Bók bókanna sýnd í ýmsum útgáfum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2014 14:30 "Einn góður vinur safnsins benti okkur á í morgun að við værum hér með eintak af Grútarbiblíunni,“ segir Nanna Lind sem hér er með Eiríki Arnari. Mynd/Auðunn Níelsson Mynd/Auðunn Níelsson „Við fórum djúpt í okkar innstu geymslur og tókum fram nokkra forna dýrgripi. Það er einkum bók bókanna, Biblían, í útgáfum fyrri alda. Þær hafa aldrei verið sýndar en okkur datt í hug að draga þær fram í tilefni af páskunum meðal annars.“ Þetta segir Nanna Lind Svavarsdóttir, verkefnisstjóri á Amtsbókasafninu, sem ásamt Eiríki Arnari Magnússyni hefur unnið þar að uppsetningu sýningar. „Hér má sjá prentgripi frá því um 1500 og fram til 1900 – stórar og fallegar bækur og ótrúlega vel varðveittar, margar hverjar. Einn góður vinur safnsins benti okkur á í morgun að við værum hér með eintak af Grútarbiblíunni,“ segir hún glaðlega. „Þessi fimmta útgáfa biblíunnar á íslensku er ýmist kölluð Grútarbiblían eða Hendersonsbiblían. Fyrra nafnið er þannig til komið að Harmljóðin eru í þessari útgáfu kölluð „Harmagrútur Jeremiæ“, í stað „Harmagrátur Jeremiæ“! Nanna segir flestar bókanna prentaðar í Kaupmannahöfn en nokkrar á Hólum í Hjaltadal frá 1637-1753, meðal annars biblía Þorláks Skúlasonar frá 1637. „Ein biblían er prentuð í Skálholti 1686 og önnur í Viðeyjarklaustri 1841 en sú yngsta í Prentsmiðju Íslands í Reykjavík 1859.“ Innan um bækurnar eru nokkrir kirkjumunir, sumir úr einkaeigu en aðrir fengnir að láni frá Minjasafninu á Akureyri, að sögn Nönnu. „Hingað kemur margt fólk daglega og sumir koma gagngert til að kíkja á sýninguna. Öllum finnst merkilegt að sjá svona gamlar bækur og krakkar staldra til dæmis við.“Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins, frá 10 til 19 virka daga og laugardaga frá 11 til 16. Menning Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Við fórum djúpt í okkar innstu geymslur og tókum fram nokkra forna dýrgripi. Það er einkum bók bókanna, Biblían, í útgáfum fyrri alda. Þær hafa aldrei verið sýndar en okkur datt í hug að draga þær fram í tilefni af páskunum meðal annars.“ Þetta segir Nanna Lind Svavarsdóttir, verkefnisstjóri á Amtsbókasafninu, sem ásamt Eiríki Arnari Magnússyni hefur unnið þar að uppsetningu sýningar. „Hér má sjá prentgripi frá því um 1500 og fram til 1900 – stórar og fallegar bækur og ótrúlega vel varðveittar, margar hverjar. Einn góður vinur safnsins benti okkur á í morgun að við værum hér með eintak af Grútarbiblíunni,“ segir hún glaðlega. „Þessi fimmta útgáfa biblíunnar á íslensku er ýmist kölluð Grútarbiblían eða Hendersonsbiblían. Fyrra nafnið er þannig til komið að Harmljóðin eru í þessari útgáfu kölluð „Harmagrútur Jeremiæ“, í stað „Harmagrátur Jeremiæ“! Nanna segir flestar bókanna prentaðar í Kaupmannahöfn en nokkrar á Hólum í Hjaltadal frá 1637-1753, meðal annars biblía Þorláks Skúlasonar frá 1637. „Ein biblían er prentuð í Skálholti 1686 og önnur í Viðeyjarklaustri 1841 en sú yngsta í Prentsmiðju Íslands í Reykjavík 1859.“ Innan um bækurnar eru nokkrir kirkjumunir, sumir úr einkaeigu en aðrir fengnir að láni frá Minjasafninu á Akureyri, að sögn Nönnu. „Hingað kemur margt fólk daglega og sumir koma gagngert til að kíkja á sýninguna. Öllum finnst merkilegt að sjá svona gamlar bækur og krakkar staldra til dæmis við.“Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins, frá 10 til 19 virka daga og laugardaga frá 11 til 16.
Menning Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira