Landbúnaðarpólitík í hakki Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. ágúst 2014 07:00 Ein af forsendum íslenzkrar landbúnaðarpólitíkur eins og hún hefur verið útfærð undanfarna áratugi er að Ísland sé, eigi að vera og verði um fyrirsjáanlega framtíð sjálfu sér nógt um þær landbúnaðarvörur sem á annað borð eru framleiddar í landinu. Stjórnvöld hafa litið á innflutning á kjöti og mjólkurvörum sem óþarfa sem hefur verið þröngvað upp á okkur með alþjóðlegum samningum. Sá innflutningur hefur verið gerður eins dýr og óhagkvæmur og hægt er, með tollum og uppboðum á tollkvóta, þannig að hann veiti innlendri framleiðslu enga raunverulega samkeppni. Ein meginrökin fyrir þessari stefnu er að hér þurfi að tryggja fæðuöryggi. Nú er farið að braka dálítið hátt í þessari meginforsendu tollverndarinnar. Undanfarin misseri hafa komið upp ýmis dæmi um að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Fyrir jól þurfti til dæmis að flytja inn smjör í stórum stíl og innlend kjötframleiðsla er líka langt frá því að anna markaðnum. Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fréttir af stórauknum innflutningi á kjötvörum. Þannig tífaldaðist innflutningur nautakjöts fyrstu sex mánuði þessa árs frá sama tímabili í fyrra. Í blaðinu í dag kemur fram að ef þróunin verður svipuð seinni hluta árs megi gera ráð fyrir að innflutningur á nautakjöti nemi um fimmtungi af markaðnum. Sambærilegt hlutfall fyrir svínakjöt er sjö prósent og fyrir alifuglakjöt ellefu prósent. Það er eingöngu í lambakjöti sem innlend kjötframleiðsla annar eftirspurn. Kerfið bregzt hins vegar þannig við að tollverndinni er áfram viðhaldið, jafnvel þótt skortur sé á innlendu vörunni. Í tilviki nautakjötsins að minnsta kosti leiðir það til hærra verðs til neytenda. Verðið á innlendu framleiðslunni hækkar vegna þess að framboðið er ekki nóg og svo stillir atvinnuvegaráðuneytið tollana þannig af að innflutningurinn sé heldur dýrari en innlenda framleiðslan. Undanfarna átján mánuði hefur nautahakk til dæmis hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu. Þetta er hæpin pólitík, því að það er vafasamt að innlendir framleiðendur anni eftirspurn á næstunni. Sala á nautakjöti hefur stóraukizt, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna, og bændur setja kvígur fremur á til mjólkurframleiðslu en til að framleiða kjöt. Í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum útskýrðu forsvarsmenn Landssambands kúabænda að loks hefðu stjórnvöld fengizt til að liðka fyrir innflutningi erfðaefnis til að kynbæta holdanautastofna og stuðla að hagkvæmari holdanautabúskap. Í blaðinu í fyrradag kom fram að frumvarp þess efnis væri væntanlegt í haust. Sem er gott, en mun þó ekki skila neinum árangri fyrr en eftir einhver ár. Á meðan mun vanta innlent kjöt. Ætla stjórnvöld að hafa verndartolla á innflutningnum allan þann tíma? Það er rétt sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Bylgjufréttum í gær, að þegar íslenzk vara annar ekki eftirspurn eigi ekki að beita verndartollum á innflutning. Það er líka rétt hjá henni að það þarf að endurskoða landbúnaðarpólitíkina eins og hún leggur sig; hún virkar svo augljóslega ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ein af forsendum íslenzkrar landbúnaðarpólitíkur eins og hún hefur verið útfærð undanfarna áratugi er að Ísland sé, eigi að vera og verði um fyrirsjáanlega framtíð sjálfu sér nógt um þær landbúnaðarvörur sem á annað borð eru framleiddar í landinu. Stjórnvöld hafa litið á innflutning á kjöti og mjólkurvörum sem óþarfa sem hefur verið þröngvað upp á okkur með alþjóðlegum samningum. Sá innflutningur hefur verið gerður eins dýr og óhagkvæmur og hægt er, með tollum og uppboðum á tollkvóta, þannig að hann veiti innlendri framleiðslu enga raunverulega samkeppni. Ein meginrökin fyrir þessari stefnu er að hér þurfi að tryggja fæðuöryggi. Nú er farið að braka dálítið hátt í þessari meginforsendu tollverndarinnar. Undanfarin misseri hafa komið upp ýmis dæmi um að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Fyrir jól þurfti til dæmis að flytja inn smjör í stórum stíl og innlend kjötframleiðsla er líka langt frá því að anna markaðnum. Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fréttir af stórauknum innflutningi á kjötvörum. Þannig tífaldaðist innflutningur nautakjöts fyrstu sex mánuði þessa árs frá sama tímabili í fyrra. Í blaðinu í dag kemur fram að ef þróunin verður svipuð seinni hluta árs megi gera ráð fyrir að innflutningur á nautakjöti nemi um fimmtungi af markaðnum. Sambærilegt hlutfall fyrir svínakjöt er sjö prósent og fyrir alifuglakjöt ellefu prósent. Það er eingöngu í lambakjöti sem innlend kjötframleiðsla annar eftirspurn. Kerfið bregzt hins vegar þannig við að tollverndinni er áfram viðhaldið, jafnvel þótt skortur sé á innlendu vörunni. Í tilviki nautakjötsins að minnsta kosti leiðir það til hærra verðs til neytenda. Verðið á innlendu framleiðslunni hækkar vegna þess að framboðið er ekki nóg og svo stillir atvinnuvegaráðuneytið tollana þannig af að innflutningurinn sé heldur dýrari en innlenda framleiðslan. Undanfarna átján mánuði hefur nautahakk til dæmis hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu. Þetta er hæpin pólitík, því að það er vafasamt að innlendir framleiðendur anni eftirspurn á næstunni. Sala á nautakjöti hefur stóraukizt, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna, og bændur setja kvígur fremur á til mjólkurframleiðslu en til að framleiða kjöt. Í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum útskýrðu forsvarsmenn Landssambands kúabænda að loks hefðu stjórnvöld fengizt til að liðka fyrir innflutningi erfðaefnis til að kynbæta holdanautastofna og stuðla að hagkvæmari holdanautabúskap. Í blaðinu í fyrradag kom fram að frumvarp þess efnis væri væntanlegt í haust. Sem er gott, en mun þó ekki skila neinum árangri fyrr en eftir einhver ár. Á meðan mun vanta innlent kjöt. Ætla stjórnvöld að hafa verndartolla á innflutningnum allan þann tíma? Það er rétt sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Bylgjufréttum í gær, að þegar íslenzk vara annar ekki eftirspurn eigi ekki að beita verndartollum á innflutning. Það er líka rétt hjá henni að það þarf að endurskoða landbúnaðarpólitíkina eins og hún leggur sig; hún virkar svo augljóslega ekki.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun