Tvöfalt fleiri á vergangi á Gaza ingvar haraldsson skrifar 19. júlí 2014 09:00 Hlúð að særðu palestínsku stúlkubarni en yfir tvö þúsund hafa særst á Gasa síðustu daga og yfir fjörutíu þúsund eru á vergangi. vísir/ap Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hyggst fara til Mið-Austurlanda til að miðla málum í deilunni á Gasa. Líkur á vopnahléi virðast þó ekki miklar. Ísraelar segjast ekki ætla að láta staðar numið fyrr en búið er að eyðileggja gangakerfi Hamas-samtakanna undir landamæri Ísraels og Gasa auk þess að stöðva flugskeytaskot Hamas til Ísrael. Benjamin Netanyahu segir að Ísraelsher gæti farið mun lengra inn á Gasa. Að minnsta kosti 24 Palestínumenn og einn Ísraeli hafa fallið frá því innrás Ísraela hófst á fimmtudag. Í heild hafa um 280 Palestínumenn og tveir Ísraelar týnt lífi síðan hernaðaraðgerðir hófust á Gasa fyrir ellefu dögum. Meirihluti hinna látnu er almennir borgarar. Fjöldi Palestínumanna á vergangi hefur tvöfaldast síðan innrásin hófst á fimmtudag. Um fjörutíu þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi á Gasa. Ísraelskir ráðamenn búast við að innrásin geti staðið yfir í talsverðan tíma. „Við þurfum að klára það verk sem við hófum. Við þurfum að útrýma öllum hryðjuverkamönnunum. Það verður engin friðhelgi veitt,“ sagði Uri Ariel, ráðherra Ísraelska heimastjórnarflokksins. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagðist styðja rétt Ísraela til að verja sig: „Engin þjóð ætti að þurfa að sætta sig við að flugskeytum sé skotið inn á hennar land.“ Jeffrey Feltman, yfirmaður pólitískrar deildar Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að nauðsynlegt væri að alþjóðasamfélagið hæfi vinnu að tveggja ríkja lausn, þar sem bæði Palestína og Ísrael yrðu sjálfstæð ríki. Gasa Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hyggst fara til Mið-Austurlanda til að miðla málum í deilunni á Gasa. Líkur á vopnahléi virðast þó ekki miklar. Ísraelar segjast ekki ætla að láta staðar numið fyrr en búið er að eyðileggja gangakerfi Hamas-samtakanna undir landamæri Ísraels og Gasa auk þess að stöðva flugskeytaskot Hamas til Ísrael. Benjamin Netanyahu segir að Ísraelsher gæti farið mun lengra inn á Gasa. Að minnsta kosti 24 Palestínumenn og einn Ísraeli hafa fallið frá því innrás Ísraela hófst á fimmtudag. Í heild hafa um 280 Palestínumenn og tveir Ísraelar týnt lífi síðan hernaðaraðgerðir hófust á Gasa fyrir ellefu dögum. Meirihluti hinna látnu er almennir borgarar. Fjöldi Palestínumanna á vergangi hefur tvöfaldast síðan innrásin hófst á fimmtudag. Um fjörutíu þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi á Gasa. Ísraelskir ráðamenn búast við að innrásin geti staðið yfir í talsverðan tíma. „Við þurfum að klára það verk sem við hófum. Við þurfum að útrýma öllum hryðjuverkamönnunum. Það verður engin friðhelgi veitt,“ sagði Uri Ariel, ráðherra Ísraelska heimastjórnarflokksins. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagðist styðja rétt Ísraela til að verja sig: „Engin þjóð ætti að þurfa að sætta sig við að flugskeytum sé skotið inn á hennar land.“ Jeffrey Feltman, yfirmaður pólitískrar deildar Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að nauðsynlegt væri að alþjóðasamfélagið hæfi vinnu að tveggja ríkja lausn, þar sem bæði Palestína og Ísrael yrðu sjálfstæð ríki.
Gasa Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira