Heilagur kaleikur kynjakvótans Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. mars 2014 06:00 Nýverið tóku gildi lagaákvæði um að í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga, með fleiri en 50 starfsmenn, skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Í daglegu tali er þessi ákvöð nefnd kynjakvóti. Í knöppum rökstuðningi löggjafans fyrir þessari íhlutun í eignarrétt var vikið að því að nýlegar rannsóknir hefðu sýnt að hlutfall kvenna í stjórnum og æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja væri mun lægra en karla. Þar með var réttlæting íhlutunar upp talin. Enginn má efastTilgangur kynjakvóta er vafalaust góður. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að íhlutun löggjafa í þessa veru er óskapnaður og lagasetningin er ekki vel til þess fallin að lagfæra samfélagslegt vandamál. Raunar er svo komið að hver sá sem leyfir sér að efast um kynjakvótann er úthrópaður sem andstæðingur jafnréttis. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leyfði sér t.a.m. að nefna mögulega endurskoðun fyrir nokkru og var sleginn rothöggi áður en honum tókst að skýra hvers eðlis sú skoðun yrði. Enn verra þótti svo að ráðherrann væri kona. Einhverjir hafa viljað draga löggjafann í land varðandi rökstuðninginn fyrir íhlutuninni og staðhæft að fyrirtækjum sé betur stjórnað eða vegni betur fjárhagslega þegar konur koma að stjórn. Hverjar þessar afgerandi rannsóknir séu fylgir þó aldrei þessum rökum. Raunar er það svo að enn hefur fræðimönnum ekki tekist með afgerandi hætti að sýna fram á (a) að kynjakvótar eyði svokölluðu glerþaki eða (b) að ákvarðanataka eða fjárhagsstaða félaga sé betri vegna kynjakvóta. Ef slíkar afgerandi rannsóknir lægju fyrir þá væri enda íhlutun löggjafans óþörf þar sem skynsamir hluthafar gætu þá vart annað en séð hag í því að hafa hlutföll kynja sem jöfnust í stjórn félags. Ábati í orðiHver er þá ábatinn af því að þvinga hluthafa til að hafa við stjórn félaga sem jöfnust hlutföll kynja? Líklega er ábatinn aðallega sá að löggjafinn og velunnarar íhlutunar í eignarréttinn geta þá ornað sér við að með tölum á blaði um 40 prósenta hlut kvenna í stjórnunarstöðum hafi jafnrétti náðst. Mesti mögulegi ábati allra haghafa og samfélagsins í heild – sá sem felst í vel reknu fyrirtæki þar sem fjölbreytt þekking stjórnenda er til staðar, óháð kyni – er orðinn aukaatriði. Sú þróun veit ekki á gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Nýverið tóku gildi lagaákvæði um að í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga, með fleiri en 50 starfsmenn, skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Í daglegu tali er þessi ákvöð nefnd kynjakvóti. Í knöppum rökstuðningi löggjafans fyrir þessari íhlutun í eignarrétt var vikið að því að nýlegar rannsóknir hefðu sýnt að hlutfall kvenna í stjórnum og æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja væri mun lægra en karla. Þar með var réttlæting íhlutunar upp talin. Enginn má efastTilgangur kynjakvóta er vafalaust góður. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að íhlutun löggjafa í þessa veru er óskapnaður og lagasetningin er ekki vel til þess fallin að lagfæra samfélagslegt vandamál. Raunar er svo komið að hver sá sem leyfir sér að efast um kynjakvótann er úthrópaður sem andstæðingur jafnréttis. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leyfði sér t.a.m. að nefna mögulega endurskoðun fyrir nokkru og var sleginn rothöggi áður en honum tókst að skýra hvers eðlis sú skoðun yrði. Enn verra þótti svo að ráðherrann væri kona. Einhverjir hafa viljað draga löggjafann í land varðandi rökstuðninginn fyrir íhlutuninni og staðhæft að fyrirtækjum sé betur stjórnað eða vegni betur fjárhagslega þegar konur koma að stjórn. Hverjar þessar afgerandi rannsóknir séu fylgir þó aldrei þessum rökum. Raunar er það svo að enn hefur fræðimönnum ekki tekist með afgerandi hætti að sýna fram á (a) að kynjakvótar eyði svokölluðu glerþaki eða (b) að ákvarðanataka eða fjárhagsstaða félaga sé betri vegna kynjakvóta. Ef slíkar afgerandi rannsóknir lægju fyrir þá væri enda íhlutun löggjafans óþörf þar sem skynsamir hluthafar gætu þá vart annað en séð hag í því að hafa hlutföll kynja sem jöfnust í stjórn félags. Ábati í orðiHver er þá ábatinn af því að þvinga hluthafa til að hafa við stjórn félaga sem jöfnust hlutföll kynja? Líklega er ábatinn aðallega sá að löggjafinn og velunnarar íhlutunar í eignarréttinn geta þá ornað sér við að með tölum á blaði um 40 prósenta hlut kvenna í stjórnunarstöðum hafi jafnrétti náðst. Mesti mögulegi ábati allra haghafa og samfélagsins í heild – sá sem felst í vel reknu fyrirtæki þar sem fjölbreytt þekking stjórnenda er til staðar, óháð kyni – er orðinn aukaatriði. Sú þróun veit ekki á gott.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar