Tilboð um heilbrigða samkeppni Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. júlí 2014 06:00 Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verzlun hér á landi, eins og fjölmiðlar hafa sagt frá undanfarna daga. Sögunni fylgir að Costco vilji líka fá að byggja fjölorkustöð og biðji um undanþágur frá ýmsum íslenzkum lögum og reglum. Þannig vill fyrirtækið fá að flytja inn ferskt kjöt og selja bæði lyf og áfengi í verzlunum sínum – eins og það gerir annars staðar þar sem það starfar. Fyrstu viðbrögð margra við fréttum af þessum óskum Costco eru að hrista hausinn og segja að þetta verði auðvitað aldrei samþykkt. Þessir útlendingar séu galnir að halda að reglunum verði breytt fyrir þá, fyrst þeim hefur ekki verið breytt fyrir íslenzk smásölufyrirtæki. Og er ekki komið nóg af þessum benzínstöðvum? En við getum líka spurt: Af hverju nálgast Costco málið með þessum hætti? Getur það verið að það sé vegna þess að á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar á sé meginreglan sú að það sé hægt að flytja ferska búvöru á milli landa, selja áfengi í matvörubúðum og lausasölulyf sömuleiðis? Og að það sé bara partur af heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum? Segir þetta okkur kannski eitthvað um að það séu samkeppnisaðstæður á íslenzka markaðnum sem eru brenglaðar, fremur en hugmyndir útlendu fjárfestanna? Hvað myndi gerast ef áfengi yrði selt í matvöruverzlunum? Er eitthvert ófremdarástand þar sem það er gert, til dæmis í Bandaríkjunum, Danmörku eða Þýzkalandi? Það er ekki víst að verðið myndi lækka mikið, til þess eru opinberar álögur á áfengi of brjálæðislega háar. Það væri neytendum hins vegar til þægindaauka að geta keypt vínflöskuna í sömu búð og steikina og hugsanlega fengjum við öðruvísi vöruúrval. Hefðu lyfsalar ekki líka bara virkilega gott af samkeppni í sölu lausasölulyfja? Eða er eitthvað við fyrirkomulagið í til dæmis Bandaríkjunum, Bretlandi eða Danmörku sem myndi setja lýðheilsu á Íslandi á hliðina? Og svo er það þetta með benzínstöðina – reynslan af innkomu Atlantsolíu á markaðinn sýnir að skipulagsyfirvöld eru sein til að finna lóðir fyrir nýja keppinauta, en að það er engu að síður vel hægt. Og sama reynsla sýnir að benzínstöð getur verið lítil og pen - henni þarf ekki endilega að fylgja glerhöll til að selja pulsur. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur tekið vel í beiðni Costco og sagði í samtali við RÚV að íslenzk stjórnvöld væru reiðubúin að gera það sem í þeirra valdi stæði til að „greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“ Rök ráðherrans eru að tilkoma Costco á markaði myndi efla samkeppnina, væntanlega lækka vöruverð og auka fjölbreytni í vöruúrvali. Ragnheiður Elín ætti að beita sér fyrir því að Costco þurfi engar undanþágur – enda væri það aldrei verjandi gagnvart innlendum smásölufyrirtækjum – heldur verði reglunum á íslenzkum smásölumarkaði einfaldlega breytt til að auka frjálsræði og heilbrigða samkeppni og afnema séríslenzk boð og bönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga á að opna verzlun hér á landi, eins og fjölmiðlar hafa sagt frá undanfarna daga. Sögunni fylgir að Costco vilji líka fá að byggja fjölorkustöð og biðji um undanþágur frá ýmsum íslenzkum lögum og reglum. Þannig vill fyrirtækið fá að flytja inn ferskt kjöt og selja bæði lyf og áfengi í verzlunum sínum – eins og það gerir annars staðar þar sem það starfar. Fyrstu viðbrögð margra við fréttum af þessum óskum Costco eru að hrista hausinn og segja að þetta verði auðvitað aldrei samþykkt. Þessir útlendingar séu galnir að halda að reglunum verði breytt fyrir þá, fyrst þeim hefur ekki verið breytt fyrir íslenzk smásölufyrirtæki. Og er ekki komið nóg af þessum benzínstöðvum? En við getum líka spurt: Af hverju nálgast Costco málið með þessum hætti? Getur það verið að það sé vegna þess að á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar á sé meginreglan sú að það sé hægt að flytja ferska búvöru á milli landa, selja áfengi í matvörubúðum og lausasölulyf sömuleiðis? Og að það sé bara partur af heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum? Segir þetta okkur kannski eitthvað um að það séu samkeppnisaðstæður á íslenzka markaðnum sem eru brenglaðar, fremur en hugmyndir útlendu fjárfestanna? Hvað myndi gerast ef áfengi yrði selt í matvöruverzlunum? Er eitthvert ófremdarástand þar sem það er gert, til dæmis í Bandaríkjunum, Danmörku eða Þýzkalandi? Það er ekki víst að verðið myndi lækka mikið, til þess eru opinberar álögur á áfengi of brjálæðislega háar. Það væri neytendum hins vegar til þægindaauka að geta keypt vínflöskuna í sömu búð og steikina og hugsanlega fengjum við öðruvísi vöruúrval. Hefðu lyfsalar ekki líka bara virkilega gott af samkeppni í sölu lausasölulyfja? Eða er eitthvað við fyrirkomulagið í til dæmis Bandaríkjunum, Bretlandi eða Danmörku sem myndi setja lýðheilsu á Íslandi á hliðina? Og svo er það þetta með benzínstöðina – reynslan af innkomu Atlantsolíu á markaðinn sýnir að skipulagsyfirvöld eru sein til að finna lóðir fyrir nýja keppinauta, en að það er engu að síður vel hægt. Og sama reynsla sýnir að benzínstöð getur verið lítil og pen - henni þarf ekki endilega að fylgja glerhöll til að selja pulsur. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur tekið vel í beiðni Costco og sagði í samtali við RÚV að íslenzk stjórnvöld væru reiðubúin að gera það sem í þeirra valdi stæði til að „greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“ Rök ráðherrans eru að tilkoma Costco á markaði myndi efla samkeppnina, væntanlega lækka vöruverð og auka fjölbreytni í vöruúrvali. Ragnheiður Elín ætti að beita sér fyrir því að Costco þurfi engar undanþágur – enda væri það aldrei verjandi gagnvart innlendum smásölufyrirtækjum – heldur verði reglunum á íslenzkum smásölumarkaði einfaldlega breytt til að auka frjálsræði og heilbrigða samkeppni og afnema séríslenzk boð og bönn.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun