Skildi ekki þjálfarann en tók ummælunum sem hrósi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2014 06:30 Sigrún Ella Einarsdóttir hefur átt frábært tímabil með Stjörnunni. vísir/valli Ísland mætir Serbíu í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli. Ísland á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni og því hefur Freyr Alexandersson lagt áherslu á að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Í þeim hópi er Sigrún Ella Einarsdóttir sem stóð sig vel þegar hún kom inn á í sínum fyrsta landsleik um helgina, er Ísland lagði Ísrael, 3-0. „Mér leið vel og það var gott að koma inn á í stöðunni 2-0. Þá var maður aðeins rólegri fyrir vikið,“ sagði Sigrún Ella, sem uppskar mikið hrós frá þjálfaranum fyrir frammistöðu sína. „Það er alltaf gott að fá hrós en ég reyni að halda mér á jörðinni og sinna minni vinnu áfram,“ segir hún en Sigrún Ella veit ekki hvort frammistaðan dugir til að fá sæti í byrjunarliðinu í kvöld. „Fanndís stóð sig vel í leiknum, skoraði til dæmis frábært mark, og það verður erfitt að slá hana út úr liðinu. Ég æfi bara og spila eins vel og ég get,“ segir Sigrún Ella sem kom til Stjörnunnar frá uppeldisfélagi sínu, FH, fyrir síðasta tímabil. Þar hefur hún blómstrað og verið í lykilhlutverki í liði Stjörnunnar sem er aðeins einu stigi frá Íslandsmeistaratitlinum. „Ég skipti um lið til að fá stærri áskorun og mér hefur gengið ágætlega. Ég hef mín markmið en framtíðin verður að leiða í ljós hvort ég næ þeim.“ Freyr sagði fyrir leikinn gegn Ísrael að Sigrún Ella væri kantmaður af „gamla skólanum“ og að það væru leikmenn að hans skapi. „Ég vissi reyndar ekki alveg hvað hann átti við en ég tók því bara sem hrósi,“ sagði hún og hló. Leikurinn í kvöld verður sá síðasti hjá markverðinum Þóru B. Helgadóttur en hann hefst klukkan 17.00 og verður í beinni textalýsinu á íþróttavef Vísis. Íslenski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Ísland mætir Serbíu í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli. Ísland á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni og því hefur Freyr Alexandersson lagt áherslu á að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Í þeim hópi er Sigrún Ella Einarsdóttir sem stóð sig vel þegar hún kom inn á í sínum fyrsta landsleik um helgina, er Ísland lagði Ísrael, 3-0. „Mér leið vel og það var gott að koma inn á í stöðunni 2-0. Þá var maður aðeins rólegri fyrir vikið,“ sagði Sigrún Ella, sem uppskar mikið hrós frá þjálfaranum fyrir frammistöðu sína. „Það er alltaf gott að fá hrós en ég reyni að halda mér á jörðinni og sinna minni vinnu áfram,“ segir hún en Sigrún Ella veit ekki hvort frammistaðan dugir til að fá sæti í byrjunarliðinu í kvöld. „Fanndís stóð sig vel í leiknum, skoraði til dæmis frábært mark, og það verður erfitt að slá hana út úr liðinu. Ég æfi bara og spila eins vel og ég get,“ segir Sigrún Ella sem kom til Stjörnunnar frá uppeldisfélagi sínu, FH, fyrir síðasta tímabil. Þar hefur hún blómstrað og verið í lykilhlutverki í liði Stjörnunnar sem er aðeins einu stigi frá Íslandsmeistaratitlinum. „Ég skipti um lið til að fá stærri áskorun og mér hefur gengið ágætlega. Ég hef mín markmið en framtíðin verður að leiða í ljós hvort ég næ þeim.“ Freyr sagði fyrir leikinn gegn Ísrael að Sigrún Ella væri kantmaður af „gamla skólanum“ og að það væru leikmenn að hans skapi. „Ég vissi reyndar ekki alveg hvað hann átti við en ég tók því bara sem hrósi,“ sagði hún og hló. Leikurinn í kvöld verður sá síðasti hjá markverðinum Þóru B. Helgadóttur en hann hefst klukkan 17.00 og verður í beinni textalýsinu á íþróttavef Vísis.
Íslenski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira