Þykir þér vænt um börnin þín? Úrsúla Jünemann skrifar 3. apríl 2014 07:00 Börnin okkar munu erfa landið. Við sem ráðum núna ferðinni að einhverju leyti höfum mikið um það að segja í hvaða ástandi jörðin mun verða þegar börnin og barnabörnin okkar taka við. Munu börnin okkar taka við góðu búi eða er þeim ætlað að glíma við fullt af óleystum vandamálum sem við nennum ekki að reyna að leysa og ýtum bara á undan okkur yfir á næstu kynslóðir. Gjörið þið svo vel, nú eigið þið leik! Og komið þessu nú í lag! Það er eðlilegt bæði mönnum og dýrum að þykja vænt um afkvæmin sín. Mér þykir líka vænt um börnin mín og ég verð hrygg þegar ég hugsa um framtíð þeirra. Það eru svo mörg vandamál sem hrúgast upp og munu skella með fullum þunga á næstu kynslóðir. Ég ætla alls ekki að mála skrattann á vegginn en við getum ekki lengur horft fram hjá því að alvarlegar breytingar eiga sér stað á okkar ástkæru jörð: Mannkyninu fer fjölgandi hratt og allir þurfa lífsrými, mat og sérstaklega gott neysluvatn. En ennþá eru menn að menga ár og vötn eins og enginn sé morgundagurinn. Jörðin okkar er að hitna sökum þess að við sleppum allt of miklu af koltvísýringi út í andrúmsloftið með því að brenna jarðeldsneyti og þá sérstaklega olíu. En samt renna menn hýrum augum til þess möguleika að olíu sé að finna á Drekasvæðinu í staðinn fyrir að þróa aðra vistvænni orkugjafa. Það er verið að ganga á skóglendi víða um heim og eyðing hitabeltisfrumskóga er þar sérlega ógnvænleg því að þar á sér stað mikil kolefnisbinding sem vinnur á móti gróðurhúsaáhrifum og hnattrænni hitaaukningu. Jörðin okkar er að drukkna í úrgangi og rusli sem við nennum ekki að vinna úr og endurnýta. Ennþá virðist „hagkvæmara“ að búa til nýtt úr grunnhráefnum heldur en að endurnýta og endurvinna. Heimshöfin eru að súrna sökum of mikils magns af koltvísýringi. Það þýðir að margar lífverur eiga erfitt með að lifa af. Til dæmis eru skeldýr og kóralar í mikilli hættu sökum þess að kalkefnin eyðast í of súrum sjó. Þetta hefur auðvitað alvarlegar afleiðingar á fiskistofna. Þetta allt gerist ekki í óráðinni framtíð heldur er að gerast NÚNA! Og heldur áfram að gerast ef við bregðumst ekki við. Hvernig getum við þá brugðist við? Er þetta ekki vonlaust? Ráðum við einhverju? Við getum gert margt Lesendur góðir, þið sem hafið nennt að lesa þetta hingað til, hvað getið þið gert? Jú, það er margt sem þið og ég getum gert: Við getum sagt stopp við stjórnvöld sem sinna ekki umhverfismálum. Við getum mótmælt því að fallega landið okkar verði eyðilagt í þágu einhverrar gróðahyggju. Við getum sagt stopp við frekari stóriðju og virkjunarframkvæmdum, gleymum ekki Drekasvæðinu og varhugaverðum plönum um olíuvinnslu þar. Við getum kennt börnunum okkar að umgangast náttúruna af virðingu og varkárni. Mörg íslensk börn eru vön að valsa um, brjóta og bramla í leikjum sínum án þess að virða afgirt svæði og viðkvæman gróður. Við getum notað almenningssamgöngur, hjólað eða gengið stuttar vegalengdir og hvílt bílinn þannig um stund. Og við getum skipulagt okkur betur, sameinast í ferðir og tengt mörg erindi saman í sömu ferð. Við getum örugglega sleppt því að kaupa plastpoka í hverri búðarferð og koma frekar með margnota innkaupapoka eða nota pappakassa sem falla til í búðinni. Undir ruslið heima er hægt að kaupa vistvæna poka sem eyðast skjótt. Þeir kosta ekki meira en venjulegir innkaupaplastpokar sem verða eftir í náttúrunni í meira en hundrað ár. Við getum breytt neysluvenjum okkar pínulítið. Við getum keypt vistvænar vörur. Við getum nýtt matvörurnar betur og látið það stundum vera að kaupa alltaf það nýjasta og flottasta. Hugsum hnattrænt en framkvæmum í okkar nánasta umhverfi. Hver og einn getur lagt sitt lóð á vogarskálina til að börnin fái jörðina afhenta í ekki lakara ástandi en hún er í nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Börnin okkar munu erfa landið. Við sem ráðum núna ferðinni að einhverju leyti höfum mikið um það að segja í hvaða ástandi jörðin mun verða þegar börnin og barnabörnin okkar taka við. Munu börnin okkar taka við góðu búi eða er þeim ætlað að glíma við fullt af óleystum vandamálum sem við nennum ekki að reyna að leysa og ýtum bara á undan okkur yfir á næstu kynslóðir. Gjörið þið svo vel, nú eigið þið leik! Og komið þessu nú í lag! Það er eðlilegt bæði mönnum og dýrum að þykja vænt um afkvæmin sín. Mér þykir líka vænt um börnin mín og ég verð hrygg þegar ég hugsa um framtíð þeirra. Það eru svo mörg vandamál sem hrúgast upp og munu skella með fullum þunga á næstu kynslóðir. Ég ætla alls ekki að mála skrattann á vegginn en við getum ekki lengur horft fram hjá því að alvarlegar breytingar eiga sér stað á okkar ástkæru jörð: Mannkyninu fer fjölgandi hratt og allir þurfa lífsrými, mat og sérstaklega gott neysluvatn. En ennþá eru menn að menga ár og vötn eins og enginn sé morgundagurinn. Jörðin okkar er að hitna sökum þess að við sleppum allt of miklu af koltvísýringi út í andrúmsloftið með því að brenna jarðeldsneyti og þá sérstaklega olíu. En samt renna menn hýrum augum til þess möguleika að olíu sé að finna á Drekasvæðinu í staðinn fyrir að þróa aðra vistvænni orkugjafa. Það er verið að ganga á skóglendi víða um heim og eyðing hitabeltisfrumskóga er þar sérlega ógnvænleg því að þar á sér stað mikil kolefnisbinding sem vinnur á móti gróðurhúsaáhrifum og hnattrænni hitaaukningu. Jörðin okkar er að drukkna í úrgangi og rusli sem við nennum ekki að vinna úr og endurnýta. Ennþá virðist „hagkvæmara“ að búa til nýtt úr grunnhráefnum heldur en að endurnýta og endurvinna. Heimshöfin eru að súrna sökum of mikils magns af koltvísýringi. Það þýðir að margar lífverur eiga erfitt með að lifa af. Til dæmis eru skeldýr og kóralar í mikilli hættu sökum þess að kalkefnin eyðast í of súrum sjó. Þetta hefur auðvitað alvarlegar afleiðingar á fiskistofna. Þetta allt gerist ekki í óráðinni framtíð heldur er að gerast NÚNA! Og heldur áfram að gerast ef við bregðumst ekki við. Hvernig getum við þá brugðist við? Er þetta ekki vonlaust? Ráðum við einhverju? Við getum gert margt Lesendur góðir, þið sem hafið nennt að lesa þetta hingað til, hvað getið þið gert? Jú, það er margt sem þið og ég getum gert: Við getum sagt stopp við stjórnvöld sem sinna ekki umhverfismálum. Við getum mótmælt því að fallega landið okkar verði eyðilagt í þágu einhverrar gróðahyggju. Við getum sagt stopp við frekari stóriðju og virkjunarframkvæmdum, gleymum ekki Drekasvæðinu og varhugaverðum plönum um olíuvinnslu þar. Við getum kennt börnunum okkar að umgangast náttúruna af virðingu og varkárni. Mörg íslensk börn eru vön að valsa um, brjóta og bramla í leikjum sínum án þess að virða afgirt svæði og viðkvæman gróður. Við getum notað almenningssamgöngur, hjólað eða gengið stuttar vegalengdir og hvílt bílinn þannig um stund. Og við getum skipulagt okkur betur, sameinast í ferðir og tengt mörg erindi saman í sömu ferð. Við getum örugglega sleppt því að kaupa plastpoka í hverri búðarferð og koma frekar með margnota innkaupapoka eða nota pappakassa sem falla til í búðinni. Undir ruslið heima er hægt að kaupa vistvæna poka sem eyðast skjótt. Þeir kosta ekki meira en venjulegir innkaupaplastpokar sem verða eftir í náttúrunni í meira en hundrað ár. Við getum breytt neysluvenjum okkar pínulítið. Við getum keypt vistvænar vörur. Við getum nýtt matvörurnar betur og látið það stundum vera að kaupa alltaf það nýjasta og flottasta. Hugsum hnattrænt en framkvæmum í okkar nánasta umhverfi. Hver og einn getur lagt sitt lóð á vogarskálina til að börnin fái jörðina afhenta í ekki lakara ástandi en hún er í nú.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun