Breytingar á neyslusköttum – mikilvægt skref í rétta átt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 11. september 2014 07:00 Boðaðar breytingar á virðisaukaskatti og afnám vörugjalda í nýju fjárlagafrumvarpi eru afar jákvæðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Bæði neytendur og framleiðendur munu njóta góðs af breytingunum og innheimta skatta fyrir ríkissjóð verður einfaldari og skilvirkari. Neytendur munu enn fremur njóta minnkandi kostnaðar við innheimtu vörugjalda. Hins vegar eru það mikil vonbrigði að til standi að hætta endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað. Breytingar á virðisaukaskatti eiga að taka gildi um næstu áramót og fela í sér að efra þrep skattsins lækkar úr 25,5% í 24% en neðra þrepið hækkar úr 7% í 12% auk þess sem stofn skattsins breikkar. Vissulega hækkar almennt matarverð, en á móti vegur afnám vörugjalda á matvæli sem voru afar íþyngjandi og á margan hátt falin skattlagning. Þessi breyting er í góðu samræmi við áherslur Samtaka iðnaðarins á að dregið sé úr bili milli skattþrepa og hætt innheimtu ógegnsærra og óskilvirkra vörugjalda. Í heild sinni er þessum aðgerðum ekki ætlað að auka tekjur ríkissjóðs og því verða ekki neikvæð áhrif á verðlag. Raunar má færa gild rök fyrir hinu gagnstæða.Mikil vonbrigði Samtök iðnaðarins hafa um langt árabil barist fyrir afnámi vörugjalda enda byggði sú skattlagning á óljósum forsendum. Það eru hins vegar mikil vonbrigði að hætta eigi við 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu á byggingarstað. Ríkir almannahagsmunir réðu því að stjórnvöld ákváðu að fara í þessa aðgerð árið 2009. Atvinnuástand var slæmt og auk þess var endurgreiðslan mikilvægur liður í að draga úr svartri atvinnustarfsemi. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi stendur til að lækka endurgreiðsluna aftur í 60%. Samtök iðnaðarins styðja að endurgreiðsluheimild til sveitarfélaga verði felld úr gildi enda ekki þörf á að hvetja til opinberra byggingaframkvæmda. Samtökin telja hins vegar fulla ástæðu til að framlengja endurgreiðsluna í almennri byggingastarfsemi til að sporna gegn svartri atvinnustarfsemi. Færa má fyrir því gild rök að 100% endurgreiðsla hafi jákvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs enda mikilvægur hvati þess að hafa öll viðskipti uppi á borði. Einfaldara og skilvirkara skattkerfi hefur frá upphafi verið eitt helsta baráttumál Samtaka iðnaðarins. Með þessum breytingum eru stigin mikilvæg skref í rétta átt. Halda þarf áfram á þeirri braut og vilja Samtök iðnaðarins eiga gott samstarf við stjórnvöld um næstu skref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Boðaðar breytingar á virðisaukaskatti og afnám vörugjalda í nýju fjárlagafrumvarpi eru afar jákvæðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Bæði neytendur og framleiðendur munu njóta góðs af breytingunum og innheimta skatta fyrir ríkissjóð verður einfaldari og skilvirkari. Neytendur munu enn fremur njóta minnkandi kostnaðar við innheimtu vörugjalda. Hins vegar eru það mikil vonbrigði að til standi að hætta endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað. Breytingar á virðisaukaskatti eiga að taka gildi um næstu áramót og fela í sér að efra þrep skattsins lækkar úr 25,5% í 24% en neðra þrepið hækkar úr 7% í 12% auk þess sem stofn skattsins breikkar. Vissulega hækkar almennt matarverð, en á móti vegur afnám vörugjalda á matvæli sem voru afar íþyngjandi og á margan hátt falin skattlagning. Þessi breyting er í góðu samræmi við áherslur Samtaka iðnaðarins á að dregið sé úr bili milli skattþrepa og hætt innheimtu ógegnsærra og óskilvirkra vörugjalda. Í heild sinni er þessum aðgerðum ekki ætlað að auka tekjur ríkissjóðs og því verða ekki neikvæð áhrif á verðlag. Raunar má færa gild rök fyrir hinu gagnstæða.Mikil vonbrigði Samtök iðnaðarins hafa um langt árabil barist fyrir afnámi vörugjalda enda byggði sú skattlagning á óljósum forsendum. Það eru hins vegar mikil vonbrigði að hætta eigi við 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu á byggingarstað. Ríkir almannahagsmunir réðu því að stjórnvöld ákváðu að fara í þessa aðgerð árið 2009. Atvinnuástand var slæmt og auk þess var endurgreiðslan mikilvægur liður í að draga úr svartri atvinnustarfsemi. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi stendur til að lækka endurgreiðsluna aftur í 60%. Samtök iðnaðarins styðja að endurgreiðsluheimild til sveitarfélaga verði felld úr gildi enda ekki þörf á að hvetja til opinberra byggingaframkvæmda. Samtökin telja hins vegar fulla ástæðu til að framlengja endurgreiðsluna í almennri byggingastarfsemi til að sporna gegn svartri atvinnustarfsemi. Færa má fyrir því gild rök að 100% endurgreiðsla hafi jákvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs enda mikilvægur hvati þess að hafa öll viðskipti uppi á borði. Einfaldara og skilvirkara skattkerfi hefur frá upphafi verið eitt helsta baráttumál Samtaka iðnaðarins. Með þessum breytingum eru stigin mikilvæg skref í rétta átt. Halda þarf áfram á þeirri braut og vilja Samtök iðnaðarins eiga gott samstarf við stjórnvöld um næstu skref.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun