Ert þú að styrkja hernám Ísraelsmanna? Sema Erla Serdar. skrifar 7. ágúst 2014 08:28 Ég mun seint gleyma því sem ég heyrði þegar ég kveikti á útvarpinu í bílnum á leiðinni heim í gærkvöldi. Fréttirnar á RÚV voru nýbyrjaðar og þegar ég stillti á Rás 2 var verið að segja frá því að vopnahlé hefði haldist á Gaza í dag. Mér leið vel í um það bil þrjár sekúndur, því næst var sagt frá Abdel Majed, átta ára strák frá Gaza, sem á sinni stuttu ævi hefur nú þegar upplifað þrjú stríð. Í fréttunum var sagt frá því að um 1.800 Palestínumenn hefðu látið lífið frá því að átök hófust, enn á ný, á Gaza-svæðinu, fyrir tæpum mánuði. Af þessum 1.800 einstaklingum sem hafa látið lífið voru fæstir í stríði við Ísraelsmenn. Af þessum 1.800 einstaklingum voru næstum því 400 börn. Fleiri en 2.700 börn til viðbótar særðust, og gert er ráð fyrir því að hátt í 400.000 börn muni þurfa á bráðri sálfræðiaðstoð að halda vegna átakanna, til dæmis þau sem hafa séð fjölskyldur sínar myrtar. Þeirra á meðal er Abdel, sem var að horfa á teiknimyndir þegar húsið hans var sprengt upp af Ísraelsmönnum. Árið 2012 létust 254 Palestínumenn, þar af 30 börn í árásum Ísraelsmanna á Gaza. Árin 2011 og 2010 létu rúmlega 300 Palestínumenn lífið og árin 2008 og 2009 rúmlega 2.000 manns. Svona mætti lengi telja, enda er hér um áratuga langan hrylling að ræða, en hátt í 10.000 Palestínumenn hafa látið lífið frá aldamótunum. Hvað þarf Abdel að upplifa mörg stríð áður en alþjóðasamfélagið fer að gera eitthvað af viti? Hvað þarf Abdel að horfa á marga Palestínumenn deyja áður en ríkisstjórn Íslands mun þora að taka alvarlega á glæpum Ísraelsmanna? Hvað þarf Abdel að bíða lengi eftir því að þú gerir eitthvað?Stuðningur í verki Íslenskir neytendur geta sýnt andstöðu sína gegn síendurteknum árásum Ísraelsmanna á heimastjórnarsvæði Palestínumanna, sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara, kvenna og barna lífið, með því að sniðganga ísraelsk fyrirtæki, vörur og þjónustu, sem og alþjóðleg fyrirtæki sem styðja við aðgerðir Ísraelsmanna. Með því sýnum við stuðning í verki við mannréttinda- og frelsisbaráttu Palestínumanna. Það er vitað að slíkar aðgerðir hafa áhrif. Það voru slíkar aðgerðir sem komu apartheid-stjórninni frá í Suður-Afríku. Fjármálaráðherra Ísraels lýsti því yfir á dögunum að hann hefði verulegar áhyggjur af aukinni sniðgöngu á ísraelskum vörum í heiminum. Sagði hann að ef áfram héldi sem horfði mundi ísraelski efnahagurinn verða fyrir miklum skaða, en Ísraelar eru nú þegar að tapa milljörðum dollara á sniðgönguaðgerðum víða um heim. Þá sagði hann að ef Evrópubúar héldu áfram að sniðganga ísraelskar vörur myndi efnahagurinn í Ísrael horfa á eftir 5,7 milljörðum dollara og 10.000 störfum nú þegar. Taktu málin í þínar eigin hendur áður en Abdel deyr. Ekki kaupa ísraelskar vörur. Ekki styrkja aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna, hernám þeirra, brot þeirra á mannréttindum og alþjóðalögum, kúgun þeirra, ofbeldi og hryllilega meðferð þeirra á Palestínumönnum. Þannig komumst við einu skrefi nær því að stöðva þjáningar Palestínumanna. Ekki gera ekki neitt. Abdel getur ekki beðið mikið lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég mun seint gleyma því sem ég heyrði þegar ég kveikti á útvarpinu í bílnum á leiðinni heim í gærkvöldi. Fréttirnar á RÚV voru nýbyrjaðar og þegar ég stillti á Rás 2 var verið að segja frá því að vopnahlé hefði haldist á Gaza í dag. Mér leið vel í um það bil þrjár sekúndur, því næst var sagt frá Abdel Majed, átta ára strák frá Gaza, sem á sinni stuttu ævi hefur nú þegar upplifað þrjú stríð. Í fréttunum var sagt frá því að um 1.800 Palestínumenn hefðu látið lífið frá því að átök hófust, enn á ný, á Gaza-svæðinu, fyrir tæpum mánuði. Af þessum 1.800 einstaklingum sem hafa látið lífið voru fæstir í stríði við Ísraelsmenn. Af þessum 1.800 einstaklingum voru næstum því 400 börn. Fleiri en 2.700 börn til viðbótar særðust, og gert er ráð fyrir því að hátt í 400.000 börn muni þurfa á bráðri sálfræðiaðstoð að halda vegna átakanna, til dæmis þau sem hafa séð fjölskyldur sínar myrtar. Þeirra á meðal er Abdel, sem var að horfa á teiknimyndir þegar húsið hans var sprengt upp af Ísraelsmönnum. Árið 2012 létust 254 Palestínumenn, þar af 30 börn í árásum Ísraelsmanna á Gaza. Árin 2011 og 2010 létu rúmlega 300 Palestínumenn lífið og árin 2008 og 2009 rúmlega 2.000 manns. Svona mætti lengi telja, enda er hér um áratuga langan hrylling að ræða, en hátt í 10.000 Palestínumenn hafa látið lífið frá aldamótunum. Hvað þarf Abdel að upplifa mörg stríð áður en alþjóðasamfélagið fer að gera eitthvað af viti? Hvað þarf Abdel að horfa á marga Palestínumenn deyja áður en ríkisstjórn Íslands mun þora að taka alvarlega á glæpum Ísraelsmanna? Hvað þarf Abdel að bíða lengi eftir því að þú gerir eitthvað?Stuðningur í verki Íslenskir neytendur geta sýnt andstöðu sína gegn síendurteknum árásum Ísraelsmanna á heimastjórnarsvæði Palestínumanna, sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara, kvenna og barna lífið, með því að sniðganga ísraelsk fyrirtæki, vörur og þjónustu, sem og alþjóðleg fyrirtæki sem styðja við aðgerðir Ísraelsmanna. Með því sýnum við stuðning í verki við mannréttinda- og frelsisbaráttu Palestínumanna. Það er vitað að slíkar aðgerðir hafa áhrif. Það voru slíkar aðgerðir sem komu apartheid-stjórninni frá í Suður-Afríku. Fjármálaráðherra Ísraels lýsti því yfir á dögunum að hann hefði verulegar áhyggjur af aukinni sniðgöngu á ísraelskum vörum í heiminum. Sagði hann að ef áfram héldi sem horfði mundi ísraelski efnahagurinn verða fyrir miklum skaða, en Ísraelar eru nú þegar að tapa milljörðum dollara á sniðgönguaðgerðum víða um heim. Þá sagði hann að ef Evrópubúar héldu áfram að sniðganga ísraelskar vörur myndi efnahagurinn í Ísrael horfa á eftir 5,7 milljörðum dollara og 10.000 störfum nú þegar. Taktu málin í þínar eigin hendur áður en Abdel deyr. Ekki kaupa ísraelskar vörur. Ekki styrkja aðskilnaðarstefnu Ísraelsmanna, hernám þeirra, brot þeirra á mannréttindum og alþjóðalögum, kúgun þeirra, ofbeldi og hryllilega meðferð þeirra á Palestínumönnum. Þannig komumst við einu skrefi nær því að stöðva þjáningar Palestínumanna. Ekki gera ekki neitt. Abdel getur ekki beðið mikið lengur.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun