„Mátt þú eiga þessi símtöl?“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. maí 2014 09:32 Pálmi Haraldsson fjárfestir bar vitni í Aurum-málinu í gær þar sem hann sagðist hafa verið erfiður í samningum. Vísir/Daníel Framburður tveggja vitna frá Dúbaí stangaðist á við aðalmeðferð Aurum-málsins sem var fram haldið í gær. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns í júlí 2008 sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf., sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Allir neita þeir sök. Tawhid Abdullah, sem var forstjóri félagsins Damas, sagði það hafa verið Aurum sem kom fram með kaupverðið 100 milljónir punda, sem hann hefði á endanum talið of hátt og þeir því ákveðið að viðskiptin gengju ekki eftir. Nikhil Sengupta var starfsmaður á fyrirtækjasviði NBD, National Bank of Dubai, en hann sagðist hafa verið í ríku samstarfi við Damas og hafa bent því á Aurum sem vænlegan fjárfestingarkost. Þannig hefðu viðræður hafist en þegar bankakreppan hófst haustið 2008 hefði þeim verið sjálfhætt vegna aðstæðna. Hann sagði Aurum hafa sett fram hugmynd sína um verðið sem Damas hefði talið eðlilegt verð fyrir félagið.Pálmi Haraldsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/DaníelFleiri gáfu skýrslu í málinu í gær, þar á meðal Pálmi Haraldsson sem sagðist hafa talið viðskiptin með Aurum til hagsbóta fyrir Glitni, hann hefði verið erfiður í samningum við bankann en þarna hefðu einfaldlega átt sér stað hefðbundin viðskipti. Pálmi var hissa á því þegar sérstakur saksóknari spurði hann út í símtal sem hafði verið hlerað milli Pálma og lögmanns hans. „Mátt þú eiga þessi símtöl?“ spurði Pálmi fyrir dómi í gær. Fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni á árunum 2007 til 2008 gáfu einnig skýrslu í gær, en deilt hafði verið um hvort þeir hefðu bein tengsl við málið og mættu þar af leiðandi gefa skýrslu eða ekki.Lárus Welding mætir til leiks í gær.Vísir/DaníelÖllum bar þeim saman um að hafa ekki orðið varir við að Lárus Welding hefði verið beittur þrýstingi af hálfu stærstu hluthafa bankans né heldur að bankinn hefði tekið sérstakt tillit til hagsmuna stærstu hluthafanna í rekstri sínum. Aðalmeðferðin heldur áfram í dag þegar síðustu vitnin gefa skýrslu. Meðal þeirra sem bera vitni í dag er Bjarni Ármannsson. Þá hefst einnig munnlegur málflutningur þar sem sérstakur saksóknari og verjendur halda ræður sínar. Málflutningurinn mun standa yfir fram á föstudag þegar málið verður dómtekið. Aurum Holding málið Tengdar fréttir „Það var sætari stelpa á ballinu“ Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. 14. maí 2014 12:58 Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03 Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46 Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Framburður tveggja vitna frá Dúbaí stangaðist á við aðalmeðferð Aurum-málsins sem var fram haldið í gær. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns í júlí 2008 sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf., sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Allir neita þeir sök. Tawhid Abdullah, sem var forstjóri félagsins Damas, sagði það hafa verið Aurum sem kom fram með kaupverðið 100 milljónir punda, sem hann hefði á endanum talið of hátt og þeir því ákveðið að viðskiptin gengju ekki eftir. Nikhil Sengupta var starfsmaður á fyrirtækjasviði NBD, National Bank of Dubai, en hann sagðist hafa verið í ríku samstarfi við Damas og hafa bent því á Aurum sem vænlegan fjárfestingarkost. Þannig hefðu viðræður hafist en þegar bankakreppan hófst haustið 2008 hefði þeim verið sjálfhætt vegna aðstæðna. Hann sagði Aurum hafa sett fram hugmynd sína um verðið sem Damas hefði talið eðlilegt verð fyrir félagið.Pálmi Haraldsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/DaníelFleiri gáfu skýrslu í málinu í gær, þar á meðal Pálmi Haraldsson sem sagðist hafa talið viðskiptin með Aurum til hagsbóta fyrir Glitni, hann hefði verið erfiður í samningum við bankann en þarna hefðu einfaldlega átt sér stað hefðbundin viðskipti. Pálmi var hissa á því þegar sérstakur saksóknari spurði hann út í símtal sem hafði verið hlerað milli Pálma og lögmanns hans. „Mátt þú eiga þessi símtöl?“ spurði Pálmi fyrir dómi í gær. Fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni á árunum 2007 til 2008 gáfu einnig skýrslu í gær, en deilt hafði verið um hvort þeir hefðu bein tengsl við málið og mættu þar af leiðandi gefa skýrslu eða ekki.Lárus Welding mætir til leiks í gær.Vísir/DaníelÖllum bar þeim saman um að hafa ekki orðið varir við að Lárus Welding hefði verið beittur þrýstingi af hálfu stærstu hluthafa bankans né heldur að bankinn hefði tekið sérstakt tillit til hagsmuna stærstu hluthafanna í rekstri sínum. Aðalmeðferðin heldur áfram í dag þegar síðustu vitnin gefa skýrslu. Meðal þeirra sem bera vitni í dag er Bjarni Ármannsson. Þá hefst einnig munnlegur málflutningur þar sem sérstakur saksóknari og verjendur halda ræður sínar. Málflutningurinn mun standa yfir fram á föstudag þegar málið verður dómtekið.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir „Það var sætari stelpa á ballinu“ Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. 14. maí 2014 12:58 Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03 Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46 Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
„Það var sætari stelpa á ballinu“ Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. 14. maí 2014 12:58
Báru vitni frá Dubai Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu. 14. maí 2014 12:03
Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46
Segir samningamennina hafa verið vonda Fyrrverandi stjórnarmenn Glitnis báru í dag vitni símleiðis í Aurum-málinu. 14. maí 2014 15:08