verð heima fram á mánudag og fer þá beint út að undirbúa tónleikaferð með tríóinu mínu. Við ætlum að halda tónleika í Scandinavia House í New York og í sendiráði Íslands í Washington DC þann 10. og 14. apríl.“ Geirþrúður segist endilega hafa viljað spila einhver íslensk verk á tónleikunum og því haft samband við Atla Heimi Sveinsson. „Ég hafði samband við Atla Heimi í nóvember síðastliðnum og fékk hann til að útsetja ljúflingslögin fyrir tríóið mitt og hann tók mjög vel í það. Auk þess spilum við verk eftir Grieg, Shostakovich og Brahms á tónleikunum.“ Hvað tekur við að námi loknu? Ætlarðu að koma heim? „Já, ég hugsa það. Það er svo gott að vera tónlistarmaður á Íslandi því maður getur alltaf skapað sér einhver verkefni.“
Menning Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira