Líflína Grindavíkur er í hendi Lewis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2014 10:00 Lewis Clinch þarf að eiga góðan leik í kvöld ætli Grindvíkingar að tryggja sér oddaleik á laugardaginn. Vísir/Valli Íslandsmeistarar Grindavíkur fá KR í heimsókn í fjórða leik liðanna í kvöld í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. KR leiðir 2-1 og tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Gulklæddir heimamenn knýja fram oddaleik með sigri. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, segir möguleika Grindavíkur standa og falla með frammistöðu eins manns, Earnest Lewis Clinch Jr.Clinch verður að eiga stórleik „Möguleiki Grindavíkur felst í því að Clinch eigi stórleik. Þeir þurfa algjört toppframlag frá honum,“ segir Benedikt, sem hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum. Bæði Grindavík og KR hafa notið krafta hans þótt Vesturbæjarliðið sé það félag sem Benedikt tengist sterkustu böndum. „Kannski er KR-ingur inni í mér alltaf að þvælast fyrir mér þegar kemur að KR,“ segir Benedikt léttur um vangaveltur sínar um möguleika liðanna. Engin spurning sé þó hvorum megin gæðin liggi. „Ef þú berð saman þessi lið þá eru gæðin klárlega KR-megin. Þeir hafa breiddina,“ segir Benedikt. Bendir hann á að margreyndir landsliðsmenn á borð við Brynjar Þór Björnsson og Magna Hafsteinsson komist ekki í byrjunarlið þeirra svörtu og hvítu. „Það eru leikmenn sem myndu byrja inni á í nánast hvaða liði sem er.“Munar rosalega um Þorleif Á sama tíma séu Grindvíkingar vængbrotnir vegna meiðsla Þorleifs Ólafssonar. Þorleifur sleit krossband í átta liða úrslitunum gegn Benedikt og félögum og segir þjálfarinn muna rosalega um Þorleif. „Hann er eiginlega hjartað og karakterinn í þessu liði,“ segir Benedikt en hrósar um leið karakter Grindvíkinga. „Þeir hafa risahjarta og eru búnir að fara mjög langt þrátt fyrir að verða fyrir skakkafalli.“ Ólafur Ólafsson, bróðir Þorleifs, verður aftur á móti með í kvöld en hann slapp við bann eftir að hafa verið kærður til aganefndar fyrir afar óheppileg ummæli sín eftir tapið í DHL-höllinni á mánudag. Þótt líkurnar séu meiri á sigri KR segist Benedikt alls ekki þora að afskrifa Grindavíkurliðið. Þar séu leikmenn með mikla reynslu og sigurhefð sem gætu vel snúið við blaðinu eftir slátrunina í síðasta leik. Það kæmi Benedikt ekkert á óvart ef Grindavík hefði betur í kvöld. „Hins vegar sé ég ekkert lið vinna KR þrisvar í einni seríu.“Mikilvægi Lewis Clinch í úrslitakeppninniStig að meðaltali í leik Í sigurleikjunum (7): 24,1 Í tapleikjunum (5): 15,6Framlag að meðaltali í leik Í sigurleikjunum (7): 23,0 Í tapleikjunum (5): 12,23ja stiga körfur í leik Í sigurleikjunum (7): 3,1 Í tapleikjunum (5): 1,63ja stiga skotnýting Í sigurleikjunum (7): 46 prósent Í tapleikjunum (5): 30 prósent Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Grindavíkur fá KR í heimsókn í fjórða leik liðanna í kvöld í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. KR leiðir 2-1 og tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Gulklæddir heimamenn knýja fram oddaleik með sigri. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, segir möguleika Grindavíkur standa og falla með frammistöðu eins manns, Earnest Lewis Clinch Jr.Clinch verður að eiga stórleik „Möguleiki Grindavíkur felst í því að Clinch eigi stórleik. Þeir þurfa algjört toppframlag frá honum,“ segir Benedikt, sem hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum. Bæði Grindavík og KR hafa notið krafta hans þótt Vesturbæjarliðið sé það félag sem Benedikt tengist sterkustu böndum. „Kannski er KR-ingur inni í mér alltaf að þvælast fyrir mér þegar kemur að KR,“ segir Benedikt léttur um vangaveltur sínar um möguleika liðanna. Engin spurning sé þó hvorum megin gæðin liggi. „Ef þú berð saman þessi lið þá eru gæðin klárlega KR-megin. Þeir hafa breiddina,“ segir Benedikt. Bendir hann á að margreyndir landsliðsmenn á borð við Brynjar Þór Björnsson og Magna Hafsteinsson komist ekki í byrjunarlið þeirra svörtu og hvítu. „Það eru leikmenn sem myndu byrja inni á í nánast hvaða liði sem er.“Munar rosalega um Þorleif Á sama tíma séu Grindvíkingar vængbrotnir vegna meiðsla Þorleifs Ólafssonar. Þorleifur sleit krossband í átta liða úrslitunum gegn Benedikt og félögum og segir þjálfarinn muna rosalega um Þorleif. „Hann er eiginlega hjartað og karakterinn í þessu liði,“ segir Benedikt en hrósar um leið karakter Grindvíkinga. „Þeir hafa risahjarta og eru búnir að fara mjög langt þrátt fyrir að verða fyrir skakkafalli.“ Ólafur Ólafsson, bróðir Þorleifs, verður aftur á móti með í kvöld en hann slapp við bann eftir að hafa verið kærður til aganefndar fyrir afar óheppileg ummæli sín eftir tapið í DHL-höllinni á mánudag. Þótt líkurnar séu meiri á sigri KR segist Benedikt alls ekki þora að afskrifa Grindavíkurliðið. Þar séu leikmenn með mikla reynslu og sigurhefð sem gætu vel snúið við blaðinu eftir slátrunina í síðasta leik. Það kæmi Benedikt ekkert á óvart ef Grindavík hefði betur í kvöld. „Hins vegar sé ég ekkert lið vinna KR þrisvar í einni seríu.“Mikilvægi Lewis Clinch í úrslitakeppninniStig að meðaltali í leik Í sigurleikjunum (7): 24,1 Í tapleikjunum (5): 15,6Framlag að meðaltali í leik Í sigurleikjunum (7): 23,0 Í tapleikjunum (5): 12,23ja stiga körfur í leik Í sigurleikjunum (7): 3,1 Í tapleikjunum (5): 1,63ja stiga skotnýting Í sigurleikjunum (7): 46 prósent Í tapleikjunum (5): 30 prósent
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58
Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45