Vísitala veiðigjalda Skjóðan skrifar 24. september 2014 11:00 Frá mótmælum sjómanna og útgerðarmanna í Reykjavíkurhöfn í júní 2012. Vísir/Vilhelm Afkoma stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins er stórgóð á sama tíma og stjórnvöld létta álögum af þeim svo milljörðum skiptir. Samherji hagnaðist um 22 milljarða eftir skatta og gjöld á síðasta fjárhagsári og forstjóri fyrirtækisins kvartar undan því að rekstrarumhverfi hér á landi sé fjandsamlegt. Samt er þetta fimmta árið í röð sem allar rekstrareiningar Samherja skila hagnaði. Forstjórinn kvartar því varla undan þungum álögum af hálfu stjórnvalda heldur beinist gagnrýni hans væntanlega að rannsókn Seðlabankans og sérstaks saksóknara á meintum brotum Samherja á lögum um gjaldeyrishöft. Samkvæmt Fiskistofu greiða ríflega 500 fyrirtæki á Íslandi veiðigjöld. Álögð heildarveiðigjöld vegna fiskveiðiársins 2013/2014 nema ríflega sjö milljörðum og hafa lækkað um níu milljarða frá fiskveiðiárinu 2012/2013. Greiðendum hefur einnig fækkað um meira en helming. Ef einungis er litið til þeirra fyrirtækja sem greiða meira en 200 milljónir í veiðigjöld þá hefur þeim fækkað úr 18 í 11, meðalfjárhæð veiðigjalda hefur lækkað úr 621 milljón í 377 milljónir og hlutdeild þessara stærstu fyrirtækja í heildarveiðigjöldum lækkað úr 70 prósent í 60 prósent. Sem sagt. Veiðigjöldin hafa lækkað um meira en helming milli ára og leggjast hlutfallslega léttar á stærstu útgerðirnar en áður. Hagnaður stærsta útgerðarfyrirtækis landsins nemur meira en þrefaldri þeirri upphæð sem ríkið innheimtir í veiðigjöld af öllum útgerðarfyrirtækjum landsins. Á sama tíma og útgerðin blómstrar og veiðigjöld lækka boðar ríkisstjórnin breytingar á virðisaukaskatti. Undanþágum fækkar og lægra þrepið hækkar úr 7 prósentum í 12 prósent. Þessi hækkun leggst þungt á mat og bækur. Afleiðingin er hækkun á neysluvísitölu, sem aftur hækkar höfuðstól verðtryggðra lána. Til að vega upp á móti þeirri hækkun lækkar hærra þrepið úr 25,5 prósentum í 24 prósent og almenn vörugjöld falla niður. Skiptar skoðanir eru á því hvort þessar mótvægisaðgerðir dugi og hvort þær nýtist tekjulágum jafnt sem tekjuháum. Öll þjóðin greiðir virðisaukaskatt en einungis örfá fyrirtæki greiða veiðigjöld fyrir afnot af þjóðarauðlindinni. Áhrif ellefu útgerðarfyrirtækja á stjórnvöld virðast vera meiri en afl heillar þjóðar. Það vekur svo athygli að laxveiðileyfi verða áfram undanþegin virðisaukaskatti þó að reynt sé að eyða undanþágum. Kannski markast það af stefnufestu ríkisstjórnarinnar í andstöðu við hvers kyns veiðigjöld til ríkisins. Þegar horft er annars vegar til þróunar verðlags á neysluvörum hér á landi og hins vegar þróunar á veiðigjöldum til ríkisins kann að vera vænlegt fyrir lántakendur að berjast fyrir því að verðtryggð lán miðist við vísitölu veiðigjalda fremur en neysluverðsvísitölu, sem er viðkvæm fyrir hvers kyns skattheimtu ríkisins.Skjóðan er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skjóðan Tengdar fréttir Kyndilberi neytendahagsmuna? MS er markaðsráðandi fyrirtæki í einokunarstöðu. Sektarálagning skiptir slík fyrirtæki litlu máli því sektinni verður velt út í verðlag og lendir á neytendum. Markaðsmisnotkun ráðandi fyrirtækja mun ekki linna fyrr en stjórnendur þeirra verða persónulega látnir sæta ábyrgð fyrir samkeppnisbrot. 1. október 2014 14:15 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Afkoma stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins er stórgóð á sama tíma og stjórnvöld létta álögum af þeim svo milljörðum skiptir. Samherji hagnaðist um 22 milljarða eftir skatta og gjöld á síðasta fjárhagsári og forstjóri fyrirtækisins kvartar undan því að rekstrarumhverfi hér á landi sé fjandsamlegt. Samt er þetta fimmta árið í röð sem allar rekstrareiningar Samherja skila hagnaði. Forstjórinn kvartar því varla undan þungum álögum af hálfu stjórnvalda heldur beinist gagnrýni hans væntanlega að rannsókn Seðlabankans og sérstaks saksóknara á meintum brotum Samherja á lögum um gjaldeyrishöft. Samkvæmt Fiskistofu greiða ríflega 500 fyrirtæki á Íslandi veiðigjöld. Álögð heildarveiðigjöld vegna fiskveiðiársins 2013/2014 nema ríflega sjö milljörðum og hafa lækkað um níu milljarða frá fiskveiðiárinu 2012/2013. Greiðendum hefur einnig fækkað um meira en helming. Ef einungis er litið til þeirra fyrirtækja sem greiða meira en 200 milljónir í veiðigjöld þá hefur þeim fækkað úr 18 í 11, meðalfjárhæð veiðigjalda hefur lækkað úr 621 milljón í 377 milljónir og hlutdeild þessara stærstu fyrirtækja í heildarveiðigjöldum lækkað úr 70 prósent í 60 prósent. Sem sagt. Veiðigjöldin hafa lækkað um meira en helming milli ára og leggjast hlutfallslega léttar á stærstu útgerðirnar en áður. Hagnaður stærsta útgerðarfyrirtækis landsins nemur meira en þrefaldri þeirri upphæð sem ríkið innheimtir í veiðigjöld af öllum útgerðarfyrirtækjum landsins. Á sama tíma og útgerðin blómstrar og veiðigjöld lækka boðar ríkisstjórnin breytingar á virðisaukaskatti. Undanþágum fækkar og lægra þrepið hækkar úr 7 prósentum í 12 prósent. Þessi hækkun leggst þungt á mat og bækur. Afleiðingin er hækkun á neysluvísitölu, sem aftur hækkar höfuðstól verðtryggðra lána. Til að vega upp á móti þeirri hækkun lækkar hærra þrepið úr 25,5 prósentum í 24 prósent og almenn vörugjöld falla niður. Skiptar skoðanir eru á því hvort þessar mótvægisaðgerðir dugi og hvort þær nýtist tekjulágum jafnt sem tekjuháum. Öll þjóðin greiðir virðisaukaskatt en einungis örfá fyrirtæki greiða veiðigjöld fyrir afnot af þjóðarauðlindinni. Áhrif ellefu útgerðarfyrirtækja á stjórnvöld virðast vera meiri en afl heillar þjóðar. Það vekur svo athygli að laxveiðileyfi verða áfram undanþegin virðisaukaskatti þó að reynt sé að eyða undanþágum. Kannski markast það af stefnufestu ríkisstjórnarinnar í andstöðu við hvers kyns veiðigjöld til ríkisins. Þegar horft er annars vegar til þróunar verðlags á neysluvörum hér á landi og hins vegar þróunar á veiðigjöldum til ríkisins kann að vera vænlegt fyrir lántakendur að berjast fyrir því að verðtryggð lán miðist við vísitölu veiðigjalda fremur en neysluverðsvísitölu, sem er viðkvæm fyrir hvers kyns skattheimtu ríkisins.Skjóðan er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skjóðan Tengdar fréttir Kyndilberi neytendahagsmuna? MS er markaðsráðandi fyrirtæki í einokunarstöðu. Sektarálagning skiptir slík fyrirtæki litlu máli því sektinni verður velt út í verðlag og lendir á neytendum. Markaðsmisnotkun ráðandi fyrirtækja mun ekki linna fyrr en stjórnendur þeirra verða persónulega látnir sæta ábyrgð fyrir samkeppnisbrot. 1. október 2014 14:15 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Kyndilberi neytendahagsmuna? MS er markaðsráðandi fyrirtæki í einokunarstöðu. Sektarálagning skiptir slík fyrirtæki litlu máli því sektinni verður velt út í verðlag og lendir á neytendum. Markaðsmisnotkun ráðandi fyrirtækja mun ekki linna fyrr en stjórnendur þeirra verða persónulega látnir sæta ábyrgð fyrir samkeppnisbrot. 1. október 2014 14:15