Leikur sex tónverk um strætisvagna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. maí 2014 12:00 Áshildur Haraldsdóttir býður fólki í tónleikaferðalag um Vesturbæinn í strætó. Vísir/Vilhelm Ég var um síðustu helgi að spila fjögur verk sem voru öll samin sérstaklega fyrir mig og byggð á hljóðum úr strætó og hugmyndum um strætisvagna, eftir nemendur Atla Ingólfssonar við Listaháskólann,“ segir Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, sem býður í samstarfi við Strætó upp á hringferð um Vesturbæ Reykjavíkur í dag klukkan 16. „Fyrir algjöra tilviljun var ég síðan beðin að spila annað verk um strætó á morgun og mér fannst það svo merkilegt að eftir að hafa spilað á flautu í fjörutíu ár skyldi allt í einu koma vika þar sem ég er að spila sex lög um strætó. Þannig að mér fannst langeðlilegast að spila þetta í strætisvagni. Strætó lánar bílstjóra og vagn og þetta verður lítið tónleikaferðalag sem fólk getur annaðhvort setið allan tímann eða hoppað inn og út á mismunandi stöðum. Og það kostar ekkert inn.“ Verkin eru eftir þá Daníel Helgason, Hrafnkel Flóka Kaktus Einarsson, Þorkel Nordal og Örnólf Eldon Þórsson. Auk þeirra leikur Áshildur eigið verk, „Hugljómun í leið 1“, og „Viva Strætó“ eftir Skúla Halldórsson, fyrrverandi skrifstofustjóra Strætós sem hefði orðið hundrað ára í ár. „Skúli var líka tónskáld og formaður STEFs, var með píanó á skrifstofunni sinni hjá Strætó og greip í það þegar andinn kom yfir hann,“ útskýrir Áshildur. „Og á sunnudaginn eftir viku munum við minnast hans með minningartónleikum í Hannesarholti þar sem auk mína koma fram Ágúst Ólafsson söngvari og Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari og við flytjum eingöngu lög eftir Skúla.“ Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ég var um síðustu helgi að spila fjögur verk sem voru öll samin sérstaklega fyrir mig og byggð á hljóðum úr strætó og hugmyndum um strætisvagna, eftir nemendur Atla Ingólfssonar við Listaháskólann,“ segir Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, sem býður í samstarfi við Strætó upp á hringferð um Vesturbæ Reykjavíkur í dag klukkan 16. „Fyrir algjöra tilviljun var ég síðan beðin að spila annað verk um strætó á morgun og mér fannst það svo merkilegt að eftir að hafa spilað á flautu í fjörutíu ár skyldi allt í einu koma vika þar sem ég er að spila sex lög um strætó. Þannig að mér fannst langeðlilegast að spila þetta í strætisvagni. Strætó lánar bílstjóra og vagn og þetta verður lítið tónleikaferðalag sem fólk getur annaðhvort setið allan tímann eða hoppað inn og út á mismunandi stöðum. Og það kostar ekkert inn.“ Verkin eru eftir þá Daníel Helgason, Hrafnkel Flóka Kaktus Einarsson, Þorkel Nordal og Örnólf Eldon Þórsson. Auk þeirra leikur Áshildur eigið verk, „Hugljómun í leið 1“, og „Viva Strætó“ eftir Skúla Halldórsson, fyrrverandi skrifstofustjóra Strætós sem hefði orðið hundrað ára í ár. „Skúli var líka tónskáld og formaður STEFs, var með píanó á skrifstofunni sinni hjá Strætó og greip í það þegar andinn kom yfir hann,“ útskýrir Áshildur. „Og á sunnudaginn eftir viku munum við minnast hans með minningartónleikum í Hannesarholti þar sem auk mína koma fram Ágúst Ólafsson söngvari og Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari og við flytjum eingöngu lög eftir Skúla.“
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira