Sá hættir lífi sínu sem ekki flýr í burt Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. júlí 2014 07:00 Um fjögur þúsund Palestínumenn eru á flótta í norðurhluta Gasa en ísraelsk yfirvöld hafa tilkynnt að hver sá sem ekki flýr af svæðinu muni hætta lífinu. Vísir/AFP Um fjögur þúsund Palestínumenn hafa flúið svæðin í norðurhluta Gasa en þangað færist vígvöllur mestu blóðsúthellinga sem átt hafa sér stað milli Palestínu og Ísraels í tvö ár. Ísraelsmenn hafa nú í sex daga látið eldflaugum rigna yfir svæði Palestínumanna og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Gasa hafa að minnsta kosti 160 manns látist. Meðal hinna látnu er sextán manna fjölskylda sem lést í árásinni síðastliðinn laugardag. Hafa aðfarirnar verið gagnrýndar af Navi Pillay, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum. Yfirvöld í Ísrael segja markmið árásanna vera að hæfa vígamenn og stjórnendur Hamas-samtakanna. Hvað sem því líður telja fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum að um 77 prósent þeirra föllnu séu almennir borgarar. Snemma í gær sprengdi ísraelski herinn upp mikilvægar bækistöðvar Hamas-liða en haft er eftir Manuel Hassassian, sendifulltrúa palestínskra yfirvalda í Lundúnum, að Hamas-liðar væru í flestum tilfellum óaðgreinanlegur hluti palestínskra borgara svo erfitt væri að uppræta samtökin með sprengjuárásum. Flóttabylgjan nú kemur í kjölfar hótana ísraelsku stjórnarinnar en tilkynningu var dreift um svæðið úr lofti þar sem sagði að hver sá sem léti undir höfuð leggjast að koma sér á brott væri að hætta lífi sínu þar sem ísraelski herinn muni nú láta kné fylgja kviði. Fjöldi flóttamanna hefur fengið skjól í skóla sem alþjóðlegar herdeildir halda úti í grenndinni. Um átta hundruð manns með tvöfalt ríkisfang hafa farið til Ísraels en haft hefur verið eftir flóttamönnum á BBC að margir hefðu í engin hús að venda. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst því yfir að mikilvægt sé að koma á vopnahléi sem fyrst en fátt bendir til þess að þeir muni hafa erindi sem erfiði. Sérstaklega dvínuðu slíkar vonir þegar Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, tjáði fréttamönnum að tilraunir manna erlendis frá gætu ekki komið í veg fyrir að Ísraelsmenn beittu fullri hörku í þessum aðförum sínum. Gasa Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Um fjögur þúsund Palestínumenn hafa flúið svæðin í norðurhluta Gasa en þangað færist vígvöllur mestu blóðsúthellinga sem átt hafa sér stað milli Palestínu og Ísraels í tvö ár. Ísraelsmenn hafa nú í sex daga látið eldflaugum rigna yfir svæði Palestínumanna og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Gasa hafa að minnsta kosti 160 manns látist. Meðal hinna látnu er sextán manna fjölskylda sem lést í árásinni síðastliðinn laugardag. Hafa aðfarirnar verið gagnrýndar af Navi Pillay, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum. Yfirvöld í Ísrael segja markmið árásanna vera að hæfa vígamenn og stjórnendur Hamas-samtakanna. Hvað sem því líður telja fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum að um 77 prósent þeirra föllnu séu almennir borgarar. Snemma í gær sprengdi ísraelski herinn upp mikilvægar bækistöðvar Hamas-liða en haft er eftir Manuel Hassassian, sendifulltrúa palestínskra yfirvalda í Lundúnum, að Hamas-liðar væru í flestum tilfellum óaðgreinanlegur hluti palestínskra borgara svo erfitt væri að uppræta samtökin með sprengjuárásum. Flóttabylgjan nú kemur í kjölfar hótana ísraelsku stjórnarinnar en tilkynningu var dreift um svæðið úr lofti þar sem sagði að hver sá sem léti undir höfuð leggjast að koma sér á brott væri að hætta lífi sínu þar sem ísraelski herinn muni nú láta kné fylgja kviði. Fjöldi flóttamanna hefur fengið skjól í skóla sem alþjóðlegar herdeildir halda úti í grenndinni. Um átta hundruð manns með tvöfalt ríkisfang hafa farið til Ísraels en haft hefur verið eftir flóttamönnum á BBC að margir hefðu í engin hús að venda. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst því yfir að mikilvægt sé að koma á vopnahléi sem fyrst en fátt bendir til þess að þeir muni hafa erindi sem erfiði. Sérstaklega dvínuðu slíkar vonir þegar Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, tjáði fréttamönnum að tilraunir manna erlendis frá gætu ekki komið í veg fyrir að Ísraelsmenn beittu fullri hörku í þessum aðförum sínum.
Gasa Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira