Derringur í ráðamönnum Sigurjón M. Egilsson skrifar 22. september 2014 07:00 Meðan hinn almenni Íslendingur bíður þess að heyra fréttir, af gangi kjaraviðræðna og hvað taki við þegar skammtímasamningarnir á vinnumarkaði renna sitt skeið, innan ekki langs tíma, upphefst enn og aftur derringur milli þeirra sem mestu ráða um framgang málsins. Forysta Alþýðusambandsins hefur slitið samstarfi, samráði og bara hverju sem er sem varðar næstu og nauðsynlegustu skref. Mikið er það merkilegt að þetta eða annað ámóta skuli endurtekið aftur og aftur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur virkjað Facebook til að leggja sitt inn í ósættið og segir þar forystu ASÍ hlaupa eftir frösum sem falli af vörum forystu Samfylkingarinnar. Og Bjarni gerir þar það sama og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gert, það er að ætla forseta Alþýðusambandsins að stjórnast af komandi forystukosningum í Alþýðusambandinu. Meðan stóru strákarnir eru á þessu stigi í málinu getum við hin, sem eigum svo mikið undir að vel takist til hjá þeim sem hafa valist til forystu hér og þar, ekki vænst mikils. Mörgum eru ofarlega í minni orð Sigmundar Davíðs, Bjarna, Gylfa Arnbjörnssonar og svo Þorsteins Víglundssonar í þættinum Sprengisandi, að framundan séu átök á vinnumarkaði og ekki verði sjálfgefið að takist að verja þann árangur sem þó hefur tekist að ná. Þjóðin á svo mikið undir að ekki verði holskefla með ófyrirsjáanlegum afleiðingum í landi verðtryggingarinnar. Meðan forysta Alþýðusambandsins skellir hurðum og forysta landsstjórnarinnar ullar á móti gerist trúlegast fátt af viti. Það er með ólíkindum hvernig menn geta látið. Gagnrýni Alþýðusambandsins á tekjuáætlun ríkisins og á fjárlagafrumvarpið er gagnrýni sem verður að taka alvarlega. Staða Alþýðusambandsins er, eða allavega á að vera, sú að orð þess eiga að skipta máli, vera tekin alvarlega. Til að svo verði þarf tvennt til, að lágmarki. Að ASÍ hagi orðum sínum af ábyrgð og að ríkisstjórn, á hverjum tíma, sé skipuð fólki sem tekur gagnrýni en firrist ekki við og hamist á forystumanninum. En ekki efninu. ASÍ þykir halla á þá lakar settu gagnvart hinum. Í þeirra huga er verk að vinna til að snúa af þeirri stefnu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu og tekjufrumvarpinu. Og þá kemur að því hvaða leið er best að fara til að freista þess að ná fram, að þeirra mati, sem mestum og bestum árangri. Fara í fýlu? Eða freista þess með öðrum hætti að hafa áhrif á það sem verður? Þar sem allir, sem til þekkja og að koma, gera ráð fyrir hörðum átökum um kaup og kjör, bæði milli deilenda á vinnumarkaði og ríkisvaldsins, hlýtur fyrsta krafa okkar hinna að vera sú, að strákarnir hætti þessu rugli og taki að vinna að framgangi málsins. Ekki er annað að sjá en að fjármálaráðherra hafi lagt fram fjárlagafrumvarp og tekjuáætlun ríkisins til umræðu og endurgerðar. Málið er honum ekki fastara í hendi en svo að nánast hálfur þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar hefur fyrirvara um þetta allt saman. Kannski færi best á því fyrir Alþýðusambandið að bæta sér í þann hóp, berjast fyrir sínu og freista þess að fá sitt fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Meðan hinn almenni Íslendingur bíður þess að heyra fréttir, af gangi kjaraviðræðna og hvað taki við þegar skammtímasamningarnir á vinnumarkaði renna sitt skeið, innan ekki langs tíma, upphefst enn og aftur derringur milli þeirra sem mestu ráða um framgang málsins. Forysta Alþýðusambandsins hefur slitið samstarfi, samráði og bara hverju sem er sem varðar næstu og nauðsynlegustu skref. Mikið er það merkilegt að þetta eða annað ámóta skuli endurtekið aftur og aftur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur virkjað Facebook til að leggja sitt inn í ósættið og segir þar forystu ASÍ hlaupa eftir frösum sem falli af vörum forystu Samfylkingarinnar. Og Bjarni gerir þar það sama og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gert, það er að ætla forseta Alþýðusambandsins að stjórnast af komandi forystukosningum í Alþýðusambandinu. Meðan stóru strákarnir eru á þessu stigi í málinu getum við hin, sem eigum svo mikið undir að vel takist til hjá þeim sem hafa valist til forystu hér og þar, ekki vænst mikils. Mörgum eru ofarlega í minni orð Sigmundar Davíðs, Bjarna, Gylfa Arnbjörnssonar og svo Þorsteins Víglundssonar í þættinum Sprengisandi, að framundan séu átök á vinnumarkaði og ekki verði sjálfgefið að takist að verja þann árangur sem þó hefur tekist að ná. Þjóðin á svo mikið undir að ekki verði holskefla með ófyrirsjáanlegum afleiðingum í landi verðtryggingarinnar. Meðan forysta Alþýðusambandsins skellir hurðum og forysta landsstjórnarinnar ullar á móti gerist trúlegast fátt af viti. Það er með ólíkindum hvernig menn geta látið. Gagnrýni Alþýðusambandsins á tekjuáætlun ríkisins og á fjárlagafrumvarpið er gagnrýni sem verður að taka alvarlega. Staða Alþýðusambandsins er, eða allavega á að vera, sú að orð þess eiga að skipta máli, vera tekin alvarlega. Til að svo verði þarf tvennt til, að lágmarki. Að ASÍ hagi orðum sínum af ábyrgð og að ríkisstjórn, á hverjum tíma, sé skipuð fólki sem tekur gagnrýni en firrist ekki við og hamist á forystumanninum. En ekki efninu. ASÍ þykir halla á þá lakar settu gagnvart hinum. Í þeirra huga er verk að vinna til að snúa af þeirri stefnu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu og tekjufrumvarpinu. Og þá kemur að því hvaða leið er best að fara til að freista þess að ná fram, að þeirra mati, sem mestum og bestum árangri. Fara í fýlu? Eða freista þess með öðrum hætti að hafa áhrif á það sem verður? Þar sem allir, sem til þekkja og að koma, gera ráð fyrir hörðum átökum um kaup og kjör, bæði milli deilenda á vinnumarkaði og ríkisvaldsins, hlýtur fyrsta krafa okkar hinna að vera sú, að strákarnir hætti þessu rugli og taki að vinna að framgangi málsins. Ekki er annað að sjá en að fjármálaráðherra hafi lagt fram fjárlagafrumvarp og tekjuáætlun ríkisins til umræðu og endurgerðar. Málið er honum ekki fastara í hendi en svo að nánast hálfur þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar hefur fyrirvara um þetta allt saman. Kannski færi best á því fyrir Alþýðusambandið að bæta sér í þann hóp, berjast fyrir sínu og freista þess að fá sitt fram.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun