Hætta ferðamanna á smiti hverfandi Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. júlí 2014 07:00 Læknir án landamæra. Hlífðarbúnaður settur upp í Donka-sjúkrahúsinu í Conakry í Gíneu. Nordicphotos/AFP Ekkert lát er á sýkingahrinunni af völdum ebólaveiru sem hófst í Gíneu í byrjun febrúar á þessu ári, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins. Veiran breiddist fljótlega út til Síerra Leóne og Líberíu og tilfellum fjölgar nú hratt. „Samkvæmt síðustu upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hefur alls 1.201 einstaklingur veikst af völdum veirunnar, þar af hafa 672 látist,“ segir í umfjöllun landlæknis. 21. til 23. júlí var tilkynnt um 108 tilfelli frá löndunum þremur, flest í Síerra Leóne. „Smitleiðir ebólaveirunnar eru með snertismiti, það er með beinni snertingu við blóð og aðra líkamsvessa fólks sem hefur veikst eða látist af völdum veirunnar. Einnig er hægt að smitast af hlutum sem nýlega hafa mengast með líkamsvessum sjúklinga sem og lifandi og dauðum villtum dýrum.“ Þeir sem hafa orðið fyrir smiti eru fyrst og fremst sagðir þeir sem annast sjúklinga og eru þar fjölskyldumeðlimir og heilbrigðisstarfsmenn í mestri hættu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins mæla ekki gegn ferðalögum til landanna þar sem ebólasmit hefur komið upp, enda sé smithætta ferðamanna hverfandi lítil.Ráð til ferðalanga á ebólaslóðumHeilbrigðisyfirvöld mælast til þess að ferðafólk í löndum þar sem ebóla hefur komið upp forðist beina snertingu við blóð eða aðra líkamsvessa frá einstaklingi sem hefur smitast eða er með einkenni ebólasýkingar; snertingu við lifandi eða dauð, villt dýr eða hrátt eða ófullnægjandi hitameðhöndlað kjöt villtra dýra; óvarin kynmök við einstakling með ebólasýkingu í að minnsta kosti sjö vikur eftir að veikindin gengu yfir; og snertingu við sérhvern hlut sem mengast hefur af blóði eða öðrum líkamsvessum sjúklings.Meðgöngutími sjúkdómsins, það er tími frá smiti þar til einkenni koma í ljós, er tveir til 21 dagur. Á þeim tíma er einstaklingurinn ekki smitandi því smit getur einungis borist frá þeim sem eru með einkenni sýkingarinnar eða eru látnir af völdum hennar. Ebóla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Ekkert lát er á sýkingahrinunni af völdum ebólaveiru sem hófst í Gíneu í byrjun febrúar á þessu ári, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins. Veiran breiddist fljótlega út til Síerra Leóne og Líberíu og tilfellum fjölgar nú hratt. „Samkvæmt síðustu upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hefur alls 1.201 einstaklingur veikst af völdum veirunnar, þar af hafa 672 látist,“ segir í umfjöllun landlæknis. 21. til 23. júlí var tilkynnt um 108 tilfelli frá löndunum þremur, flest í Síerra Leóne. „Smitleiðir ebólaveirunnar eru með snertismiti, það er með beinni snertingu við blóð og aðra líkamsvessa fólks sem hefur veikst eða látist af völdum veirunnar. Einnig er hægt að smitast af hlutum sem nýlega hafa mengast með líkamsvessum sjúklinga sem og lifandi og dauðum villtum dýrum.“ Þeir sem hafa orðið fyrir smiti eru fyrst og fremst sagðir þeir sem annast sjúklinga og eru þar fjölskyldumeðlimir og heilbrigðisstarfsmenn í mestri hættu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins mæla ekki gegn ferðalögum til landanna þar sem ebólasmit hefur komið upp, enda sé smithætta ferðamanna hverfandi lítil.Ráð til ferðalanga á ebólaslóðumHeilbrigðisyfirvöld mælast til þess að ferðafólk í löndum þar sem ebóla hefur komið upp forðist beina snertingu við blóð eða aðra líkamsvessa frá einstaklingi sem hefur smitast eða er með einkenni ebólasýkingar; snertingu við lifandi eða dauð, villt dýr eða hrátt eða ófullnægjandi hitameðhöndlað kjöt villtra dýra; óvarin kynmök við einstakling með ebólasýkingu í að minnsta kosti sjö vikur eftir að veikindin gengu yfir; og snertingu við sérhvern hlut sem mengast hefur af blóði eða öðrum líkamsvessum sjúklings.Meðgöngutími sjúkdómsins, það er tími frá smiti þar til einkenni koma í ljós, er tveir til 21 dagur. Á þeim tíma er einstaklingurinn ekki smitandi því smit getur einungis borist frá þeim sem eru með einkenni sýkingarinnar eða eru látnir af völdum hennar.
Ebóla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira