Þurfa að spila úrslitaleik bikarkeppninnar á útivelli Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 06:00 Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad. Vísir/Daníel „Þessu fylgir alltaf sama góða tilfinningin – það er því miður bara alltof langt síðan ég upplifði þetta,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, við Fréttablaðið um bikarúrslitaleikinn gegn Linköping í kvöld. „Ég hef ekki verið mikið í úrslitaleikjunum síðan ég flutti til Svíþjóðar,“ segir hún og hlær við, en Elísabet bjó til nær ósigrandi Valslið sem varð Íslandsmeistari þrisvar í röð og tvisvar til viðbótar undir stjórn aðstoðarþjálfara hennar, Freys Alexanderssonar, eftir að hún fór út. „Það eru alveg átta ár síðan ég vann bikarúrslitaleik þannig að það er tími til kominn,“ bætir hún við. Kristianstad mætir sem fyrr segir Linköping, sem er fyrir fram talið sterkari aðilinn. Leið Kristianstad í úrslitin hefur þó verið flott, en það vann næstbesta lið deildarinnar, KIF Örebro, í undanúrslitum. „Við erum lítið félag á sænskan mælikvarða og þetta er stærsti leikur sem okkar félag hefur spilað. Örebro vann Rosengård í átta liða úrslitum, en við áttum góðan leik í undanúrslitum og unnum þær. Það er alltaf skemmtilegra að komast í úrslit með því að vinna góð lið á leiðinni,“ segir Elísabet. Hvernig metur hún möguleika sinna stúlkna? „Bikarúrslitaleikur er alltaf bikarúrslitaleikur. Mín upplifun er að leikmenn gefa alltaf meira en þeir eiga í þannig leik þannig að möguleikarnir hljóta að teljast jafnir fyrir bæði lið. Linköping er samt sterkara á pappírnum.“ Sif Atladóttir, Elísa Viðarsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir eru á mála hjá Kristianstad og leika lykilhlutverk hjá liðinu. Þá var markavélin Margrét Lára Viðarsdóttir í herbúðum Kristianstad áður en hún tók sér frí vegna barneigna. „Þær eru allar búnar að standa sig mjög vel. Við erum að spila varnarleikinn vel og halda hreinu í helmingi leikjanna í deildinni. En eftir að við misstum Margréti erum við að skora of lítið. Sif verður svo ekki með í bikarúrslitunum vegna meiðsla. Það er nánast öruggt,“ segir Elísabet. Svíar hafa lengi þótt sérstakir þegar kemur að mótafyrirkomulagi og engin breyting er á því þegar kemur að bikarúrslitaleiknum á morgun. Hann fer nefnilega fram á heimavelli Linköping. Ástæðan? „Þetta er þannig að liðið sem hefur spilað færri heimaleiki á leiðinni í úrslitin fær heimaleik. Liðin spiluðu jafnmarga heimaleiki þannig að það var kastað upp á þetta,“ segir Elísabet, en Linköping er um fjögurra tíma keyrsla frá Kristianstad. „Þetta er svolítið kjánalegt. Við reiknum því miður ekki með neitt mörgum frá okkur á leiknum, en vonumst eftir svona 100 manns.“ Leikinn má sjá í beinni útsendingu á sænska ríkissjónvarpinu í kvöld, en hann hefst klukkan 17.00. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
„Þessu fylgir alltaf sama góða tilfinningin – það er því miður bara alltof langt síðan ég upplifði þetta,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, við Fréttablaðið um bikarúrslitaleikinn gegn Linköping í kvöld. „Ég hef ekki verið mikið í úrslitaleikjunum síðan ég flutti til Svíþjóðar,“ segir hún og hlær við, en Elísabet bjó til nær ósigrandi Valslið sem varð Íslandsmeistari þrisvar í röð og tvisvar til viðbótar undir stjórn aðstoðarþjálfara hennar, Freys Alexanderssonar, eftir að hún fór út. „Það eru alveg átta ár síðan ég vann bikarúrslitaleik þannig að það er tími til kominn,“ bætir hún við. Kristianstad mætir sem fyrr segir Linköping, sem er fyrir fram talið sterkari aðilinn. Leið Kristianstad í úrslitin hefur þó verið flott, en það vann næstbesta lið deildarinnar, KIF Örebro, í undanúrslitum. „Við erum lítið félag á sænskan mælikvarða og þetta er stærsti leikur sem okkar félag hefur spilað. Örebro vann Rosengård í átta liða úrslitum, en við áttum góðan leik í undanúrslitum og unnum þær. Það er alltaf skemmtilegra að komast í úrslit með því að vinna góð lið á leiðinni,“ segir Elísabet. Hvernig metur hún möguleika sinna stúlkna? „Bikarúrslitaleikur er alltaf bikarúrslitaleikur. Mín upplifun er að leikmenn gefa alltaf meira en þeir eiga í þannig leik þannig að möguleikarnir hljóta að teljast jafnir fyrir bæði lið. Linköping er samt sterkara á pappírnum.“ Sif Atladóttir, Elísa Viðarsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir eru á mála hjá Kristianstad og leika lykilhlutverk hjá liðinu. Þá var markavélin Margrét Lára Viðarsdóttir í herbúðum Kristianstad áður en hún tók sér frí vegna barneigna. „Þær eru allar búnar að standa sig mjög vel. Við erum að spila varnarleikinn vel og halda hreinu í helmingi leikjanna í deildinni. En eftir að við misstum Margréti erum við að skora of lítið. Sif verður svo ekki með í bikarúrslitunum vegna meiðsla. Það er nánast öruggt,“ segir Elísabet. Svíar hafa lengi þótt sérstakir þegar kemur að mótafyrirkomulagi og engin breyting er á því þegar kemur að bikarúrslitaleiknum á morgun. Hann fer nefnilega fram á heimavelli Linköping. Ástæðan? „Þetta er þannig að liðið sem hefur spilað færri heimaleiki á leiðinni í úrslitin fær heimaleik. Liðin spiluðu jafnmarga heimaleiki þannig að það var kastað upp á þetta,“ segir Elísabet, en Linköping er um fjögurra tíma keyrsla frá Kristianstad. „Þetta er svolítið kjánalegt. Við reiknum því miður ekki með neitt mörgum frá okkur á leiknum, en vonumst eftir svona 100 manns.“ Leikinn má sjá í beinni útsendingu á sænska ríkissjónvarpinu í kvöld, en hann hefst klukkan 17.00.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira