Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2014 06:30 Eldflaugar Ísraelsmanna hafa gereyðilagt byggingar á Gasa-svæðinu. Árásirnar héldu áfram í gær. Fréttablaðið/AP Yfirvöld í Palestínu segja 175 einstaklinga hafa látist í árásum Ísraelsmanna á Gasa-svæðið sem hafa nú staðið yfir í sjö daga. Sagt er að um 77 prósent þeirra séu almennir borgarar. Tala særðra er um þrettán hundruð. Í gær lenti eldflaug Ísraelsmanna á þremur þjálfunarbúðum Hamas-liða en enginn slasaðist í þeirri árás. Ekki fór eins vel um helgina þegar sprengja frá Ísrael lenti á heimili fyrir fatlaða og varð tveimur konum að aldurtila. Önnur orsakaði dauða átján manna fjölskyldu á einu andartaki. Ísraelar dreifðu tilkynningum yfir Gasa-svæðið úr lofti yfir helgina þar sem íbúum þess er gert að yfirgefa svæðið ellegar láta lífið. Hamas-liðar, sem stjórna Gasa, sögðu hins vegar íbúum að vera um kyrrt. „Ég þarf ekki að hlýða þeim,“ sagði Ahmed, íbúi á svæðinu, í samtali við fréttastofu CNN um skipanir Hamas. Hann fór með fjölskyldu sína í leigubíl á öruggari stað á svæðinu. „Ég geri það sem er best fyrir okkur.“ Sautján þúsund flóttamenn hafa leitað skjóls í tuttugu skólum á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Ísraelsk yfirvöld neita að hætta árásum þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi ítrekað beðið um vopnahlé. Þau halda því fram að Hamas-samtökin feli vopn á sjúkrahúsum, á heimilum Palestínumanna, í moskum og skólum og hætta ekki á meðan Hamas-samtökin halda áfram að senda flugskeyti á Ísrael. Enginn Ísraeli hefur látist í þessum árásum samkvæmt upplýsingum frá AP-fréttastofunni en nokkrir hafa slasast alvarlega. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, segir að árásirnar muni aðeins aukast á komandi dögum. „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir hann. Gasa Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Yfirvöld í Palestínu segja 175 einstaklinga hafa látist í árásum Ísraelsmanna á Gasa-svæðið sem hafa nú staðið yfir í sjö daga. Sagt er að um 77 prósent þeirra séu almennir borgarar. Tala særðra er um þrettán hundruð. Í gær lenti eldflaug Ísraelsmanna á þremur þjálfunarbúðum Hamas-liða en enginn slasaðist í þeirri árás. Ekki fór eins vel um helgina þegar sprengja frá Ísrael lenti á heimili fyrir fatlaða og varð tveimur konum að aldurtila. Önnur orsakaði dauða átján manna fjölskyldu á einu andartaki. Ísraelar dreifðu tilkynningum yfir Gasa-svæðið úr lofti yfir helgina þar sem íbúum þess er gert að yfirgefa svæðið ellegar láta lífið. Hamas-liðar, sem stjórna Gasa, sögðu hins vegar íbúum að vera um kyrrt. „Ég þarf ekki að hlýða þeim,“ sagði Ahmed, íbúi á svæðinu, í samtali við fréttastofu CNN um skipanir Hamas. Hann fór með fjölskyldu sína í leigubíl á öruggari stað á svæðinu. „Ég geri það sem er best fyrir okkur.“ Sautján þúsund flóttamenn hafa leitað skjóls í tuttugu skólum á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Ísraelsk yfirvöld neita að hætta árásum þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi ítrekað beðið um vopnahlé. Þau halda því fram að Hamas-samtökin feli vopn á sjúkrahúsum, á heimilum Palestínumanna, í moskum og skólum og hætta ekki á meðan Hamas-samtökin halda áfram að senda flugskeyti á Ísrael. Enginn Ísraeli hefur látist í þessum árásum samkvæmt upplýsingum frá AP-fréttastofunni en nokkrir hafa slasast alvarlega. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, segir að árásirnar muni aðeins aukast á komandi dögum. „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir hann.
Gasa Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira