Sjá engin rök fyrir flutningi Fiskistofu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. október 2014 07:00 Einróma var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær að skora á ráðherra og ríkisstjórn að hætta við flutning Fiskistofu úr bænum. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri er lengst til hægri. Fréttablaðið/Pjetur „Ég trúi ekki öðru en að flutningurinn verði tekinn til endurskoðunar,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áskorun bæjarstjórnar á sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnina um að hætta við flutning Fiskistofu til Akureyrar. Á bæjarstjórnarfundi í gær voru lagðar fram tölur um þróun atvinnuleysis og íbúafjölda frá árinu 2007. Kom meðal annars fram að atvinnuleysi í Hafnarfirði í fyrra var 4,7 prósent en 3,5 prósent á Akureyri. Ennfremur að fjölgun íbúa á Akureyri var 7 prósent á sama tíma og íbúum á landsvísu fjölgaði um 6 prósent að meðaltali. „Þannig að það er ekki hægt að færa fyrir því rök að flutningur Fiskistofu sé til þess að sporna við fækkun íbúa á Akureyri,“ segir Haraldur bæjarstjóri.Alvarlegast að hafa ekki skoðað staðreyndir Þá nefnir Haraldur að frá árinu 2007 hafi stöðugildum hjá ríkinu fækkað í Hafnarfirði úr 622 í 495, eða um tuttugu prósent. Á sama tíma hafi ríkisstörfum á Akureyri aðeins fækkað um 5 prósent, úr 1.062 í 1.005. Fari öll 57 stöðugildi Fiskistofu til Akureyrar verði staðan sú að þar hafi fjöldi ríkisstarfsmanna staðið í stað en fækkað um 30 prósent í Hafnarfirði á þessu tímabili. „Það sem er einna alvarlegast í þessu máli er að þessar tölur virðast ekki hafa verið skoðaðar áður en ákveðið var að flytja Fiskistofu. Ef menn eru að tala um að byggðasjónarmið eigi að ráða þá finnst mér ekki hafa verið sýnt fram á það með málefnalegum rökum,“ segir bæjarstjórinn.Eins og að stökkva vatni á gæs Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna og forveri Haraldar í bæjarstjórastólnum, sagði á bæjarstjórnarfundinum að flutningur Fiskistofu væri hluti af þeirr stefnu ríkisstjórnarinnar að flytja opnber störf frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Guðrún sagði Hafnarfirðinga þurfa að taka málið upp á víðari vettvangi því viðbrögð ríkisvaldsinns við tilraunum Hafnfirðinga til að reyna að hafa áhrif á málið væru „eins og að skvetta vatni á gæs.“Náði ekki í ráðherra Fram kom hjá Haraldi bæjarstjóra á fundinum í gær að hann hefði bæði í gær og fyrradag reynt að ná tali af Sigurði Inga Jóhannsyni sjávarútvegsráðherra. Haraldur vildi kynna Sigurði innihald áskorunar bæjarstjórnar áður en hún yrði tekin fyrir á fundinum. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Ég trúi ekki öðru en að flutningurinn verði tekinn til endurskoðunar,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar um áskorun bæjarstjórnar á sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnina um að hætta við flutning Fiskistofu til Akureyrar. Á bæjarstjórnarfundi í gær voru lagðar fram tölur um þróun atvinnuleysis og íbúafjölda frá árinu 2007. Kom meðal annars fram að atvinnuleysi í Hafnarfirði í fyrra var 4,7 prósent en 3,5 prósent á Akureyri. Ennfremur að fjölgun íbúa á Akureyri var 7 prósent á sama tíma og íbúum á landsvísu fjölgaði um 6 prósent að meðaltali. „Þannig að það er ekki hægt að færa fyrir því rök að flutningur Fiskistofu sé til þess að sporna við fækkun íbúa á Akureyri,“ segir Haraldur bæjarstjóri.Alvarlegast að hafa ekki skoðað staðreyndir Þá nefnir Haraldur að frá árinu 2007 hafi stöðugildum hjá ríkinu fækkað í Hafnarfirði úr 622 í 495, eða um tuttugu prósent. Á sama tíma hafi ríkisstörfum á Akureyri aðeins fækkað um 5 prósent, úr 1.062 í 1.005. Fari öll 57 stöðugildi Fiskistofu til Akureyrar verði staðan sú að þar hafi fjöldi ríkisstarfsmanna staðið í stað en fækkað um 30 prósent í Hafnarfirði á þessu tímabili. „Það sem er einna alvarlegast í þessu máli er að þessar tölur virðast ekki hafa verið skoðaðar áður en ákveðið var að flytja Fiskistofu. Ef menn eru að tala um að byggðasjónarmið eigi að ráða þá finnst mér ekki hafa verið sýnt fram á það með málefnalegum rökum,“ segir bæjarstjórinn.Eins og að stökkva vatni á gæs Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna og forveri Haraldar í bæjarstjórastólnum, sagði á bæjarstjórnarfundinum að flutningur Fiskistofu væri hluti af þeirr stefnu ríkisstjórnarinnar að flytja opnber störf frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Guðrún sagði Hafnarfirðinga þurfa að taka málið upp á víðari vettvangi því viðbrögð ríkisvaldsinns við tilraunum Hafnfirðinga til að reyna að hafa áhrif á málið væru „eins og að skvetta vatni á gæs.“Náði ekki í ráðherra Fram kom hjá Haraldi bæjarstjóra á fundinum í gær að hann hefði bæði í gær og fyrradag reynt að ná tali af Sigurði Inga Jóhannsyni sjávarútvegsráðherra. Haraldur vildi kynna Sigurði innihald áskorunar bæjarstjórnar áður en hún yrði tekin fyrir á fundinum.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira