Talin hafa snert andlit sitt með hanska Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. október 2014 07:00 Starfsfólk á sjúkrahúsinu í Madrid þrífur stjúkrastofuna þar sem ebólusmitaður prestur lést í ágúst. fréttablaðið/AP Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. Í viðtali við spænska dagblaðið El Mundo segist aðstoðarhjúkrunarkonan, sem heitir Teresa Romero, halda að þetta hafi gerst þegar hún var að fara úr hlífðarbúningi, þegar hún var komin út úr sjúkrastofunni á sjúkrahúsi í Madrid þar sem presturinn var í einangrun: „Þarna var, sýnist mér, hættulegasta augnablikið þar sem þetta hefði getað gerst. En ég er ekki viss.“ Javier Limon, eiginmaður hennar, segir í viðtali við sama blað að eiginkona hans hafi farið í frí eftir að presturinn, Garcia Viejo, lést þann 25. ágúst. Fimm dögum síðar veiktist hún og fékk vægan hita, en fór þó í starfstengt próf ásamt fleiri nemendum. Hún leitaði læknis á heilsugæslustöð, en tók þar ekki fram að hún hefði tekið þátt í umönnun ebólusjúklings. Yfirvöld fullyrða að hún hafi aldrei yfirgefið Madrid á þessu tímabili. Ebólufaraldurinn, sem hófst í vestanverðri Afríku fyrr á árinu, hefur nú kostað um 3.500 manns lífið. Sjúklingar hafa verið fluttir frá ríkjum Afríku til Bandaríkjanna, Spánar og Noregs. Í gær skýrðu bandarísk stjórnvöld frá því að á flugvöllum þar í landi yrði nú kannað hvort farþegar frá vestanverðri Afríku væru með hita.Endurskoða viðbragðsáætlun „Það er unnið hörðum höndum að endurskoðaðri viðbragðsáætlun hér heima, ef upp kæmi tilfelli af ebólu eða grunur um smit,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og bætir við að áætlunin sé í stöðugri endurskoðun. Hún segir að Landspítalinn, Keflavíkurflugvöllur, heilsugæslustöðvar ásamt lögreglu og fleirum taki þátt í að vinna viðbragðsáætlunina. Að sögn Guðrúnar er enginn íslenskur hjálparstarfsmaður við störf á þeim svæðum þar sem faraldurinn geisar. Hún segir embættið hvetja fólk til að ferðast ekki til Vestur-Afríku að óþörfu. Ebóla Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. Í viðtali við spænska dagblaðið El Mundo segist aðstoðarhjúkrunarkonan, sem heitir Teresa Romero, halda að þetta hafi gerst þegar hún var að fara úr hlífðarbúningi, þegar hún var komin út úr sjúkrastofunni á sjúkrahúsi í Madrid þar sem presturinn var í einangrun: „Þarna var, sýnist mér, hættulegasta augnablikið þar sem þetta hefði getað gerst. En ég er ekki viss.“ Javier Limon, eiginmaður hennar, segir í viðtali við sama blað að eiginkona hans hafi farið í frí eftir að presturinn, Garcia Viejo, lést þann 25. ágúst. Fimm dögum síðar veiktist hún og fékk vægan hita, en fór þó í starfstengt próf ásamt fleiri nemendum. Hún leitaði læknis á heilsugæslustöð, en tók þar ekki fram að hún hefði tekið þátt í umönnun ebólusjúklings. Yfirvöld fullyrða að hún hafi aldrei yfirgefið Madrid á þessu tímabili. Ebólufaraldurinn, sem hófst í vestanverðri Afríku fyrr á árinu, hefur nú kostað um 3.500 manns lífið. Sjúklingar hafa verið fluttir frá ríkjum Afríku til Bandaríkjanna, Spánar og Noregs. Í gær skýrðu bandarísk stjórnvöld frá því að á flugvöllum þar í landi yrði nú kannað hvort farþegar frá vestanverðri Afríku væru með hita.Endurskoða viðbragðsáætlun „Það er unnið hörðum höndum að endurskoðaðri viðbragðsáætlun hér heima, ef upp kæmi tilfelli af ebólu eða grunur um smit,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og bætir við að áætlunin sé í stöðugri endurskoðun. Hún segir að Landspítalinn, Keflavíkurflugvöllur, heilsugæslustöðvar ásamt lögreglu og fleirum taki þátt í að vinna viðbragðsáætlunina. Að sögn Guðrúnar er enginn íslenskur hjálparstarfsmaður við störf á þeim svæðum þar sem faraldurinn geisar. Hún segir embættið hvetja fólk til að ferðast ekki til Vestur-Afríku að óþörfu.
Ebóla Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira