Sviðslistahátíð fyrir börn og unglinga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. maí 2014 09:30 Sýning Bíbí og blaka, Fetta bretta, er önnur tveggja opnunarsýninga hátíðarinnar. Við erum aðeins byrjuð en formleg opnunarhátíð verður í dag klukkan 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, formaður ASSITEJ á Íslandi, en samtökin standa þessa dagana fyrir glæsilegri sviðslistahátíð fyrir börn og ungmenni. „Eftir það eru sýningar á tveimur dansverkum fyrir börn í Tjarnarbíói, Fetta bretta, vönduð sýning Bíbí og blaka fyrir allra yngstu áhorfendurna sem naut mikilla vinsælda í fyrra, og Óður og Flexa reyna að fljúga, sem er frumsýning á glænýju íslensku verki fyrir krakka á leikskólaaldri. Hátíðin heldur svo áfram á föstudag og laugardag með alls konar skemmtilegheitum.“ Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni á laugardaginn er hollenski hópurinn Arch8 með sýninguna Murikamification. Hópurinn skapar, að sögn Vigdísar, ógleymanlega stemningu í draumkenndum göngutúr um borgina sem bæði ungir sem aldnir geta látið hrífast af. „Þetta er danshópur með rosalega skemmtilega sýningu sem hefur verið á flakki um heiminn í nokkur ár. Þau blanda saman parkúr og nútímadansi á mjög skemmtilegan máta. Þau bjóða áhorfendum í göngutúr klukkan 12 og 17 á laugardaginn og það er lagt upp frá Tjarnarbíói. Ég get lofað fólki einstakri upplifun, ég sá þessa sýningu í Austurríki og það breytti sýn minni á umhverfið.“ Er mikil uppsveifla í sviðslistum fyrir börn? „Við erum að reyna að búa hana til,“ segir Vigdís og hlær. „Það hafði lengi ríkt alveg ægilegt ástand í þessum málum. Þeir sem vildu sýna börnum sínum góða sviðslist áttu yfirleitt ekki aðra kosti en stóra glamúrus söngleiki á stórum leiksviðum. Þótt það hafi yfirleitt verið mjög vandaðar sýningar, þá bæði er miðaverð mjög hátt og þetta er bara einn angi sviðslistanna. Það hefur vantað töluvert upp á að börn og unglingar ættu völ á fjölbreyttari tegundum sviðslista. Þau hafa, alveg eins og fullorðna fólkið, mismunandi smekk og mismunandi þarfir. Það á að vera sjálfsagt í siðmenntuðu samfélagi að á boðstólum sé úrval af góðri, vandaðri og fjölbreyttri sviðslist fyrir krakka á öllum aldri.“ Menning Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Við erum aðeins byrjuð en formleg opnunarhátíð verður í dag klukkan 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, formaður ASSITEJ á Íslandi, en samtökin standa þessa dagana fyrir glæsilegri sviðslistahátíð fyrir börn og ungmenni. „Eftir það eru sýningar á tveimur dansverkum fyrir börn í Tjarnarbíói, Fetta bretta, vönduð sýning Bíbí og blaka fyrir allra yngstu áhorfendurna sem naut mikilla vinsælda í fyrra, og Óður og Flexa reyna að fljúga, sem er frumsýning á glænýju íslensku verki fyrir krakka á leikskólaaldri. Hátíðin heldur svo áfram á föstudag og laugardag með alls konar skemmtilegheitum.“ Meðal þeirra sem fram koma á hátíðinni á laugardaginn er hollenski hópurinn Arch8 með sýninguna Murikamification. Hópurinn skapar, að sögn Vigdísar, ógleymanlega stemningu í draumkenndum göngutúr um borgina sem bæði ungir sem aldnir geta látið hrífast af. „Þetta er danshópur með rosalega skemmtilega sýningu sem hefur verið á flakki um heiminn í nokkur ár. Þau blanda saman parkúr og nútímadansi á mjög skemmtilegan máta. Þau bjóða áhorfendum í göngutúr klukkan 12 og 17 á laugardaginn og það er lagt upp frá Tjarnarbíói. Ég get lofað fólki einstakri upplifun, ég sá þessa sýningu í Austurríki og það breytti sýn minni á umhverfið.“ Er mikil uppsveifla í sviðslistum fyrir börn? „Við erum að reyna að búa hana til,“ segir Vigdís og hlær. „Það hafði lengi ríkt alveg ægilegt ástand í þessum málum. Þeir sem vildu sýna börnum sínum góða sviðslist áttu yfirleitt ekki aðra kosti en stóra glamúrus söngleiki á stórum leiksviðum. Þótt það hafi yfirleitt verið mjög vandaðar sýningar, þá bæði er miðaverð mjög hátt og þetta er bara einn angi sviðslistanna. Það hefur vantað töluvert upp á að börn og unglingar ættu völ á fjölbreyttari tegundum sviðslista. Þau hafa, alveg eins og fullorðna fólkið, mismunandi smekk og mismunandi þarfir. Það á að vera sjálfsagt í siðmenntuðu samfélagi að á boðstólum sé úrval af góðri, vandaðri og fjölbreyttri sviðslist fyrir krakka á öllum aldri.“
Menning Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira