Siðþæging Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 8. maí 2014 07:00 Að biðjast afsökunar er góður siður og eitthvað sem ætti að vera hverjum manni sjálfsagt og eðlilegt. Það þarf svo vart að taka það fram að afsökunarbeiðni þarf að koma til vegna sannrar iðrunar en ekki aðeins sem taktískt útspil til að fegra eigin hlut. Það ætti að vera innifalið í hugtakinu og óþarfi að ræða það neitt meira. Við þurfum flest að biðjast afsökunar, allavega í einkalífinu, og oftast gerist það á einfaldan og eðlilegan hátt. Afsökunarbeiðnin er ein og stök, komin frá gerandanum; beiðni um afsökun. Utan einkalífsins – í þjóðfélaginu – eru persónur og leikendur fleiri. Þar virðist færast í vöxt að sett er fram beiðni um að einhver biðjist afsökunar. Það er ekkert að því, fólki er frjálst að gera það. En rétt eins og afsökunarbeiðnin sjálf þarf að vera einlæg þá þarf beiðnin um afsökunarbeiðnina að vera það einnig. Þegar hagsmunasamtök setja fram þá kröfu að einhver biðjist afsökunar á tilteknum ummælum þá má það ekki aðeins vera taktískt útspil. Sé beiðnin um afsökunarbeiðnina ekki 100% einlæg er hætt við að afsökunarbeiðnin sjálf verði það ekki heldur. Með öðrum orðum: Ef þú ert ekki móðgaður í alvöru þá skaltu ekki leggja fram beiðni um að einhver annar leggi fram afsökunarbeiðni. Flækjustigið er nógu hátt þegar menn leggja inn beiðnir fyrir beiðnum og hvað þá ef það er ekki 100% alvara að baki eða fórnarlömbin finnast ekki. Að leggja inn beiðni um afsökunarbeiðni fyrir hönd annarra er vandmeðfarið og gríðarlega misnotað. En hvers vegna skyldi fólk misnota þann möguleika? Jú, vegna þess að sá sem stígur fram með slíka beiðni fær klapp á bakið fyrir siðferðisstyrk án þess að hafa þurft að þola niðurlæginguna. Það getur verið ódýr sjálfsupphafning og sett afsökunarbeiðnir á útsöluverð. Ég vil kalla þetta „siðþægingu“. Ég veit vel að þetta orð er ekki að finna í íslenskri orðabók og biðst ég fyrir fram afsökunar á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Að biðjast afsökunar er góður siður og eitthvað sem ætti að vera hverjum manni sjálfsagt og eðlilegt. Það þarf svo vart að taka það fram að afsökunarbeiðni þarf að koma til vegna sannrar iðrunar en ekki aðeins sem taktískt útspil til að fegra eigin hlut. Það ætti að vera innifalið í hugtakinu og óþarfi að ræða það neitt meira. Við þurfum flest að biðjast afsökunar, allavega í einkalífinu, og oftast gerist það á einfaldan og eðlilegan hátt. Afsökunarbeiðnin er ein og stök, komin frá gerandanum; beiðni um afsökun. Utan einkalífsins – í þjóðfélaginu – eru persónur og leikendur fleiri. Þar virðist færast í vöxt að sett er fram beiðni um að einhver biðjist afsökunar. Það er ekkert að því, fólki er frjálst að gera það. En rétt eins og afsökunarbeiðnin sjálf þarf að vera einlæg þá þarf beiðnin um afsökunarbeiðnina að vera það einnig. Þegar hagsmunasamtök setja fram þá kröfu að einhver biðjist afsökunar á tilteknum ummælum þá má það ekki aðeins vera taktískt útspil. Sé beiðnin um afsökunarbeiðnina ekki 100% einlæg er hætt við að afsökunarbeiðnin sjálf verði það ekki heldur. Með öðrum orðum: Ef þú ert ekki móðgaður í alvöru þá skaltu ekki leggja fram beiðni um að einhver annar leggi fram afsökunarbeiðni. Flækjustigið er nógu hátt þegar menn leggja inn beiðnir fyrir beiðnum og hvað þá ef það er ekki 100% alvara að baki eða fórnarlömbin finnast ekki. Að leggja inn beiðni um afsökunarbeiðni fyrir hönd annarra er vandmeðfarið og gríðarlega misnotað. En hvers vegna skyldi fólk misnota þann möguleika? Jú, vegna þess að sá sem stígur fram með slíka beiðni fær klapp á bakið fyrir siðferðisstyrk án þess að hafa þurft að þola niðurlæginguna. Það getur verið ódýr sjálfsupphafning og sett afsökunarbeiðnir á útsöluverð. Ég vil kalla þetta „siðþægingu“. Ég veit vel að þetta orð er ekki að finna í íslenskri orðabók og biðst ég fyrir fram afsökunar á því.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun