Leigufélag höfuðborgarsvæðisins Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 5. maí 2014 00:00 Húsnæðismál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu, einkum og sér í lagi skortur á hentugu húsnæði fyrir ungt fólk og einnig skortur á leiguhúsnæði. Vandræðagangurinn á leigumarkaðinum er í raun ekki nýtt fyrirbæri, hann hefur verið til staðar lengi. Og í raun má segja að hann fóðri sjálfan sig, því hann gerir meðal annars að verkum að eina leiðin fyrir fólk að komast í öruggt húsnæði hefur verið að eignast eigið húsnæði, eða fara í það sem í raun er langtímaleiga hjá fjármálastofnunum.Þjónar bönkunum, ekki fólkinu Fyrirkomulagið er eins og sniðið fyrir bankana, þeir fá eins góða áhættudreifingu og hugsast getur, og þar sem allur almenningur reynir að standa í skilum með húsnæðislánin sín verður áhættan enn minni. Við þurfum að koma upp leigumarkaði sem virkar og er ekki hugsaður sem skammtíma gróðavon verktaka sem ekki tekst að selja íbúðirnar sem þeir byggja strax.Eiga yfir 2.000 íbúðir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga til samans yfir 2.000 íbúðir, sem flestar eru í leigu í sk. félagslegu kerfi, það er menn þurfa að uppfylla viss skilyrði um tekjur, félagslega stöðu og fleira til að fá þar leigt. Leigan er yfirleitt mun lægri en á almennum markaði. Reglur sveitarfélaganna eru hins vegar misjafnar og íbúðafjöldinn afar mismunandi eftir sveitarfélögum. Biðlistar eru víðast hvar langir, og ekki óalgengt að fólk þurfi að bíða eftir félagslegu húsnæði í fjögur ár. Bið á biðlista í einu sveitarfélagi þýðir ekki að menn njóti forgangs þegar flutt er milli sveitarfélaga, og við flutninginn byrja flestir á byrjunarreit.Upp úr hjólförunum En hvernig væri hægt að komast upp úr þessum hjólförum með félagslegu íbúðirnar og hvernig væri hægt að tryggja að það yrði til raunverulegur öruggur leigumarkaður á höfuðborgarsvæðinu? Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu sameiginlega að stofna leigufélag og leggja inn í það félag allar þær íbúðir sem þau eiga. Biðlisti eftir félagslegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu yrði þá einn, reglur samræmdar og gjaldskráin alls staðar sú sama. Möguleikar íbúanna á að fá félagslegt húsnæði væru þá í raun þeir sömu hvar sem þeir byggju á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt félag gæti síðan fært út kvíarnar og boðið upp á leiguhúsnæði fyrir fólk sem ekki þyrfti á félagslegri aðstoð að halda og þannig orðið það akkeri á leigumarkaði sem svo sárlega vantar á höfuðborgarsvæðinu. Með því að hafa þann möguleika inni væri í slíku félagi hægt að aðstoða fólk við að komast úr þeirri stöðu að þurfa félagslega aðstoð án þess að flytja úr íbúð sem það hefði verið í í langan tíma. Eins væri hægt að hugsa sér að íbúðir gætu komist út úr kerfinu ef íbúarnir vildu á einhverjum tíma kaupa þær.Aukin samvinna, betra samfélag Í kosningunum í vor munu húsnæðismál skipta miklu. Samvinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á sér langa sögu og í stórum málaflokkum eins og almenningssamgöngum, sorphirðu, málefnum fatlaðs fólks og fleiru er hún þegar orðin mikil. Með stofnun leigufélags gætum við bætt hag þeirra sem eru á leigumarkaði og tryggt að framboð á leiguhúsnæði, verð og gæði væru bætt íbúunum til mikilla hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið mikið til umræðu að undanförnu, einkum og sér í lagi skortur á hentugu húsnæði fyrir ungt fólk og einnig skortur á leiguhúsnæði. Vandræðagangurinn á leigumarkaðinum er í raun ekki nýtt fyrirbæri, hann hefur verið til staðar lengi. Og í raun má segja að hann fóðri sjálfan sig, því hann gerir meðal annars að verkum að eina leiðin fyrir fólk að komast í öruggt húsnæði hefur verið að eignast eigið húsnæði, eða fara í það sem í raun er langtímaleiga hjá fjármálastofnunum.Þjónar bönkunum, ekki fólkinu Fyrirkomulagið er eins og sniðið fyrir bankana, þeir fá eins góða áhættudreifingu og hugsast getur, og þar sem allur almenningur reynir að standa í skilum með húsnæðislánin sín verður áhættan enn minni. Við þurfum að koma upp leigumarkaði sem virkar og er ekki hugsaður sem skammtíma gróðavon verktaka sem ekki tekst að selja íbúðirnar sem þeir byggja strax.Eiga yfir 2.000 íbúðir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga til samans yfir 2.000 íbúðir, sem flestar eru í leigu í sk. félagslegu kerfi, það er menn þurfa að uppfylla viss skilyrði um tekjur, félagslega stöðu og fleira til að fá þar leigt. Leigan er yfirleitt mun lægri en á almennum markaði. Reglur sveitarfélaganna eru hins vegar misjafnar og íbúðafjöldinn afar mismunandi eftir sveitarfélögum. Biðlistar eru víðast hvar langir, og ekki óalgengt að fólk þurfi að bíða eftir félagslegu húsnæði í fjögur ár. Bið á biðlista í einu sveitarfélagi þýðir ekki að menn njóti forgangs þegar flutt er milli sveitarfélaga, og við flutninginn byrja flestir á byrjunarreit.Upp úr hjólförunum En hvernig væri hægt að komast upp úr þessum hjólförum með félagslegu íbúðirnar og hvernig væri hægt að tryggja að það yrði til raunverulegur öruggur leigumarkaður á höfuðborgarsvæðinu? Ég tel að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ættu sameiginlega að stofna leigufélag og leggja inn í það félag allar þær íbúðir sem þau eiga. Biðlisti eftir félagslegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu yrði þá einn, reglur samræmdar og gjaldskráin alls staðar sú sama. Möguleikar íbúanna á að fá félagslegt húsnæði væru þá í raun þeir sömu hvar sem þeir byggju á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt félag gæti síðan fært út kvíarnar og boðið upp á leiguhúsnæði fyrir fólk sem ekki þyrfti á félagslegri aðstoð að halda og þannig orðið það akkeri á leigumarkaði sem svo sárlega vantar á höfuðborgarsvæðinu. Með því að hafa þann möguleika inni væri í slíku félagi hægt að aðstoða fólk við að komast úr þeirri stöðu að þurfa félagslega aðstoð án þess að flytja úr íbúð sem það hefði verið í í langan tíma. Eins væri hægt að hugsa sér að íbúðir gætu komist út úr kerfinu ef íbúarnir vildu á einhverjum tíma kaupa þær.Aukin samvinna, betra samfélag Í kosningunum í vor munu húsnæðismál skipta miklu. Samvinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á sér langa sögu og í stórum málaflokkum eins og almenningssamgöngum, sorphirðu, málefnum fatlaðs fólks og fleiru er hún þegar orðin mikil. Með stofnun leigufélags gætum við bætt hag þeirra sem eru á leigumarkaði og tryggt að framboð á leiguhúsnæði, verð og gæði væru bætt íbúunum til mikilla hagsbóta.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun