Hressileg viðbrögð við góðum fréttum Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2014 07:00 Í síðastliðinni viku birti ég yfirlitsgrein fyrir þá þætti efnahagslífsins sem hafa verið á uppleið á síðustu misserum. Þessi grein fór fyrir brjóstið á nokkrum álitsgjöfum og því sé ég mig knúna til að reifa málið aðeins betur.Viðskiptajöfnuður hagstæður Fréttastjóri viðskiptafrétta 365 miðla skrifaði áhugaverðan leiðara föstudaginn 5. september. Leiðarahöfundur heldur því fram að viðskiptajöfnuður sé neikvæður. Það er rétt þegar heildartölur ársins 2014 eru teknar saman en skv. nýjustu tölum, sem komu út í síðustu viku, mælist viðskiptajöfnuður hagstæður um 2,9 ma. króna á 2. ársfjórðungi þessa árs. Það eru væntanlega góðar fréttir fyrir okkur öll.Betra lánshæfismat Varðandi bætt lánshæfismat þá heldur leiðarahöfundur því fram að það hafi verið kolrangt hjá mér, sem er skrítið. Staðreyndin er sú að lánshæfismat Íslands er nú í stöðugum horfum hjá lánshæfismatsfyrirtækjum. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í byrjun ágúst 2014 að horfur fyrir lánshæfismat á langtímaskuldbindingum væru stöðugar. Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s breytti horfunum um lánshæfi Ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar í janúar 2014 og úr stöðugum í jákvæðar í júlí 2014. Þetta eru líka góðar fréttir fyrir okkur öll.Ekki þriðja heims ríki Niðurstaða leiðarahöfundar var að Ísland væri þriðja heims ríki! Fyrst ber að nefna að í skýrslu World Economic Forum, sem fréttastjóri vísar í, þá hefur Ísland færst upp um sæti frá fyrra ári. Stefnan er að sjálfsögðu sú að ná hærra og að því eru stjórnvöld að vinna. Ég hef víða farið og get með engu móti borið Ísland saman við þriðja heims ríki. Slík niðurstaða er mjög langsótt. Samkvæmt Alþjóðabankanum eru þjóðartekjur á mann í lok árs 2013 hér á landi 5,3 m.kr. en til samanburðar eru tekjur í mörgum þriðja heims ríkjum á bilinu 100-500 þúsund kr. á ári. Við mælumst efst þegar kemur að jafnrétti og iðulega erum við efst á lista friðsælla ríkja. Heilbrigðis- og menntamál hér á landi eru einnig ávallt ofarlega á lista. Telur einhver að þessi samanburður fréttastjóra sé á rökum reistur?Bjart framundan Það er gott að búa á Íslandi. Vissulega eru mörg krefjandi verkefni framundan. Þar má nefna afnám gjaldeyrishaftanna, nýtt húsnæðiskerfi, afnám verðtryggingar, endurskipulagning almannatryggingakerfisins og sitthvað fleira. Ég get fullyrt að þessi ríkisstjórn hefur þrek og þor til að takast á við þessi verkefni og leysa þau með sóma. Staðreyndin er sú að hér hafa skapast rúmlega 5.000 störf síðan ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við, hagvöxtur er nú með því mesta sem þekkist, atvinnuleysi minna en víðast hvar, verðbólga sambærileg við það sem er í nágrannalöndum okkar og erlendir aðilar sýna fjárfestingum hér aftur mikinn áhuga. Við ættum að vera þakklát fyrir að búa á fallega landinu okkar og hjálpast að við að bæta það sem þarf að bæta. Verum jákvæð og bjartsýn á framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku birti ég yfirlitsgrein fyrir þá þætti efnahagslífsins sem hafa verið á uppleið á síðustu misserum. Þessi grein fór fyrir brjóstið á nokkrum álitsgjöfum og því sé ég mig knúna til að reifa málið aðeins betur.Viðskiptajöfnuður hagstæður Fréttastjóri viðskiptafrétta 365 miðla skrifaði áhugaverðan leiðara föstudaginn 5. september. Leiðarahöfundur heldur því fram að viðskiptajöfnuður sé neikvæður. Það er rétt þegar heildartölur ársins 2014 eru teknar saman en skv. nýjustu tölum, sem komu út í síðustu viku, mælist viðskiptajöfnuður hagstæður um 2,9 ma. króna á 2. ársfjórðungi þessa árs. Það eru væntanlega góðar fréttir fyrir okkur öll.Betra lánshæfismat Varðandi bætt lánshæfismat þá heldur leiðarahöfundur því fram að það hafi verið kolrangt hjá mér, sem er skrítið. Staðreyndin er sú að lánshæfismat Íslands er nú í stöðugum horfum hjá lánshæfismatsfyrirtækjum. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í byrjun ágúst 2014 að horfur fyrir lánshæfismat á langtímaskuldbindingum væru stöðugar. Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s breytti horfunum um lánshæfi Ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar í janúar 2014 og úr stöðugum í jákvæðar í júlí 2014. Þetta eru líka góðar fréttir fyrir okkur öll.Ekki þriðja heims ríki Niðurstaða leiðarahöfundar var að Ísland væri þriðja heims ríki! Fyrst ber að nefna að í skýrslu World Economic Forum, sem fréttastjóri vísar í, þá hefur Ísland færst upp um sæti frá fyrra ári. Stefnan er að sjálfsögðu sú að ná hærra og að því eru stjórnvöld að vinna. Ég hef víða farið og get með engu móti borið Ísland saman við þriðja heims ríki. Slík niðurstaða er mjög langsótt. Samkvæmt Alþjóðabankanum eru þjóðartekjur á mann í lok árs 2013 hér á landi 5,3 m.kr. en til samanburðar eru tekjur í mörgum þriðja heims ríkjum á bilinu 100-500 þúsund kr. á ári. Við mælumst efst þegar kemur að jafnrétti og iðulega erum við efst á lista friðsælla ríkja. Heilbrigðis- og menntamál hér á landi eru einnig ávallt ofarlega á lista. Telur einhver að þessi samanburður fréttastjóra sé á rökum reistur?Bjart framundan Það er gott að búa á Íslandi. Vissulega eru mörg krefjandi verkefni framundan. Þar má nefna afnám gjaldeyrishaftanna, nýtt húsnæðiskerfi, afnám verðtryggingar, endurskipulagning almannatryggingakerfisins og sitthvað fleira. Ég get fullyrt að þessi ríkisstjórn hefur þrek og þor til að takast á við þessi verkefni og leysa þau með sóma. Staðreyndin er sú að hér hafa skapast rúmlega 5.000 störf síðan ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við, hagvöxtur er nú með því mesta sem þekkist, atvinnuleysi minna en víðast hvar, verðbólga sambærileg við það sem er í nágrannalöndum okkar og erlendir aðilar sýna fjárfestingum hér aftur mikinn áhuga. Við ættum að vera þakklát fyrir að búa á fallega landinu okkar og hjálpast að við að bæta það sem þarf að bæta. Verum jákvæð og bjartsýn á framtíðina.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun