Dýrustu hestarnir fara á tugi milljóna Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. júlí 2014 12:00 Töluverður fjöldi hesta er seldur eftir hvert landsmót. Fréttablaðið/ karl. Alls voru 1.236 reiðhestar og kynbótahross seld úr landi í fyrra. Það er svipaður fjöldi og síðustu fjögur ár á undan. Flestir hestarnir eru seldir til Evrópu. Í fyrra voru 552 hestar seldir til Þýskalands. Salan þangað hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2004 þegar 240 reiðhestar og kynbótahross voru flutt þangað. Hins vegar hefur dregið úr sölu til Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi hestamanna eru þrír stærstu útflytjendurnir hér á Íslandi þeir Hinrik Bragason, Gunnar Arnarsson og Eysteinn Leifsson. Þeir hafa milligöngu um útflutning hestanna og selja hesta sjálfir. Þeir búast allir við því að árið í ár verði svipað og í fyrra. „Fyrri part árs var þetta mjög sambærilegt við það sem var í fyrra og hittifyrra. Svo hefur verið aðeins rólegri tími svona síðla vors og núna í sumar,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Mikill fjöldi erlendra hestamanna kom, venju samkvæmt, á Landsmót hestamanna sem er nýafstaðið. Útflytjendur eru sammála um að það muni hafa góð áhrif á söluna. „Það voru margir erlendir gestir í kringum landsmót sem voru í kaupapælingum. Þannig að ég á svona frekar von á því að þetta sé á uppleið og það hafi verið að seljast töluvert mikið af góðum hrossum í kringum landsmót,“ bætir Gunnar við. Hinrik tekur í sama streng. „Það eru ofboðslega margir útlendingar á landinu vegna íslenska hestsins,“ segir Hinrik og segir jafnframt að þeir sem séu með góða hesta eigi auðvelt með að selja. Hann segir að margir reiðhestar seljist á 2-300 þúsund krónur, keppnishestar seljist á 2-5 milljónir en allra dýrustu stóðhestarnir geti farið á tugi milljóna. Eysteinn Leifsson segist þegar vera farinn að merkja áhuga hjá útlendingum á íslenskum hestum eftir síðasta landsmót og hann segir að sér skiljist að hér hafi verið á bilinu þrjú til fjögur þúsund útlendingar vegna landsmótsins. „Ég merki það að það sé búin að vera töluverð hreyfing í sölumálum. Það hefur mikið verið hringt strax í kjölfarið á landsmótinu og ég veit um mörg viðskipti sem hafa átt sér stað,“ segir Eysteinn. Útflytjendur segja algengt að kaupendur komi hingað á landsmót, fari heim, en gangi síðan frá kaupunum þegar líður á haustið. Hestar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Alls voru 1.236 reiðhestar og kynbótahross seld úr landi í fyrra. Það er svipaður fjöldi og síðustu fjögur ár á undan. Flestir hestarnir eru seldir til Evrópu. Í fyrra voru 552 hestar seldir til Þýskalands. Salan þangað hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2004 þegar 240 reiðhestar og kynbótahross voru flutt þangað. Hins vegar hefur dregið úr sölu til Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi hestamanna eru þrír stærstu útflytjendurnir hér á Íslandi þeir Hinrik Bragason, Gunnar Arnarsson og Eysteinn Leifsson. Þeir hafa milligöngu um útflutning hestanna og selja hesta sjálfir. Þeir búast allir við því að árið í ár verði svipað og í fyrra. „Fyrri part árs var þetta mjög sambærilegt við það sem var í fyrra og hittifyrra. Svo hefur verið aðeins rólegri tími svona síðla vors og núna í sumar,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Mikill fjöldi erlendra hestamanna kom, venju samkvæmt, á Landsmót hestamanna sem er nýafstaðið. Útflytjendur eru sammála um að það muni hafa góð áhrif á söluna. „Það voru margir erlendir gestir í kringum landsmót sem voru í kaupapælingum. Þannig að ég á svona frekar von á því að þetta sé á uppleið og það hafi verið að seljast töluvert mikið af góðum hrossum í kringum landsmót,“ bætir Gunnar við. Hinrik tekur í sama streng. „Það eru ofboðslega margir útlendingar á landinu vegna íslenska hestsins,“ segir Hinrik og segir jafnframt að þeir sem séu með góða hesta eigi auðvelt með að selja. Hann segir að margir reiðhestar seljist á 2-300 þúsund krónur, keppnishestar seljist á 2-5 milljónir en allra dýrustu stóðhestarnir geti farið á tugi milljóna. Eysteinn Leifsson segist þegar vera farinn að merkja áhuga hjá útlendingum á íslenskum hestum eftir síðasta landsmót og hann segir að sér skiljist að hér hafi verið á bilinu þrjú til fjögur þúsund útlendingar vegna landsmótsins. „Ég merki það að það sé búin að vera töluverð hreyfing í sölumálum. Það hefur mikið verið hringt strax í kjölfarið á landsmótinu og ég veit um mörg viðskipti sem hafa átt sér stað,“ segir Eysteinn. Útflytjendur segja algengt að kaupendur komi hingað á landsmót, fari heim, en gangi síðan frá kaupunum þegar líður á haustið.
Hestar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira