Handónýt ríkisstjórn? Ögmundur Jónasson skrifar 11. júní 2014 07:00 Þegar ég kom inn á þing um miðjan tíunda áratuginn minnist ég kröftugs málflutnings gegn kvótakerfinu. Með því væri verið að færa tilteknum aðilum eignarhald á sjávarauðlindinni. Framsalið væri augljósasta vísbending þessa auk veðsetningar á óveiddum afla. Þessu svöruðu verjendur kerfisins með því að vísa í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða frá 1990 en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“Aðgangseyri að auðlindinni Nú líður og bíður. Haldið er áfram að veðsetja auðlindina og færist smám saman í vöxt að taka fjármuni sem þannig eru fengnir út úr sjávarútvegi og braska með á óskyldum sviðum. Á bak við fjármagnið var hins vegar engin verðmætasköpun í núinu. Þarna hófst ferill sem endaði í október 2008 með allsherjarhruni. En til að gera langa sögu stutta þá komu í tíð síðustu ríkisstjórnar fram tillögur um að krefja útgerðarfyrirtæki um talsverðan aðgangseyri að auðlindinni. Þessu var mótmælt af hálfu útgerðarfyrirtækja og bandamanna þeirra. Ég minnist fyrrverandi lagaprófessors sem hélt því blákalt fram að með gjaldtökunni væri gengið á eignarréttinn. Þrátt fyrir tilvitnaða grein fiskveiðistjórnunarlaga hefði myndast hefðarréttur til eignar. Hann yrði að virða! Gjaldtakan væri því óheimil. Í náttúruverndarlögum eru skýr ákvæði um heimildir til gjaldtöku. Bannað að rukka ferðamenn í eiginhagnaðarskyni. Engu að síður tíðkast það við Kerið í Grímsnesi. Þar eru teknir peningar af fólki þótt það stríði gegn landslögum og þúsund ára hefð. Ríkisstjórnin lætur þetta gott heita. Ferðamálaráðherrann hefur meira að segja sagt að rukkunin gangi prýðisvel! Þar með hefur ríkisstjórnin brugðist því grundvallarhlutverki sínu að verja fólk gegn ránsmönnum. Slík ríkisstjórn er handónýt. Hvers vegna þá spurningarmerkið í fyrirsögninni? Það er vegna þess að ríkisstjórnin er meðvirk í því að kvótavæða náttúru Íslands, skapa ránsmönnum hefðarrétt til tollheimtu. Þar með er hún landeigendum við Kerið ekki ónýt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég kom inn á þing um miðjan tíunda áratuginn minnist ég kröftugs málflutnings gegn kvótakerfinu. Með því væri verið að færa tilteknum aðilum eignarhald á sjávarauðlindinni. Framsalið væri augljósasta vísbending þessa auk veðsetningar á óveiddum afla. Þessu svöruðu verjendur kerfisins með því að vísa í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða frá 1990 en þar segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“Aðgangseyri að auðlindinni Nú líður og bíður. Haldið er áfram að veðsetja auðlindina og færist smám saman í vöxt að taka fjármuni sem þannig eru fengnir út úr sjávarútvegi og braska með á óskyldum sviðum. Á bak við fjármagnið var hins vegar engin verðmætasköpun í núinu. Þarna hófst ferill sem endaði í október 2008 með allsherjarhruni. En til að gera langa sögu stutta þá komu í tíð síðustu ríkisstjórnar fram tillögur um að krefja útgerðarfyrirtæki um talsverðan aðgangseyri að auðlindinni. Þessu var mótmælt af hálfu útgerðarfyrirtækja og bandamanna þeirra. Ég minnist fyrrverandi lagaprófessors sem hélt því blákalt fram að með gjaldtökunni væri gengið á eignarréttinn. Þrátt fyrir tilvitnaða grein fiskveiðistjórnunarlaga hefði myndast hefðarréttur til eignar. Hann yrði að virða! Gjaldtakan væri því óheimil. Í náttúruverndarlögum eru skýr ákvæði um heimildir til gjaldtöku. Bannað að rukka ferðamenn í eiginhagnaðarskyni. Engu að síður tíðkast það við Kerið í Grímsnesi. Þar eru teknir peningar af fólki þótt það stríði gegn landslögum og þúsund ára hefð. Ríkisstjórnin lætur þetta gott heita. Ferðamálaráðherrann hefur meira að segja sagt að rukkunin gangi prýðisvel! Þar með hefur ríkisstjórnin brugðist því grundvallarhlutverki sínu að verja fólk gegn ránsmönnum. Slík ríkisstjórn er handónýt. Hvers vegna þá spurningarmerkið í fyrirsögninni? Það er vegna þess að ríkisstjórnin er meðvirk í því að kvótavæða náttúru Íslands, skapa ránsmönnum hefðarrétt til tollheimtu. Þar með er hún landeigendum við Kerið ekki ónýt.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar