Landsliðið kveikti neistann hjá Ragnari Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2014 08:00 Ragnar Nathanaelsson er orðinn atvinnumaður. Vísir/Valli „Ég er auðvitað alveg gríðarlega spenntur. Það er ekkert annað hægt,“ segir RagnarNathanaelsson, hinn 218 cm hái miðherji íslenska landsliðsins í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið um væntanleg vistaskipti sín til Svíþjóðar. Ragnar gekk á mánudaginn frá eins árs samningi við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall Dragons en hlutirnir gerðust hratt. Fyrst var haft samband við hann á fimmtudaginn í síðustu viku. „Þá fékk ég símtal frá nýráðnum þjálfara liðsins, TommyHanson. Hann segist hafa heyrt um mig og hafi áhuga á að fá mig. Hann bað mig um að senda sér klippur af mér, eitthvað úr leikjum ef ég ætti. Ég gerði það og svo fékk ég póst á föstudaginn. Þá var hann búinn að taka annan fund með HlyniBæringssyni sem var búinn að selja þjálfaranum hugmyndina þannig að þeir sendu mér bara samning. Ég fékk nokkra til að lesa hann yfir með mér en svo leist mér bara svo svakalega vel á þetta,“ segir Ragnar.Báðir toppmenn Þessi ljúfi risi átti frábært tímabil með Þór í vetur, en hann var í fyrsta skipti lykilmaður í sterku liði í efstu deild. Hann skoraði að meðaltali 15,4 stig í leik í deildarkeppninni og tók 12,9 fráköst. Þórsliðið komst í úrslitakeppnina en tapaði fyrir Grindavík, 3-1, þar sem Ragnar hélt áfram að fara á kostum og skilaði að meðaltali 14,25 stigum og 14,5 fráköstum í leik. Eðlilega var hann farinn að láta sig dreyma um atvinnumennsku. „Það var auðvitað hugsunin en mig langaði líka að taka annað tímabil með Þór og horfa á strákana þar vaxa. En þetta var bara of gott til að sleppa,“ segir Ragnar, sem hlakkar til að spila með Íslendingunum í Sundsvall, Hlyni Bæringssyni og Jakobi Erni Sigurðarsyni. „Ég kynntist þeim aðeins í landsliðinu í fyrra. Þetta eru báðir toppmenn og þeir munu án efa hjálpa mér mikið, jafnvel meira en þjálfarinn, og kenna mér á evrópskan körfubolta. Vonandi kemur Ægir Þór Steinarsson bara aftur og við verðum fjórir þarna. Það yrði draumur í dós.“Landsliðið kveikti neistann Ragnar hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu 12-14 mánuði eða svo en hann var með íslenska landsliðinu í spennandi verkefnum síðasta sumar og átti svo þetta flotta tímabil í Dominos-deildinni í vetur. Hverju er að þakka? „Um leið og ég fann bragðið af landsliðinu langaði mig bara að verða betri. En það er svo mörgum að þakka. BenediktGuðmundsson gefur mér það traust hjá Þór að byrja í „fimmunni“ hjá úrvalsdeildarliði en ég var að koma úr 1. deildinni. Það hjálpaði mikið að fá þetta traust frá manni sem ég tel besta þjálfara íslands. Svo tók BaldurÞórRagnarsson líkamann á mér í gegn. Hann kenndi mér að lyfta og lenda eftir hopp. Landsliðsþjálfararnir Peter og Arnar hjálpuðu mér líka mikið síðasta sumar,“ segir Ragnar. Talandi um landsliðið. Þá verður Ragnar hluti af liðinu í sumar sem mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015. „Ég er alveg gríðarlega spenntur fyrir því verkefni og vonandi fæ ég bara stærra hlutverk en í fyrra. Ég hef fulla trú á að við getum strítt þessum liðum og jafnvel unnið þau,“ segir Ragnar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ragnar samdi við Sundsvall Dragons Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld. 28. apríl 2014 22:49 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
„Ég er auðvitað alveg gríðarlega spenntur. Það er ekkert annað hægt,“ segir RagnarNathanaelsson, hinn 218 cm hái miðherji íslenska landsliðsins í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið um væntanleg vistaskipti sín til Svíþjóðar. Ragnar gekk á mánudaginn frá eins árs samningi við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall Dragons en hlutirnir gerðust hratt. Fyrst var haft samband við hann á fimmtudaginn í síðustu viku. „Þá fékk ég símtal frá nýráðnum þjálfara liðsins, TommyHanson. Hann segist hafa heyrt um mig og hafi áhuga á að fá mig. Hann bað mig um að senda sér klippur af mér, eitthvað úr leikjum ef ég ætti. Ég gerði það og svo fékk ég póst á föstudaginn. Þá var hann búinn að taka annan fund með HlyniBæringssyni sem var búinn að selja þjálfaranum hugmyndina þannig að þeir sendu mér bara samning. Ég fékk nokkra til að lesa hann yfir með mér en svo leist mér bara svo svakalega vel á þetta,“ segir Ragnar.Báðir toppmenn Þessi ljúfi risi átti frábært tímabil með Þór í vetur, en hann var í fyrsta skipti lykilmaður í sterku liði í efstu deild. Hann skoraði að meðaltali 15,4 stig í leik í deildarkeppninni og tók 12,9 fráköst. Þórsliðið komst í úrslitakeppnina en tapaði fyrir Grindavík, 3-1, þar sem Ragnar hélt áfram að fara á kostum og skilaði að meðaltali 14,25 stigum og 14,5 fráköstum í leik. Eðlilega var hann farinn að láta sig dreyma um atvinnumennsku. „Það var auðvitað hugsunin en mig langaði líka að taka annað tímabil með Þór og horfa á strákana þar vaxa. En þetta var bara of gott til að sleppa,“ segir Ragnar, sem hlakkar til að spila með Íslendingunum í Sundsvall, Hlyni Bæringssyni og Jakobi Erni Sigurðarsyni. „Ég kynntist þeim aðeins í landsliðinu í fyrra. Þetta eru báðir toppmenn og þeir munu án efa hjálpa mér mikið, jafnvel meira en þjálfarinn, og kenna mér á evrópskan körfubolta. Vonandi kemur Ægir Þór Steinarsson bara aftur og við verðum fjórir þarna. Það yrði draumur í dós.“Landsliðið kveikti neistann Ragnar hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu 12-14 mánuði eða svo en hann var með íslenska landsliðinu í spennandi verkefnum síðasta sumar og átti svo þetta flotta tímabil í Dominos-deildinni í vetur. Hverju er að þakka? „Um leið og ég fann bragðið af landsliðinu langaði mig bara að verða betri. En það er svo mörgum að þakka. BenediktGuðmundsson gefur mér það traust hjá Þór að byrja í „fimmunni“ hjá úrvalsdeildarliði en ég var að koma úr 1. deildinni. Það hjálpaði mikið að fá þetta traust frá manni sem ég tel besta þjálfara íslands. Svo tók BaldurÞórRagnarsson líkamann á mér í gegn. Hann kenndi mér að lyfta og lenda eftir hopp. Landsliðsþjálfararnir Peter og Arnar hjálpuðu mér líka mikið síðasta sumar,“ segir Ragnar. Talandi um landsliðið. Þá verður Ragnar hluti af liðinu í sumar sem mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015. „Ég er alveg gríðarlega spenntur fyrir því verkefni og vonandi fæ ég bara stærra hlutverk en í fyrra. Ég hef fulla trú á að við getum strítt þessum liðum og jafnvel unnið þau,“ segir Ragnar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ragnar samdi við Sundsvall Dragons Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld. 28. apríl 2014 22:49 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
Ragnar samdi við Sundsvall Dragons Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld. 28. apríl 2014 22:49