Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Andri Ólafsson skrifar 23. júní 2014 07:00 Samherji vill meina að Ingveldur hafi brotið lög með að heimila húsleit hjá Samherja, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Dótturfyrirtæki Samherja leggur í dag fram kæru til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot í opinberu starfi. Ingveldur er settur hæstaréttardómari en var áður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kæran lýtur að meintum brotum Ingveldar í mars 2012 þegar hún sem héraðsdómari veitti Seðlabanka Íslands heimild til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nokkrum fyrirtækjum í tengslum við rannsókn bankans á meintum brotum á gjaldeyrislögum. Ingveldur er kærð fyrir brot á hegningarlögum en þar segir meðal annars í 131. grein að ef dómari sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins framkvæmir ólöglega leit eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni varði það sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Í kærunni er dómarinn sagður hafa brotið gegn þessu ákvæði með því að vanrækja að kanna hvort Seðlabankinn yfir höfuð hefði lagaheimild til að ráðast í húsleit, en fyrirtækið telur svo ekki vera. Þá hafi engar upplýsingar, rökstuðningur eða gögn legið fyrir í beiðnum um dótturfyrirtækið sem stendur að kærunni eða ætluð brot þess. Að auki telur fyrirtækið að dómarinn hafi brotið gegn sakamálalögum með því að hafa ekki varðveitt nein fylgiskjöl eða gögn sem lögð voru fram við fyrirtöku málsins. Héraðsdómur sendi Samherja yfirlýsingu í desember þar sem staðfest er að slík gögn eru ekki varðveitt hjá dómstólnum. Slíkt er hins vegar áskilið í lögum um meðferð sakamála, þar sem segir að þau skuli varðveitt í skjalasafni dómsins þar til þau verði afhent Þjóðskjalasafni. Þannig hafi fyrirtækinu reynst útilokað að ganga úr skugga um hvernig málatilbúnaður Seðlabankans hafi í raun legið fyrir héraðsdómi við uppkvaðningu úrskurðanna um húsleit og haldlagningu. Í kærunni kemur einnig fram að annar dómari, Ingimundur Einarsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur og bróðir Ingveldar, hafi einnig brotið gegn sömu ákvæðum, en lagt er í hendur lögreglu að meta hvort sú háttsemi hans varði við almenn hegningarlög. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Dótturfyrirtæki Samherja leggur í dag fram kæru til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot í opinberu starfi. Ingveldur er settur hæstaréttardómari en var áður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kæran lýtur að meintum brotum Ingveldar í mars 2012 þegar hún sem héraðsdómari veitti Seðlabanka Íslands heimild til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nokkrum fyrirtækjum í tengslum við rannsókn bankans á meintum brotum á gjaldeyrislögum. Ingveldur er kærð fyrir brot á hegningarlögum en þar segir meðal annars í 131. grein að ef dómari sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins framkvæmir ólöglega leit eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni varði það sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Í kærunni er dómarinn sagður hafa brotið gegn þessu ákvæði með því að vanrækja að kanna hvort Seðlabankinn yfir höfuð hefði lagaheimild til að ráðast í húsleit, en fyrirtækið telur svo ekki vera. Þá hafi engar upplýsingar, rökstuðningur eða gögn legið fyrir í beiðnum um dótturfyrirtækið sem stendur að kærunni eða ætluð brot þess. Að auki telur fyrirtækið að dómarinn hafi brotið gegn sakamálalögum með því að hafa ekki varðveitt nein fylgiskjöl eða gögn sem lögð voru fram við fyrirtöku málsins. Héraðsdómur sendi Samherja yfirlýsingu í desember þar sem staðfest er að slík gögn eru ekki varðveitt hjá dómstólnum. Slíkt er hins vegar áskilið í lögum um meðferð sakamála, þar sem segir að þau skuli varðveitt í skjalasafni dómsins þar til þau verði afhent Þjóðskjalasafni. Þannig hafi fyrirtækinu reynst útilokað að ganga úr skugga um hvernig málatilbúnaður Seðlabankans hafi í raun legið fyrir héraðsdómi við uppkvaðningu úrskurðanna um húsleit og haldlagningu. Í kærunni kemur einnig fram að annar dómari, Ingimundur Einarsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur og bróðir Ingveldar, hafi einnig brotið gegn sömu ákvæðum, en lagt er í hendur lögreglu að meta hvort sú háttsemi hans varði við almenn hegningarlög.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira