Er nauðsynlegt að skjóta þá? Mikael Torfason skrifar 24. mars 2014 06:00 Á strætisvögnum í Boston eru þessa dagana uppi auglýsingar þar sem vegfarendur vestra eru spurðir hvaðan fiskurinn sem þeir kaupa sé. Það eru fjöldamörg samtök sem standa að herferðinni sem er undir yfirskriftinni „Ekki kaupa af íslenskum hvalveiðimönnum“. Enn á ný erum við Íslendingar lentir í deilu við fjöldasamtök úti í heimi vegna hvalveiða. Við virðumst seint ætla að taka einu skynsamlegu afstöðuna, og hún blasir við, sem er að biðja Kristján Loftsson og félaga að gera eitthvað annað við tíma sinn en að drepa hval. Við getum ekki fórnað hagsmunum okkar hvað varðar sölu á sjávarafurðum og sókn í ferðaþjónustu á altari þess að Kristján fái að fara sínu fram. Hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og það sem verra er, með því að stunda þær erum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Fæstar þjóðir sýna þessum veiðum skilning og við eigum mikið undir viðskiptum við þessar þjóðir. Samtök ferðaþjónustunnar á Íslandi hafa gert fjölmargar athugasemdir við hvalveiðar og meðal annars beðið stjórnvöld hér á landi að banna veiðar í Faxaflóa. En það má ekki raska ró þvermóðskufullra hvalveiðimanna. Jafnvel þó viðskiptahagsmunir upp á milljarða séu undir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir hundruðum milljarða og er aukningin mikil ár frá ári, meiri en í nokkurri annarri atvinnugrein. Um þriðjungur ferðamanna sem kemur hingað til lands fer í hvalaskoðun. Áætlaðar tekjur af miðasölu í fyrra nema næstum tveimur milljörðum króna. Farþegum í hvalaskoðun fjölgar ár frá ári. Samkvæmt nýjustu tölum lítur allt út fyrir að farþegar í fyrra hafi verið yfir tvö hundruð þúsund. Árið þar áður var fjöldi farþega hundrað sjötíu og fimm þúsund – þeim hafði fjölgað um fjörutíu og fimm þúsund á milli ára. Það hefur tekið áratugi að byggja upp þessa tegund ferðaþjónustu hér á landi. Við getum öskrað okkur hás um að öll þessi erlendu samtök hafi rangt fyrir sér og það sé réttur okkar sem fullvalda þjóðar að veiða hval. En það er sama hversu hátt við öskrum, það er enginn að hlusta. Þessar veiðar eru að skaða okkur og samkvæmt nýjustu fréttum hefur bandaríska matvælafyrirtækið High Liner Foods lýst því yfir að þar á bæ vilji menn ekki frekari viðskipti við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Vissulega er erfitt fyrir veiðisamfélag að virða að vettugi þau rök að ekki sé verið að stunda veiðar á stofnum í útrýmingarhættu, og rangfærslur vaði uppi í málflutningi verndunarsinna. En þegar ekki er einu sinni markaður fyrir afurðirnar, sem er grundvallarforsenda, hvalkjötið hleðst upp í frystigeymslum Kristjáns, hlýtur afstaða sem byggist á þvermóðsku og jafnvel þjóðrembu að víkja. Við borðum það sem við veiðum. Við erum ekki eins og minkurinn. Því er rétt að vitna í spámanninn Bubba Morthens sem söng og spurði fyrir mörgum árum: „Er nauðsynlegt að skjóta þá?“ Er þetta ekki bara orðið gott?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á strætisvögnum í Boston eru þessa dagana uppi auglýsingar þar sem vegfarendur vestra eru spurðir hvaðan fiskurinn sem þeir kaupa sé. Það eru fjöldamörg samtök sem standa að herferðinni sem er undir yfirskriftinni „Ekki kaupa af íslenskum hvalveiðimönnum“. Enn á ný erum við Íslendingar lentir í deilu við fjöldasamtök úti í heimi vegna hvalveiða. Við virðumst seint ætla að taka einu skynsamlegu afstöðuna, og hún blasir við, sem er að biðja Kristján Loftsson og félaga að gera eitthvað annað við tíma sinn en að drepa hval. Við getum ekki fórnað hagsmunum okkar hvað varðar sölu á sjávarafurðum og sókn í ferðaþjónustu á altari þess að Kristján fái að fara sínu fram. Hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og það sem verra er, með því að stunda þær erum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Fæstar þjóðir sýna þessum veiðum skilning og við eigum mikið undir viðskiptum við þessar þjóðir. Samtök ferðaþjónustunnar á Íslandi hafa gert fjölmargar athugasemdir við hvalveiðar og meðal annars beðið stjórnvöld hér á landi að banna veiðar í Faxaflóa. En það má ekki raska ró þvermóðskufullra hvalveiðimanna. Jafnvel þó viðskiptahagsmunir upp á milljarða séu undir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir hundruðum milljarða og er aukningin mikil ár frá ári, meiri en í nokkurri annarri atvinnugrein. Um þriðjungur ferðamanna sem kemur hingað til lands fer í hvalaskoðun. Áætlaðar tekjur af miðasölu í fyrra nema næstum tveimur milljörðum króna. Farþegum í hvalaskoðun fjölgar ár frá ári. Samkvæmt nýjustu tölum lítur allt út fyrir að farþegar í fyrra hafi verið yfir tvö hundruð þúsund. Árið þar áður var fjöldi farþega hundrað sjötíu og fimm þúsund – þeim hafði fjölgað um fjörutíu og fimm þúsund á milli ára. Það hefur tekið áratugi að byggja upp þessa tegund ferðaþjónustu hér á landi. Við getum öskrað okkur hás um að öll þessi erlendu samtök hafi rangt fyrir sér og það sé réttur okkar sem fullvalda þjóðar að veiða hval. En það er sama hversu hátt við öskrum, það er enginn að hlusta. Þessar veiðar eru að skaða okkur og samkvæmt nýjustu fréttum hefur bandaríska matvælafyrirtækið High Liner Foods lýst því yfir að þar á bæ vilji menn ekki frekari viðskipti við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Vissulega er erfitt fyrir veiðisamfélag að virða að vettugi þau rök að ekki sé verið að stunda veiðar á stofnum í útrýmingarhættu, og rangfærslur vaði uppi í málflutningi verndunarsinna. En þegar ekki er einu sinni markaður fyrir afurðirnar, sem er grundvallarforsenda, hvalkjötið hleðst upp í frystigeymslum Kristjáns, hlýtur afstaða sem byggist á þvermóðsku og jafnvel þjóðrembu að víkja. Við borðum það sem við veiðum. Við erum ekki eins og minkurinn. Því er rétt að vitna í spámanninn Bubba Morthens sem söng og spurði fyrir mörgum árum: „Er nauðsynlegt að skjóta þá?“ Er þetta ekki bara orðið gott?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar