Eftirsóttir varahlutir Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 20. maí 2014 07:00 Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. Líffæri geta bjargað mannslífum og aukið lífsgæði fólks. Flestir vilja láta gott af sér leiða og gefa líffæri sín ef mögulegt er en þó eru ýmsar siðferðislegar og praktískar spurningar sem vakna þegar til umræðu er að breyta lögum á þann veg að gert verði ráð fyrir ætluðu samþykki fyrir líffæragjöf.Ekki tímabærar lagabreytingar Undirrituð lagði fram frumvarp á haustmánuðum þar sem lögð er til breyting á lögum um brottnám líffæra nr. 16/1991. Takmark lagabreytingarinnar er að fjölga líffæragjöfum. Frumvarpið hefur verið til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis í allan vetur og nefndin hefur skoðað málin niður í kjölinn með því að fá umsagnir og heimsóknir frá ýmsum sem málinu tengjast. Nefndin lagði fram nefndarálit með frávísunartillögu nýlega og Alþingi samþykkti hana. Málið er þó ekki tapað. Menn eru sammála um að brýnt sé að fjölga líffæragjöfum. Nefndin telur hins vegar ekki tímabært að leggja til þessa grundvallarlagabreytingu þar sem breytingin ein og sér hefur ekki tilætluð áhrif skv. reynslu annarra þjóða og einnig gæti hún vegið að sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga.Skref í rétta átt Þess ber að geta að þetta mál hefur verið flutt tvisvar áður á Alþingi og því telst þessi afgreiðsla viss áfangasigur fyrir framgöngu þess þó svo að lagabreytingin hafi ekki verið samþykkt. Málið er flókið og afar viðkvæmt að mörgu leyti. Eins og fyrr segir þá var samþykkt á Alþingi þann 12. maí að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem unnið verði áfram að málinu og nokkur atriði tekin til sérstakrar skoðunar, m.a. að útbúið verði fræðsluefni um líffæragjöf, markvisst verði unnið að þjálfun og fræðslu heilbrigðisstarfsfólks og aðgengilegt verði fyrir einstaklinga að skrá vilja sinn til líffæragjafa. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili Alþingi skýrslu á vorþingi 2015 þar sem fram komi niðurstaða þeirrar vinnu sem lögð er til. Einnig leggur nefndin til að 29. janúar ár hvert verði dagur líffæragjafa. Þar með haldi umræðan um þessi mál áfram í þjóðfélaginu og veki fólk til vitundar um mikilvægi þess að skrá sig sem líffæragjafa. Vonandi eru þetta allt lítil skref í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. Líffæri geta bjargað mannslífum og aukið lífsgæði fólks. Flestir vilja láta gott af sér leiða og gefa líffæri sín ef mögulegt er en þó eru ýmsar siðferðislegar og praktískar spurningar sem vakna þegar til umræðu er að breyta lögum á þann veg að gert verði ráð fyrir ætluðu samþykki fyrir líffæragjöf.Ekki tímabærar lagabreytingar Undirrituð lagði fram frumvarp á haustmánuðum þar sem lögð er til breyting á lögum um brottnám líffæra nr. 16/1991. Takmark lagabreytingarinnar er að fjölga líffæragjöfum. Frumvarpið hefur verið til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis í allan vetur og nefndin hefur skoðað málin niður í kjölinn með því að fá umsagnir og heimsóknir frá ýmsum sem málinu tengjast. Nefndin lagði fram nefndarálit með frávísunartillögu nýlega og Alþingi samþykkti hana. Málið er þó ekki tapað. Menn eru sammála um að brýnt sé að fjölga líffæragjöfum. Nefndin telur hins vegar ekki tímabært að leggja til þessa grundvallarlagabreytingu þar sem breytingin ein og sér hefur ekki tilætluð áhrif skv. reynslu annarra þjóða og einnig gæti hún vegið að sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga.Skref í rétta átt Þess ber að geta að þetta mál hefur verið flutt tvisvar áður á Alþingi og því telst þessi afgreiðsla viss áfangasigur fyrir framgöngu þess þó svo að lagabreytingin hafi ekki verið samþykkt. Málið er flókið og afar viðkvæmt að mörgu leyti. Eins og fyrr segir þá var samþykkt á Alþingi þann 12. maí að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem unnið verði áfram að málinu og nokkur atriði tekin til sérstakrar skoðunar, m.a. að útbúið verði fræðsluefni um líffæragjöf, markvisst verði unnið að þjálfun og fræðslu heilbrigðisstarfsfólks og aðgengilegt verði fyrir einstaklinga að skrá vilja sinn til líffæragjafa. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili Alþingi skýrslu á vorþingi 2015 þar sem fram komi niðurstaða þeirrar vinnu sem lögð er til. Einnig leggur nefndin til að 29. janúar ár hvert verði dagur líffæragjafa. Þar með haldi umræðan um þessi mál áfram í þjóðfélaginu og veki fólk til vitundar um mikilvægi þess að skrá sig sem líffæragjafa. Vonandi eru þetta allt lítil skref í rétta átt.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun