Vegagerðin fær 850 milljóna aukaframlag í stað þriggja milljarða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. september 2014 06:00 Nýframkvæmdir bíða Vegamálastjóri vill heldur að viðbótarframlag í fjárlögum fari í viðhald vega frekar en nýframkvæmdir. Fréttablaðið/Daníel Ljóst er að lítið verður um nýjar framkvæmdir Vegagerðarinnar á komandi ári en í stað þriggja milljarða króna viðbótarframlags sem kveðið var á um í samgönguáætlun sem rædd var á Alþingi í vor er í fjárlögum ársins 2015 gert ráð fyrir hækkun sem hljóðar upp á 850 milljónir króna. Heildarfjárveiting til Vegagerðarinnar er20 milljarðar og 419 milljónir króna sem jafngildir 315 milljóna króna hækkun að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs. „Þetta er náttúrulega mun lægri upphæð en við vonuðumst til eftir að samgönguáætlun var lögð fram,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri eftir að fjárlagafrumvarpið var gert opinbert í gær. „Þarna eru að skila sér 850 milljónir sem eiga að fara í nýframkvæmdir. Það þýðir að það er engin viðbót í viðhald sem við teljum mjög mikilvægt að sinna.“Viðhaldsleysi farið að koma niður á endingu vega Af þeim þremur milljörðum sem ráðgert var í samgönguáætlun að leggja til Vegagerðarinnar átti einn þriðji að renna í viðhald og viðgerðir vega. Hreinn segir vonbrigði að ekki sé reiknað með neinni aukningu í þá liði. Í frumvarpinu er það þó tekið fram að í meðförum þess á þingi sé mögulegt að færa einhvern hluta framlagsins úr nýframkvæmdum í viðhald. „Það myndi þá þýða að það er lítið af stærri verkefnum sem myndi vera hægt að leggja af stað með á næsta ári.“ Hreinn segist tvímælalaust vilja taka hluta framlagsins sem ætlaður er í nýframkvæmdir og færa yfir í viðhald vega. Talar hann um allt að 500 milljónir í þessu samhengi. „Það er sérstaklega þetta viðhaldsleysi sem er farið að koma niður á endingu veganna sem við lítum alvarlegum augum. Það getur að auki komið niður á öryggi vegfarenda.“ Hann segist fá margar kvartanir um skemmdir á bílum vegna þess að vegir eru ekki nógu góðir. Hreinn sýnir þó lægra framlagi ákveðinn skilning. „Þetta eru alltaf miklar sveiflur í þeim verkefnum sem við sinnum, sérstaklega hvað varðar nýjar framkvæmdir. Við fylgjumst náttúrulega með ástandi þjóðarbúsins eins og aðrir og tilraunum til hallalausra fjárlaga. Það er oft einfaldara að fresta verklegum framkvæmdum heldur en rekstri á heilsugæslu eða menntastofnunum og öðru slíku.“ Hreinn segist þó vongóður um að hægt verði að bæta framlögin til Vegagerðarinnar í meðförum þingsins. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Ljóst er að lítið verður um nýjar framkvæmdir Vegagerðarinnar á komandi ári en í stað þriggja milljarða króna viðbótarframlags sem kveðið var á um í samgönguáætlun sem rædd var á Alþingi í vor er í fjárlögum ársins 2015 gert ráð fyrir hækkun sem hljóðar upp á 850 milljónir króna. Heildarfjárveiting til Vegagerðarinnar er20 milljarðar og 419 milljónir króna sem jafngildir 315 milljóna króna hækkun að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs. „Þetta er náttúrulega mun lægri upphæð en við vonuðumst til eftir að samgönguáætlun var lögð fram,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri eftir að fjárlagafrumvarpið var gert opinbert í gær. „Þarna eru að skila sér 850 milljónir sem eiga að fara í nýframkvæmdir. Það þýðir að það er engin viðbót í viðhald sem við teljum mjög mikilvægt að sinna.“Viðhaldsleysi farið að koma niður á endingu vega Af þeim þremur milljörðum sem ráðgert var í samgönguáætlun að leggja til Vegagerðarinnar átti einn þriðji að renna í viðhald og viðgerðir vega. Hreinn segir vonbrigði að ekki sé reiknað með neinni aukningu í þá liði. Í frumvarpinu er það þó tekið fram að í meðförum þess á þingi sé mögulegt að færa einhvern hluta framlagsins úr nýframkvæmdum í viðhald. „Það myndi þá þýða að það er lítið af stærri verkefnum sem myndi vera hægt að leggja af stað með á næsta ári.“ Hreinn segist tvímælalaust vilja taka hluta framlagsins sem ætlaður er í nýframkvæmdir og færa yfir í viðhald vega. Talar hann um allt að 500 milljónir í þessu samhengi. „Það er sérstaklega þetta viðhaldsleysi sem er farið að koma niður á endingu veganna sem við lítum alvarlegum augum. Það getur að auki komið niður á öryggi vegfarenda.“ Hann segist fá margar kvartanir um skemmdir á bílum vegna þess að vegir eru ekki nógu góðir. Hreinn sýnir þó lægra framlagi ákveðinn skilning. „Þetta eru alltaf miklar sveiflur í þeim verkefnum sem við sinnum, sérstaklega hvað varðar nýjar framkvæmdir. Við fylgjumst náttúrulega með ástandi þjóðarbúsins eins og aðrir og tilraunum til hallalausra fjárlaga. Það er oft einfaldara að fresta verklegum framkvæmdum heldur en rekstri á heilsugæslu eða menntastofnunum og öðru slíku.“ Hreinn segist þó vongóður um að hægt verði að bæta framlögin til Vegagerðarinnar í meðförum þingsins.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira