Ákærður vegna ebólunnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. október 2014 09:00 Thomas Eric Duncan á yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa logið eiðsvarinn. vísir/afp Líberísk yfirvöld hafa í hyggju að sækja Thomas Eric Duncan til saka fyrir að hafa logið þegar hann fyllti út spurningarlista sem honum var gert að fylla út áður en hann yfirgaf Líberu. Duncan varð fyrstur til að greinast með ebólusýkingu í Bandaríkjunum og talið er að hann hafi smitast í Líberíu. Áður en hann steig um borð í flugvélina sem flytja átti hann til Dallas í Texas þar sem hann ætlaði að heimsækja fjölskyldu sína, þurfti hann að fylla út skjal sem fullt var af spurningum tengdum venjum hans og heilbrigði yfir þann tíma sem hann dvaldi í landinu. Í því var meðal annars spurt um hvort hann hefði verið í nálægð við ebólusmitaðan einstakling eða snert líkama einstaklings sem hefði látist úr þessum mannskæða sjúkdómi. Duncan svaraði þessari spurningu neitandi og setja yfirvöld spurningarmerki við trúverðugleika svarsins. Greint var frá mögulegri ákæru á hendur Duncans á vikulegum fundi sem haldinn er í höfuðborg Líberíu, Monróvíu, til að upplýsa stöðu mála í baráttunni við ebólusýkinguna.Isaac Jackson, aðstoðarupplýsingamálaráðherra Líberíu, fullyrti á fundinum að Duncan yrði ákærður fyrir að ljúga eiðsvarinn. Talið er að Duncan, sem starfar sem bílstjóri í Líberíu, hafi smitast þegar hann hjálpaði veikri barnshafandi konu inn í leigubíl fyrir skömmu. Duncan lenti í Dallas þann 20. september síðastliðinn og heimsótti þá fjölskyldu sína en veiktist svo nokkrum dögum síðar. Hann sótti sér læknisaðstoð í kjölfarið en var sendur aftur heim, þrátt fyrir að hafa sagst vera að koma frá Vestur-Afríku, þar sem sjúkdómurinn er einmitt hvað verstur. Það var þó ekki nema nokkrum dögum síðar sem Duncan leitaði læknis á ný og hafði heilsu hans hrakað mikið. A photos of the Ebolla virus is displayed on a television monitor during a hearing on the Ebola outbreak at the House Foreign Affairs subcommittee on Africa, Global Health, Global Human Rights, and International Organizations on Capitol Hill in Washington, Wednesday, Sept. 17, 2014. (AP Photo/Susan Walsh) ebólaSú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda í Texas að leyfa Duncan að fara heim í millitíðinni gæti hafa stofnað heilsu fjölda fólks í hættu. Í dag liggur Duncan hins vegar í einangrun á spítala og er heilsa hans mjög slæm. Heilbrigðisyfirvöld í Texas hafa haft eftirlit með hátt í hundrað manns sem hafa átt í samskiptum við Duncan að undanförnu. Fjórum ættingjum Duncans hefur verið skipað að halda sig heima og þá er talið að á milli tólf og átján manns hafi verið í snertingu við Duncan. Afar vel er fylgst með þessu fólki til að ganga úr skugga um mögulegt smit. Snemma árs 2014 fór að bera á ebólu í Vestur-Afríku. Fyrstu tilfellin greindust í Gíneu en veikin barst fljótlega til Síerra Leóne og Líberíu og tilfellum fór hratt fjölgandi. Í dag eru smittilfellin komin yfir 7.000 í þessum þremur ríkjum. Í Vestur-Afríku hafa yfir 3.300 manns látist úr þessum mannskæða sjúkdómi. Flest dauðsföllin hafa þó orðið í Líberíu en þar hafa um 2.000 manns látið lífið. Ebóla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Líberísk yfirvöld hafa í hyggju að sækja Thomas Eric Duncan til saka fyrir að hafa logið þegar hann fyllti út spurningarlista sem honum var gert að fylla út áður en hann yfirgaf Líberu. Duncan varð fyrstur til að greinast með ebólusýkingu í Bandaríkjunum og talið er að hann hafi smitast í Líberíu. Áður en hann steig um borð í flugvélina sem flytja átti hann til Dallas í Texas þar sem hann ætlaði að heimsækja fjölskyldu sína, þurfti hann að fylla út skjal sem fullt var af spurningum tengdum venjum hans og heilbrigði yfir þann tíma sem hann dvaldi í landinu. Í því var meðal annars spurt um hvort hann hefði verið í nálægð við ebólusmitaðan einstakling eða snert líkama einstaklings sem hefði látist úr þessum mannskæða sjúkdómi. Duncan svaraði þessari spurningu neitandi og setja yfirvöld spurningarmerki við trúverðugleika svarsins. Greint var frá mögulegri ákæru á hendur Duncans á vikulegum fundi sem haldinn er í höfuðborg Líberíu, Monróvíu, til að upplýsa stöðu mála í baráttunni við ebólusýkinguna.Isaac Jackson, aðstoðarupplýsingamálaráðherra Líberíu, fullyrti á fundinum að Duncan yrði ákærður fyrir að ljúga eiðsvarinn. Talið er að Duncan, sem starfar sem bílstjóri í Líberíu, hafi smitast þegar hann hjálpaði veikri barnshafandi konu inn í leigubíl fyrir skömmu. Duncan lenti í Dallas þann 20. september síðastliðinn og heimsótti þá fjölskyldu sína en veiktist svo nokkrum dögum síðar. Hann sótti sér læknisaðstoð í kjölfarið en var sendur aftur heim, þrátt fyrir að hafa sagst vera að koma frá Vestur-Afríku, þar sem sjúkdómurinn er einmitt hvað verstur. Það var þó ekki nema nokkrum dögum síðar sem Duncan leitaði læknis á ný og hafði heilsu hans hrakað mikið. A photos of the Ebolla virus is displayed on a television monitor during a hearing on the Ebola outbreak at the House Foreign Affairs subcommittee on Africa, Global Health, Global Human Rights, and International Organizations on Capitol Hill in Washington, Wednesday, Sept. 17, 2014. (AP Photo/Susan Walsh) ebólaSú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda í Texas að leyfa Duncan að fara heim í millitíðinni gæti hafa stofnað heilsu fjölda fólks í hættu. Í dag liggur Duncan hins vegar í einangrun á spítala og er heilsa hans mjög slæm. Heilbrigðisyfirvöld í Texas hafa haft eftirlit með hátt í hundrað manns sem hafa átt í samskiptum við Duncan að undanförnu. Fjórum ættingjum Duncans hefur verið skipað að halda sig heima og þá er talið að á milli tólf og átján manns hafi verið í snertingu við Duncan. Afar vel er fylgst með þessu fólki til að ganga úr skugga um mögulegt smit. Snemma árs 2014 fór að bera á ebólu í Vestur-Afríku. Fyrstu tilfellin greindust í Gíneu en veikin barst fljótlega til Síerra Leóne og Líberíu og tilfellum fór hratt fjölgandi. Í dag eru smittilfellin komin yfir 7.000 í þessum þremur ríkjum. Í Vestur-Afríku hafa yfir 3.300 manns látist úr þessum mannskæða sjúkdómi. Flest dauðsföllin hafa þó orðið í Líberíu en þar hafa um 2.000 manns látið lífið.
Ebóla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira