Vitleysa leiðrétt Sigurjón Þórðarson skrifar 6. júní 2014 07:00 Þröstur Ólafsson ritar grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni „Að vernda vitleysuna, eða…?” Í greininni er því haldið fram að helstu nytjastofnar á Íslandsmiðum hafi verið að eyðast um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sú fullyrðing stenst enga skoðun og er í raun alger vitleysa ef eitthvert mark má taka á tölfræði Hafró. Í skýrslum Hafró kemur fram að á tímabilinu 1980–1985 hafi bæði nýliðun þorsks verið meiri og viðmiðunarstofn stærri á Íslandsmiðum en hann var áætlaður 2008–2013. Það að veiðin á seinna tímabilinu sé helmingurinn af því sem hún var á því fyrra hefur hvorki skilað meiri nýliðun né stærri viðmiðunarstofni. Allt bendir því til þess að veiðistjórnunin hafi verið algerlega misheppnuð. Ekki ætla ég að elta ólar við fráleita vitleysu eins og þá að setja vöxt og viðgang fiskistofna í samhengi við gróður á hálendi landsins. Ég ætla einnig að láta Vestfirðingum og íbúum Djúpavogs eftir að deila við hagfræðinginn um hagræðingu kvótakerfisins en mér finnst þó rétt að benda á vitleysuna við að setja þá hamingju alla í samhengi við afskriftir, lækkað fasteignaverð, minni afla, skuldsetningu og aldinn fiskiskipaflota landsmanna. Einhver kann að ætla að þrátt fyrir að framangreindur samanburður gefi kvótakerfinu falleinkunn, þá megi búast við betri tíð og aflaaukningu á næstunni, en svo er alls ekki þar sem stofnvísitala þorsks lækkaði í ár annað árið í röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þröstur Ólafsson ritar grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni „Að vernda vitleysuna, eða…?” Í greininni er því haldið fram að helstu nytjastofnar á Íslandsmiðum hafi verið að eyðast um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sú fullyrðing stenst enga skoðun og er í raun alger vitleysa ef eitthvert mark má taka á tölfræði Hafró. Í skýrslum Hafró kemur fram að á tímabilinu 1980–1985 hafi bæði nýliðun þorsks verið meiri og viðmiðunarstofn stærri á Íslandsmiðum en hann var áætlaður 2008–2013. Það að veiðin á seinna tímabilinu sé helmingurinn af því sem hún var á því fyrra hefur hvorki skilað meiri nýliðun né stærri viðmiðunarstofni. Allt bendir því til þess að veiðistjórnunin hafi verið algerlega misheppnuð. Ekki ætla ég að elta ólar við fráleita vitleysu eins og þá að setja vöxt og viðgang fiskistofna í samhengi við gróður á hálendi landsins. Ég ætla einnig að láta Vestfirðingum og íbúum Djúpavogs eftir að deila við hagfræðinginn um hagræðingu kvótakerfisins en mér finnst þó rétt að benda á vitleysuna við að setja þá hamingju alla í samhengi við afskriftir, lækkað fasteignaverð, minni afla, skuldsetningu og aldinn fiskiskipaflota landsmanna. Einhver kann að ætla að þrátt fyrir að framangreindur samanburður gefi kvótakerfinu falleinkunn, þá megi búast við betri tíð og aflaaukningu á næstunni, en svo er alls ekki þar sem stofnvísitala þorsks lækkaði í ár annað árið í röð.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar