„Hesturinn er bara svo magnaður“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. október 2014 07:00 Icelandair Cargo sér um hestaútflutning frá Íslandi í samstarfi við fyrirtæki hér á landi sem sérhæfa sig í þessum efnum. Hestarnir virðast að sögn Eysteins Leifssonar hestaútflytjanda taka fluginu ótrúlega vel. „Hann er með svo mikið jafnaðargeð, hann er bara svo kúl á því.“ Fréttablaðið/Pjetur „Hesturinn er bara svo magnaður. Hann er með svo mikið jafnaðargeð – hann er bara svo kúl á því,“ segir Eysteinn Leifsson, sem fylgdi í gær 29 af hestum sínum út til Danmerkur. Hópurinn taldi alls 80 hross sem flutt verða frá Danmörku ýmist til Svíþjóðar, Noregs eða Þýskalands. Hestaútflutningur er talsverður frá Íslandi en yfir þrettán hundruð hross voru flutt héðan á síðasta ári. Þetta er þó talsvert minna en þegar mest lét árið 2006 en að sögn Eysteins voru þá um 2800 hross flutt út. „Það mætti alveg vera meiri eftirspurn,“ útskýrir Eysteinn þegar hann er spurður um ástæður þessarar fækkunar. „Það er mikil ræktun í gangi erlendis og við erum auðvitað í samkeppni við þá.“ Hann segir þetta þó aðeins ein af nokkrum ástæðum fyrir því að færri hross eru flutt erlendis en áður. Enn er þó mikill áhugi fyrir íslenska hestinum erlendis. Eysteinn segir svolítið um að erlendir hestamenn eigi hryssur hér á landi en búi sjálfir erlendis og flytji svo afkvæmin undan þeim út til sín. „Já, hestamenn eru svo sniðugir,“ segir Eysteinn og hlær. Alls kyns hross eru flutt út, ung hross, tamin, kynbótahross og keppnishross. Stærsti markaðurinn fyrir hestaútflutning er eins og er Þýskaland. Icelandair Cargo sér um flutninginn en vinnur í samstarfi við þrjú hestaútflutningsfyrirtæki sem eru, auk Eysteins sem rekur Export Hesta, Horse Export og Hestvit. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Cargo líður hestunum vel á fluginu en fylgdarmaður frá fyrirtækinu fer með hverjum hópi. „Þeir virðast taka þessu ótrúlega vel,“ segir Eysteinn spurður um líðan hestana eftir flug. „Auðvitað er þetta misjafnt eftir hestagerð en þeir taka þessu allajafna vel.“ Spurður um hvað sé gert fyrir hestana á flugi til þess að láta þeim líða vel segir hlæjandi að allavega engar flugfreyjur sinni þjónustu við dýrin. Hestar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
„Hesturinn er bara svo magnaður. Hann er með svo mikið jafnaðargeð – hann er bara svo kúl á því,“ segir Eysteinn Leifsson, sem fylgdi í gær 29 af hestum sínum út til Danmerkur. Hópurinn taldi alls 80 hross sem flutt verða frá Danmörku ýmist til Svíþjóðar, Noregs eða Þýskalands. Hestaútflutningur er talsverður frá Íslandi en yfir þrettán hundruð hross voru flutt héðan á síðasta ári. Þetta er þó talsvert minna en þegar mest lét árið 2006 en að sögn Eysteins voru þá um 2800 hross flutt út. „Það mætti alveg vera meiri eftirspurn,“ útskýrir Eysteinn þegar hann er spurður um ástæður þessarar fækkunar. „Það er mikil ræktun í gangi erlendis og við erum auðvitað í samkeppni við þá.“ Hann segir þetta þó aðeins ein af nokkrum ástæðum fyrir því að færri hross eru flutt erlendis en áður. Enn er þó mikill áhugi fyrir íslenska hestinum erlendis. Eysteinn segir svolítið um að erlendir hestamenn eigi hryssur hér á landi en búi sjálfir erlendis og flytji svo afkvæmin undan þeim út til sín. „Já, hestamenn eru svo sniðugir,“ segir Eysteinn og hlær. Alls kyns hross eru flutt út, ung hross, tamin, kynbótahross og keppnishross. Stærsti markaðurinn fyrir hestaútflutning er eins og er Þýskaland. Icelandair Cargo sér um flutninginn en vinnur í samstarfi við þrjú hestaútflutningsfyrirtæki sem eru, auk Eysteins sem rekur Export Hesta, Horse Export og Hestvit. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair Cargo líður hestunum vel á fluginu en fylgdarmaður frá fyrirtækinu fer með hverjum hópi. „Þeir virðast taka þessu ótrúlega vel,“ segir Eysteinn spurður um líðan hestana eftir flug. „Auðvitað er þetta misjafnt eftir hestagerð en þeir taka þessu allajafna vel.“ Spurður um hvað sé gert fyrir hestana á flugi til þess að láta þeim líða vel segir hlæjandi að allavega engar flugfreyjur sinni þjónustu við dýrin.
Hestar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira