Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2025 14:44 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar. Vísir/arnar Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að loka fiskmjölsverksmiðju fyrirtækisins á Seyðisfirði. Ástæðan er sögð vera að rekstrarumhverfi verksmiðja sem vinna fiskmjöl og - lýsi hafi versnað hratt undanfarin misseri. Tólf missa vinnuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Fram kemur að veiðiheimildir uppsjávartegunda hafi dregist saman og hærra hlutfall af því sem veitt sé fari til manneldisvinnslu. Þá hafi Alþjóðahafrannsóknarráðið (ICES) lagt til að veiði á kolmunna, sem hafi verið uppistaðan í vinnslunni á Seyðisfirði, verði 40 prósent minni á næsta ári. „Þessu til viðbótar hafa hækkanir á kostnaðarliðum og auknar opinberar álögur á sjávarútvegsfyrirtæki ýtt undir ákvarðanir sem krefjast meiri hagræðingar í rekstri,“ segir í tilkynningunni. Húsnæði á hættusvæði Ennfremur segir að húsnæði Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði sé auk þess á skilgreindu hættusvæði vegna hættu á skriðuföllum og snjóflóðum. „Svæðið er ekki á framkvæmdaáætlun Ofanflóðasjóðs um varnir næsta áratuginn samkvæmt svari Ofanflóðanefndar til félagsins. Það er því ekki síður með öryggi starfsmanna að leiðarljósi að ekki gengur að vera með starfsemi á svæðinu. Í ljósi ofangreinds tók stjórn Síldarvinnslunnar hf. ákvörðun um að hætta rekstri fiskmjölsvinnslunnar á Seyðisfirði. Farið verður í að selja búnað úr verksmiðjunni og ganga frá svæðum í samráði við bæjaryfirvöld. Tólf starfsmenn missa vinnuna ásamt verktökum. Uppsagnarfrestur var lengdur um einn mánuð og nemur fjórum mánuðum. Að auki býður Síldarvinnslan þeim sem kjósa vertíðarbundna vinnu í fiskiðjuveri félagsins í Neskaupstað. Síldarvinnslan sammæltist með forsvarsmönnum Múlaþings um ráðningu ráðgjafa sem ynni með sveitarstjórn næstu tólf mánuði, við að fara yfir viðskiptahugmyndir um framtíðarstarfsemi í húsum félagsins. Síldarvinnslan greiðir kostnað við störf ráðgjafans, en fulltrúar sveitarfélagsins fara fyrir vinnunni,“ segir í tilkynningunni. Þungbær ákvörðun Haft er eftir Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, að fjölmargt í rekstrarumhverfinu hafi raðast þannig upp síðustu ár að nauðsynlegt sé að taka þessa ákvörðun. „Hún er engu að síður þungbær enda tekin eftir ítarlega yfirlegu um framtíð starfseminnar á Seyðisfirði. Við bindum vonir við að samvinnan við sveitarfélagið skapi ný tækifæri fyrir svæðið,“ er haft eftir Gunnþóri. Síldarvinnslan Sjávarútvegur Múlaþing Vinnumarkaður Tengdar fréttir Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Síldarvinnslan hefur birt jákvæða afkomuviðvörun og ljóst að við vinnu stjórnenda á níu mánaða uppgjöri félagsins hafi komið í ljós að hagnaður verði nokkuð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 27. október 2025 07:51 Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Útlit er fyrir tugmilljarða tekjusamdrátt hjá uppsjávarfyrirtækjum í ljósi nýrrar alþjóðlegrar ráðgjafar um veiði á makríl og kolmunna. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirséð að útgerðir og vinnslur muni þurfa að draga saman seglin, sér í lagi ef loðnan bregst. 1. október 2025 11:48 Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Fram kemur að veiðiheimildir uppsjávartegunda hafi dregist saman og hærra hlutfall af því sem veitt sé fari til manneldisvinnslu. Þá hafi Alþjóðahafrannsóknarráðið (ICES) lagt til að veiði á kolmunna, sem hafi verið uppistaðan í vinnslunni á Seyðisfirði, verði 40 prósent minni á næsta ári. „Þessu til viðbótar hafa hækkanir á kostnaðarliðum og auknar opinberar álögur á sjávarútvegsfyrirtæki ýtt undir ákvarðanir sem krefjast meiri hagræðingar í rekstri,“ segir í tilkynningunni. Húsnæði á hættusvæði Ennfremur segir að húsnæði Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði sé auk þess á skilgreindu hættusvæði vegna hættu á skriðuföllum og snjóflóðum. „Svæðið er ekki á framkvæmdaáætlun Ofanflóðasjóðs um varnir næsta áratuginn samkvæmt svari Ofanflóðanefndar til félagsins. Það er því ekki síður með öryggi starfsmanna að leiðarljósi að ekki gengur að vera með starfsemi á svæðinu. Í ljósi ofangreinds tók stjórn Síldarvinnslunnar hf. ákvörðun um að hætta rekstri fiskmjölsvinnslunnar á Seyðisfirði. Farið verður í að selja búnað úr verksmiðjunni og ganga frá svæðum í samráði við bæjaryfirvöld. Tólf starfsmenn missa vinnuna ásamt verktökum. Uppsagnarfrestur var lengdur um einn mánuð og nemur fjórum mánuðum. Að auki býður Síldarvinnslan þeim sem kjósa vertíðarbundna vinnu í fiskiðjuveri félagsins í Neskaupstað. Síldarvinnslan sammæltist með forsvarsmönnum Múlaþings um ráðningu ráðgjafa sem ynni með sveitarstjórn næstu tólf mánuði, við að fara yfir viðskiptahugmyndir um framtíðarstarfsemi í húsum félagsins. Síldarvinnslan greiðir kostnað við störf ráðgjafans, en fulltrúar sveitarfélagsins fara fyrir vinnunni,“ segir í tilkynningunni. Þungbær ákvörðun Haft er eftir Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, að fjölmargt í rekstrarumhverfinu hafi raðast þannig upp síðustu ár að nauðsynlegt sé að taka þessa ákvörðun. „Hún er engu að síður þungbær enda tekin eftir ítarlega yfirlegu um framtíð starfseminnar á Seyðisfirði. Við bindum vonir við að samvinnan við sveitarfélagið skapi ný tækifæri fyrir svæðið,“ er haft eftir Gunnþóri.
Síldarvinnslan Sjávarútvegur Múlaþing Vinnumarkaður Tengdar fréttir Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Síldarvinnslan hefur birt jákvæða afkomuviðvörun og ljóst að við vinnu stjórnenda á níu mánaða uppgjöri félagsins hafi komið í ljós að hagnaður verði nokkuð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 27. október 2025 07:51 Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Útlit er fyrir tugmilljarða tekjusamdrátt hjá uppsjávarfyrirtækjum í ljósi nýrrar alþjóðlegrar ráðgjafar um veiði á makríl og kolmunna. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirséð að útgerðir og vinnslur muni þurfa að draga saman seglin, sér í lagi ef loðnan bregst. 1. október 2025 11:48 Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Síldarvinnslan hefur birt jákvæða afkomuviðvörun og ljóst að við vinnu stjórnenda á níu mánaða uppgjöri félagsins hafi komið í ljós að hagnaður verði nokkuð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. 27. október 2025 07:51
Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Útlit er fyrir tugmilljarða tekjusamdrátt hjá uppsjávarfyrirtækjum í ljósi nýrrar alþjóðlegrar ráðgjafar um veiði á makríl og kolmunna. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirséð að útgerðir og vinnslur muni þurfa að draga saman seglin, sér í lagi ef loðnan bregst. 1. október 2025 11:48