Syngur og safnar fé til rannsókna á ættarsjúkdómi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. apríl 2014 13:30 Dagbjört Andrésdóttir sópran. Fréttablaðið/GVA „Ég verð í Laugarneskirkju, mér finnst svo góður hljómur í henni,“ segir Dagbjört Andrésdóttir sópran sem heldur klassíska tónleika annað kvöld klukkan 20 í tilefni þess að hún er að kveðja Söngskóla Domus Vox. Efnisskráin samanstendur af trúarlegri tónlist, þýskum ljóðum og aríum úr óperum. „Þetta eru Bach, Mozart og þessir gömlu snillingar,“ segir hún brosandi og tekur fram að Antonía Hevesi spili undir á píanó. „Ég er vikulega í tímum hjá Antoníu, hún er algerlega dásamleg manneskja.“ Dagbjört tileinkar tónleikana föður sínum, Andrési Svavarssyni, sem lést síðasta haust úr arfgengri heilablæðingu og í leiðinni gengst hún fyrir söfnun á fé til rannsókna á þeim sjúkdómi. Þegar það er nefnt göfugt verkefni segir hún eftir andartaks þögn: „Ég mundi ekki segja göfugt. Ég þarf að gera þetta. Það er nauðsynlegt.“ Arfgeng heilablæðing er séríslenskur sjúkdómur og fjármagn skortir til rannsókna á honum, að sögn Dagbjartar. Eðlilegt er að hún hafi af því áhyggjur. Eftir að faðir hennar fékk fyrstu blæðingu árið 2007 fylgdist hún með minnkandi kröftum hans, andlegum og líkamlegum, uns yfir lauk. Föðursystir hennar og föðuramma létust báðar úr sjúkdómnum. Föðurbróðir hennar er lamaður öðrum megin og orðinn óskýr í tali og um síðustu helgi dó sonur hans, 33 ára gamall, frá konu og þremur ungum börnum. „Hann hné niður og kom aldrei til meðvitundar en var búinn að fá nokkrar aðkenningar áður,“ segir Dagbjört og kveðst eiga annan frænda, 25 ára, með skerta getu vegna sjúkdómsins. Búið er að finna genið sem veldur arfgengri heilablæðingu og Dagbjört vonar að auknar rannsóknir leiði til fyrirbyggjandi úrræða. Sjálf veit hún ekki hvort hún ber genið. „Meðan ekkert er hægt að gera vil ég ekki vita hvort ég lifi skemur en aðrir,“ segir hún alvarleg. Hún er tuttugu og tveggja ára og byrjaði að syngja ellefu ára gömul í Stúlknakór Reykjavíkur hjá Margréti Pálmadóttur. Tvívegis söng hún einsöng með kórnum úti á Ítalíu og oft á skólatónleikum hér heima þar sem fleiri komu fram. „Ég er búin að fylgja Möggu sleitulaust í ellefu ár og held því áfram þó ég hætti í skólanum því ég er í kvennakórnum Vox Feminae,“ segir Dagbjört sem er ákveðin í að halda áfram söngnámi. Dagbjört glímir við fötlun sem áfall í fæðingu orsakaði og gerir það að verkum að sumar taugar hennar eru skemmdar, þar á meðal sjóntaug. Það hefur hamlað henni í námi, að eigin sögn, einkum varðandi tónfræðina. „Ég á erfitt með að vinna úr því sem ég sé. Til dæmis sé ég línurnar fimm á nótnastrengnum sem eina stóra, breiða línu,“ segir hún einlæg. Hvernig fer hún þá að því að læra söng? „Eyrað er orðið þjálfað og það bjargar mér. Ég hef mikinn áhuga og hef líka fengið frábæran stuðning hjá hinum yndislegu konum í Söngskóla Domus Vox. Hjá þeim fær hver og einn að njóta sín eins og hann er. Það koma alveg tímar sem ég er rosa fúl yfir þessu sem mig vantar en svo hristi ég það af mér og held áfram.“ Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég verð í Laugarneskirkju, mér finnst svo góður hljómur í henni,“ segir Dagbjört Andrésdóttir sópran sem heldur klassíska tónleika annað kvöld klukkan 20 í tilefni þess að hún er að kveðja Söngskóla Domus Vox. Efnisskráin samanstendur af trúarlegri tónlist, þýskum ljóðum og aríum úr óperum. „Þetta eru Bach, Mozart og þessir gömlu snillingar,“ segir hún brosandi og tekur fram að Antonía Hevesi spili undir á píanó. „Ég er vikulega í tímum hjá Antoníu, hún er algerlega dásamleg manneskja.“ Dagbjört tileinkar tónleikana föður sínum, Andrési Svavarssyni, sem lést síðasta haust úr arfgengri heilablæðingu og í leiðinni gengst hún fyrir söfnun á fé til rannsókna á þeim sjúkdómi. Þegar það er nefnt göfugt verkefni segir hún eftir andartaks þögn: „Ég mundi ekki segja göfugt. Ég þarf að gera þetta. Það er nauðsynlegt.“ Arfgeng heilablæðing er séríslenskur sjúkdómur og fjármagn skortir til rannsókna á honum, að sögn Dagbjartar. Eðlilegt er að hún hafi af því áhyggjur. Eftir að faðir hennar fékk fyrstu blæðingu árið 2007 fylgdist hún með minnkandi kröftum hans, andlegum og líkamlegum, uns yfir lauk. Föðursystir hennar og föðuramma létust báðar úr sjúkdómnum. Föðurbróðir hennar er lamaður öðrum megin og orðinn óskýr í tali og um síðustu helgi dó sonur hans, 33 ára gamall, frá konu og þremur ungum börnum. „Hann hné niður og kom aldrei til meðvitundar en var búinn að fá nokkrar aðkenningar áður,“ segir Dagbjört og kveðst eiga annan frænda, 25 ára, með skerta getu vegna sjúkdómsins. Búið er að finna genið sem veldur arfgengri heilablæðingu og Dagbjört vonar að auknar rannsóknir leiði til fyrirbyggjandi úrræða. Sjálf veit hún ekki hvort hún ber genið. „Meðan ekkert er hægt að gera vil ég ekki vita hvort ég lifi skemur en aðrir,“ segir hún alvarleg. Hún er tuttugu og tveggja ára og byrjaði að syngja ellefu ára gömul í Stúlknakór Reykjavíkur hjá Margréti Pálmadóttur. Tvívegis söng hún einsöng með kórnum úti á Ítalíu og oft á skólatónleikum hér heima þar sem fleiri komu fram. „Ég er búin að fylgja Möggu sleitulaust í ellefu ár og held því áfram þó ég hætti í skólanum því ég er í kvennakórnum Vox Feminae,“ segir Dagbjört sem er ákveðin í að halda áfram söngnámi. Dagbjört glímir við fötlun sem áfall í fæðingu orsakaði og gerir það að verkum að sumar taugar hennar eru skemmdar, þar á meðal sjóntaug. Það hefur hamlað henni í námi, að eigin sögn, einkum varðandi tónfræðina. „Ég á erfitt með að vinna úr því sem ég sé. Til dæmis sé ég línurnar fimm á nótnastrengnum sem eina stóra, breiða línu,“ segir hún einlæg. Hvernig fer hún þá að því að læra söng? „Eyrað er orðið þjálfað og það bjargar mér. Ég hef mikinn áhuga og hef líka fengið frábæran stuðning hjá hinum yndislegu konum í Söngskóla Domus Vox. Hjá þeim fær hver og einn að njóta sín eins og hann er. Það koma alveg tímar sem ég er rosa fúl yfir þessu sem mig vantar en svo hristi ég það af mér og held áfram.“
Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira