Félagsskapur af frjóu fólki Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2014 12:30 Stemningin á æfingum er engu lík. „Þetta er óneitanlega mikill heiður og ég er mjög stolt af því að fá að vera þrjátíu ára afmælishöfundur,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir. Hún skrifaði söngleikinn Stund milli stríða sem leikfélagið Hugleikur frumsýnir í Tjarnarbíói á laugardaginn í tilefni af þrjátíu ára afmæli félagsins. „Þetta er verk sem gerist á millistríðsárunum í kreppu. Ég skoðaði tíðarandann og hvað hefði verið að gerast á þessum tíma. Þá sá ég að það er ótrúlega margt sem speglast við okkar samtíma og mjög gaman að kafa ofan í það. Þetta er vonandi hæfileg blanda af gamni og alvöru. Þetta er bæði svolítill fíflaskapur en líka grafalvarlegir hlutir eins og berklar og bankaþrot. Svo brestur fólk í söng og syngur um von, þrá, vonbrigði og gleði,“ segir Þórunn. Hún skrifaði sitt fyrsta verk fyrir Hugleik árið 2002 með söngleiknum Kolrössu og hefur síðan þá sett upp nokkur verk í samstarfi við leikfélagið. „Þetta hefur verið mjög farsælt samstarf. Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa ratað inn í þennan félagsskap af frjóu fólki. Ég held að ég hefði ekki byrjað að skrifa nema út af þessu umhverfi. Það er svo hvetjandi að vera innan um svona margt fólk sem er að skapa, hvort sem það er tónlist eða ljóð. Það er gífurlega örvandi,“ segir Þórunn. Hún hefur líka skrifað óperur sem settar hafa verið upp í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem hún er aðstoðarskólastjóri alla jafna en er nú starfandi skólastjóri á meðan hann er í ársleyfi. Leikfélagið Hugleikur er elsta áhugaleikfélag Reykjavíkur og hefur eingöngu sett upp verk sem rituð eru af félagsmönnunum sjálfum. Alls taka sextán leikarar þátt í uppfærslunni á Stund á milli stríða ásamt hljómsveit en leikstjóri er Jón St. Kristjánsson sem sviðsetti einmitt söngleikinn Kolrössu árið 2002. Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er óneitanlega mikill heiður og ég er mjög stolt af því að fá að vera þrjátíu ára afmælishöfundur,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir. Hún skrifaði söngleikinn Stund milli stríða sem leikfélagið Hugleikur frumsýnir í Tjarnarbíói á laugardaginn í tilefni af þrjátíu ára afmæli félagsins. „Þetta er verk sem gerist á millistríðsárunum í kreppu. Ég skoðaði tíðarandann og hvað hefði verið að gerast á þessum tíma. Þá sá ég að það er ótrúlega margt sem speglast við okkar samtíma og mjög gaman að kafa ofan í það. Þetta er vonandi hæfileg blanda af gamni og alvöru. Þetta er bæði svolítill fíflaskapur en líka grafalvarlegir hlutir eins og berklar og bankaþrot. Svo brestur fólk í söng og syngur um von, þrá, vonbrigði og gleði,“ segir Þórunn. Hún skrifaði sitt fyrsta verk fyrir Hugleik árið 2002 með söngleiknum Kolrössu og hefur síðan þá sett upp nokkur verk í samstarfi við leikfélagið. „Þetta hefur verið mjög farsælt samstarf. Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa ratað inn í þennan félagsskap af frjóu fólki. Ég held að ég hefði ekki byrjað að skrifa nema út af þessu umhverfi. Það er svo hvetjandi að vera innan um svona margt fólk sem er að skapa, hvort sem það er tónlist eða ljóð. Það er gífurlega örvandi,“ segir Þórunn. Hún hefur líka skrifað óperur sem settar hafa verið upp í Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem hún er aðstoðarskólastjóri alla jafna en er nú starfandi skólastjóri á meðan hann er í ársleyfi. Leikfélagið Hugleikur er elsta áhugaleikfélag Reykjavíkur og hefur eingöngu sett upp verk sem rituð eru af félagsmönnunum sjálfum. Alls taka sextán leikarar þátt í uppfærslunni á Stund á milli stríða ásamt hljómsveit en leikstjóri er Jón St. Kristjánsson sem sviðsetti einmitt söngleikinn Kolrössu árið 2002.
Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira