Derringur í ráðamönnum Sigurjón M. Egilsson skrifar 22. september 2014 07:00 Meðan hinn almenni Íslendingur bíður þess að heyra fréttir, af gangi kjaraviðræðna og hvað taki við þegar skammtímasamningarnir á vinnumarkaði renna sitt skeið, innan ekki langs tíma, upphefst enn og aftur derringur milli þeirra sem mestu ráða um framgang málsins. Forysta Alþýðusambandsins hefur slitið samstarfi, samráði og bara hverju sem er sem varðar næstu og nauðsynlegustu skref. Mikið er það merkilegt að þetta eða annað ámóta skuli endurtekið aftur og aftur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur virkjað Facebook til að leggja sitt inn í ósættið og segir þar forystu ASÍ hlaupa eftir frösum sem falli af vörum forystu Samfylkingarinnar. Og Bjarni gerir þar það sama og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gert, það er að ætla forseta Alþýðusambandsins að stjórnast af komandi forystukosningum í Alþýðusambandinu. Meðan stóru strákarnir eru á þessu stigi í málinu getum við hin, sem eigum svo mikið undir að vel takist til hjá þeim sem hafa valist til forystu hér og þar, ekki vænst mikils. Mörgum eru ofarlega í minni orð Sigmundar Davíðs, Bjarna, Gylfa Arnbjörnssonar og svo Þorsteins Víglundssonar í þættinum Sprengisandi, að framundan séu átök á vinnumarkaði og ekki verði sjálfgefið að takist að verja þann árangur sem þó hefur tekist að ná. Þjóðin á svo mikið undir að ekki verði holskefla með ófyrirsjáanlegum afleiðingum í landi verðtryggingarinnar. Meðan forysta Alþýðusambandsins skellir hurðum og forysta landsstjórnarinnar ullar á móti gerist trúlegast fátt af viti. Það er með ólíkindum hvernig menn geta látið. Gagnrýni Alþýðusambandsins á tekjuáætlun ríkisins og á fjárlagafrumvarpið er gagnrýni sem verður að taka alvarlega. Staða Alþýðusambandsins er, eða allavega á að vera, sú að orð þess eiga að skipta máli, vera tekin alvarlega. Til að svo verði þarf tvennt til, að lágmarki. Að ASÍ hagi orðum sínum af ábyrgð og að ríkisstjórn, á hverjum tíma, sé skipuð fólki sem tekur gagnrýni en firrist ekki við og hamist á forystumanninum. En ekki efninu. ASÍ þykir halla á þá lakar settu gagnvart hinum. Í þeirra huga er verk að vinna til að snúa af þeirri stefnu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu og tekjufrumvarpinu. Og þá kemur að því hvaða leið er best að fara til að freista þess að ná fram, að þeirra mati, sem mestum og bestum árangri. Fara í fýlu? Eða freista þess með öðrum hætti að hafa áhrif á það sem verður? Þar sem allir, sem til þekkja og að koma, gera ráð fyrir hörðum átökum um kaup og kjör, bæði milli deilenda á vinnumarkaði og ríkisvaldsins, hlýtur fyrsta krafa okkar hinna að vera sú, að strákarnir hætti þessu rugli og taki að vinna að framgangi málsins. Ekki er annað að sjá en að fjármálaráðherra hafi lagt fram fjárlagafrumvarp og tekjuáætlun ríkisins til umræðu og endurgerðar. Málið er honum ekki fastara í hendi en svo að nánast hálfur þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar hefur fyrirvara um þetta allt saman. Kannski færi best á því fyrir Alþýðusambandið að bæta sér í þann hóp, berjast fyrir sínu og freista þess að fá sitt fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Meðan hinn almenni Íslendingur bíður þess að heyra fréttir, af gangi kjaraviðræðna og hvað taki við þegar skammtímasamningarnir á vinnumarkaði renna sitt skeið, innan ekki langs tíma, upphefst enn og aftur derringur milli þeirra sem mestu ráða um framgang málsins. Forysta Alþýðusambandsins hefur slitið samstarfi, samráði og bara hverju sem er sem varðar næstu og nauðsynlegustu skref. Mikið er það merkilegt að þetta eða annað ámóta skuli endurtekið aftur og aftur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur virkjað Facebook til að leggja sitt inn í ósættið og segir þar forystu ASÍ hlaupa eftir frösum sem falli af vörum forystu Samfylkingarinnar. Og Bjarni gerir þar það sama og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gert, það er að ætla forseta Alþýðusambandsins að stjórnast af komandi forystukosningum í Alþýðusambandinu. Meðan stóru strákarnir eru á þessu stigi í málinu getum við hin, sem eigum svo mikið undir að vel takist til hjá þeim sem hafa valist til forystu hér og þar, ekki vænst mikils. Mörgum eru ofarlega í minni orð Sigmundar Davíðs, Bjarna, Gylfa Arnbjörnssonar og svo Þorsteins Víglundssonar í þættinum Sprengisandi, að framundan séu átök á vinnumarkaði og ekki verði sjálfgefið að takist að verja þann árangur sem þó hefur tekist að ná. Þjóðin á svo mikið undir að ekki verði holskefla með ófyrirsjáanlegum afleiðingum í landi verðtryggingarinnar. Meðan forysta Alþýðusambandsins skellir hurðum og forysta landsstjórnarinnar ullar á móti gerist trúlegast fátt af viti. Það er með ólíkindum hvernig menn geta látið. Gagnrýni Alþýðusambandsins á tekjuáætlun ríkisins og á fjárlagafrumvarpið er gagnrýni sem verður að taka alvarlega. Staða Alþýðusambandsins er, eða allavega á að vera, sú að orð þess eiga að skipta máli, vera tekin alvarlega. Til að svo verði þarf tvennt til, að lágmarki. Að ASÍ hagi orðum sínum af ábyrgð og að ríkisstjórn, á hverjum tíma, sé skipuð fólki sem tekur gagnrýni en firrist ekki við og hamist á forystumanninum. En ekki efninu. ASÍ þykir halla á þá lakar settu gagnvart hinum. Í þeirra huga er verk að vinna til að snúa af þeirri stefnu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu og tekjufrumvarpinu. Og þá kemur að því hvaða leið er best að fara til að freista þess að ná fram, að þeirra mati, sem mestum og bestum árangri. Fara í fýlu? Eða freista þess með öðrum hætti að hafa áhrif á það sem verður? Þar sem allir, sem til þekkja og að koma, gera ráð fyrir hörðum átökum um kaup og kjör, bæði milli deilenda á vinnumarkaði og ríkisvaldsins, hlýtur fyrsta krafa okkar hinna að vera sú, að strákarnir hætti þessu rugli og taki að vinna að framgangi málsins. Ekki er annað að sjá en að fjármálaráðherra hafi lagt fram fjárlagafrumvarp og tekjuáætlun ríkisins til umræðu og endurgerðar. Málið er honum ekki fastara í hendi en svo að nánast hálfur þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar hefur fyrirvara um þetta allt saman. Kannski færi best á því fyrir Alþýðusambandið að bæta sér í þann hóp, berjast fyrir sínu og freista þess að fá sitt fram.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun