Hrafn tekur við af Teiti hjá Stjörnunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. mars 2014 06:00 Hrafn verður aftur þjálfari í efstu deild á næsta tímabili. Fréttablaðið/valli Stjörnumenn mæta til leiks næsta vetur með nýjan þjálfara en Teitur Örlygsson lætur af störfum eftir tímabilið. Eftirmaður hans verður Hrafn Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari KFÍ, Þórs, Breiðabliks og KR. Þetta hefur Fréttablaðið eftir öruggum heimildum. Það kemur ekki mikið á óvart að Teitur skuli láta af störfum en margir bjuggust við því að hann myndi hætta eftir síðasta tímabil. Hann ákvað að taka slaginn eitt tímabil til viðbótar en ætlar nú að yfirgefa Garðabæinn. „Ég veit ekki hvað ég geri. Ég get alveg viðurkennt að mig er farið að langa í smá frí en ég þori samt ekki að lofa neinu á þessum tímapunkti,“ sagði Teitur við Fréttablaðið fyrr í mánuðinum. Búið er að tilkynna ákveðnum hópum innan Stjörnunnar að þjálfarabreyting verði á liðinu, þar á meðal leikmönnum liðsins.Teitur hættir í sumar. Fréttablaðið/StefánTímabili Stjörnumanna er ekki lokið en liðið er í miðri rimmu við Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Hrafn Kristjánsson þjálfaði síðast KR frá 2010-2012 en hann gerði liðið að Íslandsmeisturum eftir sigur á Stjörnunni í úrslitarimmu, 3-1. Íslandsmeistarabikarinn fór á loft á hans nýja heimavelli í Ásgarði. Sem þjálfari Þórs fór Hrafn með liðið upp úr 1. deildinni 2007 eftir að hafa fallið árið áður. Hann starfar í dag sem þjálfari unglingaflokks hjá Stjörnunni og þekkir því vel til í Garðabænum, þá sérstaklega þá ungu leikmenn sem eru að koma þar upp. Undir stjórn Teits Örlygssonar er Stjarnan orðin einn af stóru strákunum í íslenskum körfubolta en liðið hefur á síðustu fimm árum með Teit í brúnni unnið bikarmeistaratitilinn í tvígang og tvisvar farið í lokaúrslitin. Liðið hafði aldrei leikið til úrslita í bikarnum né komist í úrslitakeppnina áður en Teitur tók við. Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Stjörnumenn mæta til leiks næsta vetur með nýjan þjálfara en Teitur Örlygsson lætur af störfum eftir tímabilið. Eftirmaður hans verður Hrafn Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari KFÍ, Þórs, Breiðabliks og KR. Þetta hefur Fréttablaðið eftir öruggum heimildum. Það kemur ekki mikið á óvart að Teitur skuli láta af störfum en margir bjuggust við því að hann myndi hætta eftir síðasta tímabil. Hann ákvað að taka slaginn eitt tímabil til viðbótar en ætlar nú að yfirgefa Garðabæinn. „Ég veit ekki hvað ég geri. Ég get alveg viðurkennt að mig er farið að langa í smá frí en ég þori samt ekki að lofa neinu á þessum tímapunkti,“ sagði Teitur við Fréttablaðið fyrr í mánuðinum. Búið er að tilkynna ákveðnum hópum innan Stjörnunnar að þjálfarabreyting verði á liðinu, þar á meðal leikmönnum liðsins.Teitur hættir í sumar. Fréttablaðið/StefánTímabili Stjörnumanna er ekki lokið en liðið er í miðri rimmu við Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Hrafn Kristjánsson þjálfaði síðast KR frá 2010-2012 en hann gerði liðið að Íslandsmeisturum eftir sigur á Stjörnunni í úrslitarimmu, 3-1. Íslandsmeistarabikarinn fór á loft á hans nýja heimavelli í Ásgarði. Sem þjálfari Þórs fór Hrafn með liðið upp úr 1. deildinni 2007 eftir að hafa fallið árið áður. Hann starfar í dag sem þjálfari unglingaflokks hjá Stjörnunni og þekkir því vel til í Garðabænum, þá sérstaklega þá ungu leikmenn sem eru að koma þar upp. Undir stjórn Teits Örlygssonar er Stjarnan orðin einn af stóru strákunum í íslenskum körfubolta en liðið hefur á síðustu fimm árum með Teit í brúnni unnið bikarmeistaratitilinn í tvígang og tvisvar farið í lokaúrslitin. Liðið hafði aldrei leikið til úrslita í bikarnum né komist í úrslitakeppnina áður en Teitur tók við.
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira