Spurt er um ár… Atli Fannar Bjarkason skrifar 10. júlí 2014 07:00 Þýskaland leikur til úrslita á heimsmeistaramótinu í fótbolta en ekki eru allir sáttir við að Ríkissjónvarpið sýni leiki mótsins. Sumir kvarta yfir því að framlengingar seinki fréttatímum en aðrir eru hæstánægðir. Í Bandaríkjunum birta fjölmiðlar fréttir um að fótbolti sé að ná vinsældum á meðal landsmanna en besti fótboltamaður í heimi er smávaxinn Argentínumaður. …Hannes Hólmsteinn Gissurarson er á milli tannanna á fólki eftir að hann tekur að sér svokallað starf á vegum ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins. Rætt er um að heimila innflutning á hráu kjöti og gefa sölu á áfengi frjálsa en litlar líkur eru taldar á því að hugmyndirnar nái fram að ganga. Framsóknarfólk hefur sérstakar áhyggjur af kjötinnflutningi á þeim forsendum að erlent kjöt muni á einhvern hátt reynast landsmönnum eitrað. …Sumarveðriðá Íslandi mætti að margra mati vera skárra og fólk hópast í sólarlandaferðir til Spánar og fleiri heitari landa. Flugleiðir eru að mestu í eigu íslensku þjóðarinnar, rétt eins og Landsbankinn og önnur þjóðareign: Eldfjallið Katla virðist vera að minna á sig við lítinn fögnuð landsmanna en eflaust meiri fögnuð jarðvísindamanna. …Arnold Schwarzenegger fer með aðalhlutverkið í nýrri hasarmynd, grínþátturinn Fóstbræður er á meðal vinsælustu dagskrárliða Stöðvar 2 og Vala Matt byrjar með nýjan þátt á stöðinni í haust. Neil Young kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll, Bryan Adams er væntanlegur til landsins eins og hljómsveitin UB40. Annar ritstjóra Morgunblaðsins er sjálfstæðismaður en hinn er skáld, borgarstjóri Reykjavíkur er jafnaðarmaður og Framsóknarflokkurinn á tvo fulltrúa í borgarstjórn. …Hljómsveitin Nýdönsk sendi nýlega frá sér lag og fær það mikla spilun á tveimur vinsælustu útvarpsstöðvum landsins: Rás 2 og Bylgjunni. Hugmyndir um lest milli Reykjavíkur og Keflavíkur eru á allra vörum og gætu skarast við umræðuna um flugvöllinn í Vatnsmýri en skiptar skoðanir eru um framtíðarstaðsetningu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun
Þýskaland leikur til úrslita á heimsmeistaramótinu í fótbolta en ekki eru allir sáttir við að Ríkissjónvarpið sýni leiki mótsins. Sumir kvarta yfir því að framlengingar seinki fréttatímum en aðrir eru hæstánægðir. Í Bandaríkjunum birta fjölmiðlar fréttir um að fótbolti sé að ná vinsældum á meðal landsmanna en besti fótboltamaður í heimi er smávaxinn Argentínumaður. …Hannes Hólmsteinn Gissurarson er á milli tannanna á fólki eftir að hann tekur að sér svokallað starf á vegum ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins. Rætt er um að heimila innflutning á hráu kjöti og gefa sölu á áfengi frjálsa en litlar líkur eru taldar á því að hugmyndirnar nái fram að ganga. Framsóknarfólk hefur sérstakar áhyggjur af kjötinnflutningi á þeim forsendum að erlent kjöt muni á einhvern hátt reynast landsmönnum eitrað. …Sumarveðriðá Íslandi mætti að margra mati vera skárra og fólk hópast í sólarlandaferðir til Spánar og fleiri heitari landa. Flugleiðir eru að mestu í eigu íslensku þjóðarinnar, rétt eins og Landsbankinn og önnur þjóðareign: Eldfjallið Katla virðist vera að minna á sig við lítinn fögnuð landsmanna en eflaust meiri fögnuð jarðvísindamanna. …Arnold Schwarzenegger fer með aðalhlutverkið í nýrri hasarmynd, grínþátturinn Fóstbræður er á meðal vinsælustu dagskrárliða Stöðvar 2 og Vala Matt byrjar með nýjan þátt á stöðinni í haust. Neil Young kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll, Bryan Adams er væntanlegur til landsins eins og hljómsveitin UB40. Annar ritstjóra Morgunblaðsins er sjálfstæðismaður en hinn er skáld, borgarstjóri Reykjavíkur er jafnaðarmaður og Framsóknarflokkurinn á tvo fulltrúa í borgarstjórn. …Hljómsveitin Nýdönsk sendi nýlega frá sér lag og fær það mikla spilun á tveimur vinsælustu útvarpsstöðvum landsins: Rás 2 og Bylgjunni. Hugmyndir um lest milli Reykjavíkur og Keflavíkur eru á allra vörum og gætu skarast við umræðuna um flugvöllinn í Vatnsmýri en skiptar skoðanir eru um framtíðarstaðsetningu hans.