Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Ingvar Haraldsson skrifar 21. júlí 2014 10:30 Yfir hundrað palestínskir borgarar og þrettán ísraelskir hermenn féllu á sunnudag, sem er mesta mannfall á einum degi frá því átökin hófust. nordicphotos/afp „Ísraelar eru að fremja þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir á Palestínumönnum,“ segir Mustafa Barghouti um atburði síðustu daga á Gasa. Barghouti er palestínskur læknir og stjórnmálamaður sem rekið hefur hjálparsamtök í Palestínu í áratugi. Hann var þar að auki tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels árið 2010. Í gær var blóðugasti dagurinn á Gasa frá því að átök hófust þann 8. júlí síðastliðinn. Um hundrað palestínskir borgarar féllu og þrettán ísraelskir hermenn á Gasa um helgina.Mustafa BarghoutiÍ hverfinu Shejaiya í Gasaborg, sem er að mestu byggt flóttamönnum, segir Barghouti að fjöldamorð hafi verið framið á yfir sextíu Palestínumönnum: „Flestir þeirra sem dóu voru konur og börn. Ísraelski herinn sprengdi upp allt hverfið með skriðdrekum, stórskotaliði og loftárásum. Ísraelar sprengdu einnig tvo sjúkrabíla í loft upp sem reyndu að koma særðum út úr hverfinu.“ Hverfið er gjörónýtt og Sameinuðu þjóðirnar segja áttatíu þúsund manns nú vera á vergangi á Gasa. Baghouti segir: „Fólkið sem nú er á flótta er það sama og var rekið af heimilum sínum árið 1948 og hefur orðið flóttafólk oftar á ævinni en hægt er að koma tölu á.“ Barghouti segir hjálparstarf vera mjög erfitt á Gasa. „Við reynum að sinna slösuðum en það er skortur á öllum nauðsynjum. Okkur vantar lyf, vatn og eldsneyti, auk þess sem rafmagnslaust er nær alls staðar á Gasa. Hér ríkir algjört neyðarástand,“ segir Barghouti en yfir þrjú þúsund hafa særst og yfir fjögur hundruð Palestínumenn látist í átökunum. Barghouti gefur lítið fyrir útskýringar Ísraelsmanna á að þeir séu að stöðva skot flugskeyta til Ísrael. „Árásir helgarinnar eru ekki árásir á Hamas-samtökin heldur árás á alla Palestínumenn. Þeir særðu og látnu eru ekki Hamas-liðar, þetta eru óbreyttir palestínskir borgarar. Níutíu prósent þeirra látnu eru saklausir borgarar og tveir þriðju eru konur og börn.“ Barghouti kallar eftir því að lýsa þurfi vopnahléi samstundis og opna landamæri Gasa fyrir Palestínumönnum. Þar að auki segir Barghouti: „Ísraelar þurfa að láta af hernámi sínu á Palestínu sem breyst hefur í kerfi aðskilnaðar og kynþáttamismununar.“ Til að það gerist segir Barghouti að beita þurfi Ísraela þrýstingi. „Alþjóðasamfélagið þarf að setja viðskiptaþvinganir á Ísraela líkt og gert var í Suður-Afríku vegna aðskilnaðarstefnunnar.“Algjör eyðilegging Hverfið Shejaiya er gjörónýtt eftir sprengjuregn ísraelska hersins.nordicphotos/afp Gasa Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
„Ísraelar eru að fremja þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir á Palestínumönnum,“ segir Mustafa Barghouti um atburði síðustu daga á Gasa. Barghouti er palestínskur læknir og stjórnmálamaður sem rekið hefur hjálparsamtök í Palestínu í áratugi. Hann var þar að auki tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels árið 2010. Í gær var blóðugasti dagurinn á Gasa frá því að átök hófust þann 8. júlí síðastliðinn. Um hundrað palestínskir borgarar féllu og þrettán ísraelskir hermenn á Gasa um helgina.Mustafa BarghoutiÍ hverfinu Shejaiya í Gasaborg, sem er að mestu byggt flóttamönnum, segir Barghouti að fjöldamorð hafi verið framið á yfir sextíu Palestínumönnum: „Flestir þeirra sem dóu voru konur og börn. Ísraelski herinn sprengdi upp allt hverfið með skriðdrekum, stórskotaliði og loftárásum. Ísraelar sprengdu einnig tvo sjúkrabíla í loft upp sem reyndu að koma særðum út úr hverfinu.“ Hverfið er gjörónýtt og Sameinuðu þjóðirnar segja áttatíu þúsund manns nú vera á vergangi á Gasa. Baghouti segir: „Fólkið sem nú er á flótta er það sama og var rekið af heimilum sínum árið 1948 og hefur orðið flóttafólk oftar á ævinni en hægt er að koma tölu á.“ Barghouti segir hjálparstarf vera mjög erfitt á Gasa. „Við reynum að sinna slösuðum en það er skortur á öllum nauðsynjum. Okkur vantar lyf, vatn og eldsneyti, auk þess sem rafmagnslaust er nær alls staðar á Gasa. Hér ríkir algjört neyðarástand,“ segir Barghouti en yfir þrjú þúsund hafa særst og yfir fjögur hundruð Palestínumenn látist í átökunum. Barghouti gefur lítið fyrir útskýringar Ísraelsmanna á að þeir séu að stöðva skot flugskeyta til Ísrael. „Árásir helgarinnar eru ekki árásir á Hamas-samtökin heldur árás á alla Palestínumenn. Þeir særðu og látnu eru ekki Hamas-liðar, þetta eru óbreyttir palestínskir borgarar. Níutíu prósent þeirra látnu eru saklausir borgarar og tveir þriðju eru konur og börn.“ Barghouti kallar eftir því að lýsa þurfi vopnahléi samstundis og opna landamæri Gasa fyrir Palestínumönnum. Þar að auki segir Barghouti: „Ísraelar þurfa að láta af hernámi sínu á Palestínu sem breyst hefur í kerfi aðskilnaðar og kynþáttamismununar.“ Til að það gerist segir Barghouti að beita þurfi Ísraela þrýstingi. „Alþjóðasamfélagið þarf að setja viðskiptaþvinganir á Ísraela líkt og gert var í Suður-Afríku vegna aðskilnaðarstefnunnar.“Algjör eyðilegging Hverfið Shejaiya er gjörónýtt eftir sprengjuregn ísraelska hersins.nordicphotos/afp
Gasa Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira