Eiður enn inn í myndinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. júní 2014 07:00 Bræðurnir Aron Einar Gunnarsson og Arnór Þór Gunnarsson. Fréttablaðið/Daníel „Það verður engin tilraunastarfsemi í þessum leik enda engin tilraunadýr í hópnum,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari léttur. Strákarnir hans og Lars Lagerbäck spila gegn Eistum á Laugardalsvelli annað kvöld en þetta er seinni vináttulandsleikur Íslands í þessari landsleikjahrinu. Strákarnir gerðu 1-1 jafntefli gegn Austurríki ytra á dögunum og það voru fín úrslit gegn liði sem er í 40. sæti á FIFA-listanum. Ísland er í 58. sæti á listanum og það er krafa á sigur gegn Eistum annað kvöld en þeir eru í 93. sæti listans. Leikina þarf líka að nýta vel þar sem Ísland fær engan vináttulandsleik í ágúst. „Þetta eru mikilvægir leikir fyrir okkur áður en alvaran byrjar í september. Við fáum enga æfingaleiki í ágúst en stóru liðin sem taka þátt í stórmótum eru saman í einn og hálfan mánuð. Það segir sig sjálft að bilið á milli stóru og litlu liðanna mun aukast. Það eru því miður engar líkur á því að við fáum leik í ágúst.“Hentugir andstæðingar Heimir segir fínt að fá leiki gegn Austurríki og Eistum, enda eigi þau margt sameiginlegt með liðunum sem Ísland mætir í undankeppni EM. „Austurríkismenn eru svipaðir í styrkleika og Tyrkir og Tékkar. Að sama skapi eru Eistarnir á svipuðum slóðum og Lettar og Kasakstan. Við getum því verið með sínar áherslurnar í hvorum leiknum, sem er kærkomið,“ segir Heimir. Lars Lagerbäck deilir nú landsliðsþjálfarastöðunni með Heimi og hann tekur í svipaðan streng. „Það sem er gott við okkar lið er hvað leikmenn leggja mikið á sig. Það er mjög gott að hafa tekið inn unga stráka sem geta kynnst okkar vinnu og við þeim,“ segir Svíinn og tekur undir að Lettar spili svipað og Eistar. „Þetta eru mjög svipuð lið og því er gott fyrir okkur að fá þennan leik. Þau gerðu markalaust jafntefli á dögunum sem styður það. Við stefnum að sjálfsögðu á sigur og það væru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Við erum lið sem stefnir á lokamót EM og þá eigum við að vinna lið eins og Eistland með fullri virðingu fyrir þeim. Sérstaklega á heimavelli.“ Það er vissulega mjög slæmt að Ísland fái enga leiki í ágúst enda byrjar undankeppni EM á mjög mikilvægum leikjum gegn Tyrkjum og Lettum. „Það skiptir öllu máli að byrja þessa keppni vel. Markmið okkar er að vera í topp tveimur og því verðum við að byrja vel,“ segir Heimir en Lars býst ekki við miklum breytingum á hópnum í næstu keppni þó svo að þeir séu að prófa nýja menn núna. „Flestir strákarnir í liðinu eru á flottum aldri og að spila mikið. Auðvitað þurfum við samt að taka stöðuna aftur í haust og sjá til hverjir eru í formi og svona áður en við veljum hópinn. Það eru vissulega áhugaverðir ungir strákar að banka upp á og það er mjög jákvætt.“Óvissa með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen færði liðinu mikið í síðustu undankeppni en framtíð hans er í lausu lofti sem og framhaldið með landsliðinu. „Við höfum rætt við Eið og munum ekki taka neina ákvörðun um framhaldið hjá honum með landsliðinu fyrr en hann hefur ákveðið hvað hann ætlar að gera. Það er alls ekki búið að loka neinum dyrum. Ef hann heldur áfram að spila með góðu liði og heldur sér í formi þá verður hann klárlega áfram í hópnum hjá okkur. Hann segist ekki hafa hugmynd um hvað gerist hjá honum í sumar,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
„Það verður engin tilraunastarfsemi í þessum leik enda engin tilraunadýr í hópnum,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari léttur. Strákarnir hans og Lars Lagerbäck spila gegn Eistum á Laugardalsvelli annað kvöld en þetta er seinni vináttulandsleikur Íslands í þessari landsleikjahrinu. Strákarnir gerðu 1-1 jafntefli gegn Austurríki ytra á dögunum og það voru fín úrslit gegn liði sem er í 40. sæti á FIFA-listanum. Ísland er í 58. sæti á listanum og það er krafa á sigur gegn Eistum annað kvöld en þeir eru í 93. sæti listans. Leikina þarf líka að nýta vel þar sem Ísland fær engan vináttulandsleik í ágúst. „Þetta eru mikilvægir leikir fyrir okkur áður en alvaran byrjar í september. Við fáum enga æfingaleiki í ágúst en stóru liðin sem taka þátt í stórmótum eru saman í einn og hálfan mánuð. Það segir sig sjálft að bilið á milli stóru og litlu liðanna mun aukast. Það eru því miður engar líkur á því að við fáum leik í ágúst.“Hentugir andstæðingar Heimir segir fínt að fá leiki gegn Austurríki og Eistum, enda eigi þau margt sameiginlegt með liðunum sem Ísland mætir í undankeppni EM. „Austurríkismenn eru svipaðir í styrkleika og Tyrkir og Tékkar. Að sama skapi eru Eistarnir á svipuðum slóðum og Lettar og Kasakstan. Við getum því verið með sínar áherslurnar í hvorum leiknum, sem er kærkomið,“ segir Heimir. Lars Lagerbäck deilir nú landsliðsþjálfarastöðunni með Heimi og hann tekur í svipaðan streng. „Það sem er gott við okkar lið er hvað leikmenn leggja mikið á sig. Það er mjög gott að hafa tekið inn unga stráka sem geta kynnst okkar vinnu og við þeim,“ segir Svíinn og tekur undir að Lettar spili svipað og Eistar. „Þetta eru mjög svipuð lið og því er gott fyrir okkur að fá þennan leik. Þau gerðu markalaust jafntefli á dögunum sem styður það. Við stefnum að sjálfsögðu á sigur og það væru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Við erum lið sem stefnir á lokamót EM og þá eigum við að vinna lið eins og Eistland með fullri virðingu fyrir þeim. Sérstaklega á heimavelli.“ Það er vissulega mjög slæmt að Ísland fái enga leiki í ágúst enda byrjar undankeppni EM á mjög mikilvægum leikjum gegn Tyrkjum og Lettum. „Það skiptir öllu máli að byrja þessa keppni vel. Markmið okkar er að vera í topp tveimur og því verðum við að byrja vel,“ segir Heimir en Lars býst ekki við miklum breytingum á hópnum í næstu keppni þó svo að þeir séu að prófa nýja menn núna. „Flestir strákarnir í liðinu eru á flottum aldri og að spila mikið. Auðvitað þurfum við samt að taka stöðuna aftur í haust og sjá til hverjir eru í formi og svona áður en við veljum hópinn. Það eru vissulega áhugaverðir ungir strákar að banka upp á og það er mjög jákvætt.“Óvissa með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen færði liðinu mikið í síðustu undankeppni en framtíð hans er í lausu lofti sem og framhaldið með landsliðinu. „Við höfum rætt við Eið og munum ekki taka neina ákvörðun um framhaldið hjá honum með landsliðinu fyrr en hann hefur ákveðið hvað hann ætlar að gera. Það er alls ekki búið að loka neinum dyrum. Ef hann heldur áfram að spila með góðu liði og heldur sér í formi þá verður hann klárlega áfram í hópnum hjá okkur. Hann segist ekki hafa hugmynd um hvað gerist hjá honum í sumar,“ segir Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira