Sterk viðbrögð við íslenska landslaginu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2014 13:00 "Hér getur fólk gengið að myndunum mínum vísum á ákveðnum stað, alltaf,“ segir Tolli í nýja galleríinu á Laugavegi 19 sem kona hans, Gunný Ísis, rekur. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég tel þetta einn heitasta reitinn á Laugaveginum og er mjög hamingjusamur með það,“ segir myndlistarmaðurinn Þorlákur Kristinsson, betur þekktur sem Tolli, sem opnar gallerí á Laugavegi 19 í dag, ásamt konunni sinni. „Þetta er rosalega fallegt rými sem ég er með og í skemmtilegu nágrenni við kaffihús og bókabúðir. Fyrir mig er þetta stórkostlegt tækifæri til að vera með myndirnar mínar sýnilegar,“ segir Tolli kampakátur og kveðst munu nota hvern fermetra sem best. Tolli er með vinnustofu sína í Laugarnesinu en segir fólk almennt ekki vaða inn á vinnustofur til listamanna og skoða verkin þeirra. Því þyki það ókurteisi. „Fólk kvartar yfir því hvað aðgengi að listamönnum er lítið. En hér getur það gengið að mínum myndum vísum á ákveðnum stað, alltaf.“ Myndirnar í galleríinu verða bæði til sýnis og sölu, að sögn Tolla. „Nú get ég viðrað myndirnar áður en þær seljast. Auðvitað gengur leikurinn út á að selja, en stór hluti ánægjunnar við að vinna við listmálun er að geta sýnt myndirnar og átt eitthvert stefnumót við fólk yfir þeim. Hingað til hefur verið tilviljunum háð hvort fólk hefur getað séð verk eftir mig í galleríum.“ Tolli líkir því við að vera kominn í alþjóðlegt umhverfi að opna í miðborginni. „Laugavegurinn er fullur af ferðamönnum. Mér finnst það ferlega gaman. Ég fæ svo sterk viðbrögð við íslenska landslaginu í myndunum mínum hjá þeim sem eru gestkomandi.“ Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég tel þetta einn heitasta reitinn á Laugaveginum og er mjög hamingjusamur með það,“ segir myndlistarmaðurinn Þorlákur Kristinsson, betur þekktur sem Tolli, sem opnar gallerí á Laugavegi 19 í dag, ásamt konunni sinni. „Þetta er rosalega fallegt rými sem ég er með og í skemmtilegu nágrenni við kaffihús og bókabúðir. Fyrir mig er þetta stórkostlegt tækifæri til að vera með myndirnar mínar sýnilegar,“ segir Tolli kampakátur og kveðst munu nota hvern fermetra sem best. Tolli er með vinnustofu sína í Laugarnesinu en segir fólk almennt ekki vaða inn á vinnustofur til listamanna og skoða verkin þeirra. Því þyki það ókurteisi. „Fólk kvartar yfir því hvað aðgengi að listamönnum er lítið. En hér getur það gengið að mínum myndum vísum á ákveðnum stað, alltaf.“ Myndirnar í galleríinu verða bæði til sýnis og sölu, að sögn Tolla. „Nú get ég viðrað myndirnar áður en þær seljast. Auðvitað gengur leikurinn út á að selja, en stór hluti ánægjunnar við að vinna við listmálun er að geta sýnt myndirnar og átt eitthvert stefnumót við fólk yfir þeim. Hingað til hefur verið tilviljunum háð hvort fólk hefur getað séð verk eftir mig í galleríum.“ Tolli líkir því við að vera kominn í alþjóðlegt umhverfi að opna í miðborginni. „Laugavegurinn er fullur af ferðamönnum. Mér finnst það ferlega gaman. Ég fæ svo sterk viðbrögð við íslenska landslaginu í myndunum mínum hjá þeim sem eru gestkomandi.“
Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“