„Þetta eru þessi mest áberandi frumelement í manninum“ Baldvin Þormóðsson skrifar 8. maí 2014 15:00 Daði Guðbjörnsson hefur verið áberandi í íslensku listalífi. mynd/einkasafn „Þessi sýning er ákveðin framþróun hjá mér, ég hef verið að taka saman þessa mörgu anga sem eru á manni sem listamanni,“ segir listmálarinn Daði Guðbjörnsson. Hann verður sextugur í næstu viku og því verður opnuð sýning á nýjum málverkum listamannsins í Galleríi Fold laugardaginn 10. maí klukkan þrjú. „Ég hef verið að stunda það sem heitir sahaja-jóga sem hefur gert það að verkum að maður verður mun markvissari og fágaðri og meira í jafnvægi í því sem maður er að gera.“ Daði útskrifaðist úr Listaakademíunni í Amsterdam árið 1984 en áður hafði hann lokið námi frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 1976 og verið áberandi í íslensku listalífi síðan hann hélt sína fyrstu sýningu árið 1980. „Ég er ekki að mála neinar týpískar nýaldarmyndir, ég er meira að vinna upp úr því sem ég var að gera áður,“ segir Daði. Sýninguna kallar hann Landslag, sjólag og sólin þar sem viðfangsefnið eru frumefni náttúrunnar, menn, sjórinn og sólin.Þegar maður er að fást við sjálfan sem er maður líka að fást við náttúruna „Þetta eru þessi mest áberandi frumelement í manninum,“ segir Daði. „Fjallið stendur fyrir grunninn í manninum, síðan er vatnið sem er eiginlega það sem ruglar mann svolítið í ríminu og kemur manni úr jafnvægi eins og hafið, það ólgar. Síðan er það sólin sem er drifkrafturinn, eins og í náttúrunni, eins konar eldsneyti í þetta allt saman.“ Daði bætir því við að vissulega séu fleiri element í manninum en honum finnist þessi áðurnefndu vera mest áberandi. „Allavega í sjálfum mér hingað til eru það þessi sem ég hef mest verið að glíma við,“ segir listamaðurinn. „Það er þannig í jógafræðunum að þessi element sem eru innra með okkur eru líka til í náttúrunni. Þegar maður er að fást við sjálfan sig þá er maður líka að fást við náttúruna, þess vegna gengur manni svona illa að temja sjálfan sig.“ Eins og áður hefur komið fram verður sýningin opnuð á laugardaginn í Galleríi Fold klukkan þrjú og verður boðið upp á afmælisköku af því tilefni. Menning Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Þessi sýning er ákveðin framþróun hjá mér, ég hef verið að taka saman þessa mörgu anga sem eru á manni sem listamanni,“ segir listmálarinn Daði Guðbjörnsson. Hann verður sextugur í næstu viku og því verður opnuð sýning á nýjum málverkum listamannsins í Galleríi Fold laugardaginn 10. maí klukkan þrjú. „Ég hef verið að stunda það sem heitir sahaja-jóga sem hefur gert það að verkum að maður verður mun markvissari og fágaðri og meira í jafnvægi í því sem maður er að gera.“ Daði útskrifaðist úr Listaakademíunni í Amsterdam árið 1984 en áður hafði hann lokið námi frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 1976 og verið áberandi í íslensku listalífi síðan hann hélt sína fyrstu sýningu árið 1980. „Ég er ekki að mála neinar týpískar nýaldarmyndir, ég er meira að vinna upp úr því sem ég var að gera áður,“ segir Daði. Sýninguna kallar hann Landslag, sjólag og sólin þar sem viðfangsefnið eru frumefni náttúrunnar, menn, sjórinn og sólin.Þegar maður er að fást við sjálfan sem er maður líka að fást við náttúruna „Þetta eru þessi mest áberandi frumelement í manninum,“ segir Daði. „Fjallið stendur fyrir grunninn í manninum, síðan er vatnið sem er eiginlega það sem ruglar mann svolítið í ríminu og kemur manni úr jafnvægi eins og hafið, það ólgar. Síðan er það sólin sem er drifkrafturinn, eins og í náttúrunni, eins konar eldsneyti í þetta allt saman.“ Daði bætir því við að vissulega séu fleiri element í manninum en honum finnist þessi áðurnefndu vera mest áberandi. „Allavega í sjálfum mér hingað til eru það þessi sem ég hef mest verið að glíma við,“ segir listamaðurinn. „Það er þannig í jógafræðunum að þessi element sem eru innra með okkur eru líka til í náttúrunni. Þegar maður er að fást við sjálfan sig þá er maður líka að fást við náttúruna, þess vegna gengur manni svona illa að temja sjálfan sig.“ Eins og áður hefur komið fram verður sýningin opnuð á laugardaginn í Galleríi Fold klukkan þrjú og verður boðið upp á afmælisköku af því tilefni.
Menning Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira