Hummus
200 g kjúklingabaunir
2 msk. tahini
3 hvítlauksgeirar
2 msk. ólífuolía
½ tsk. sítrónusafi
salt
1 tsk. matarsódi
Hafið kjúklingabaunirnar í bleyti í átta klukkutíma við stofuhita. Setjið þær síðan í pott og hyljið þær með köldu vatni. Bætið matarsóda við og sjóðið í næstum því tvo klukkutíma. Skolið baunirnar í þrjátíu sekúndur til að losna við matarsódabragðið.
Setjið þær í blandara eða matvinnsluvél ásamt öllu hinu og blandið þangað til hummusið er tilbúið.
Fengið hér.