Ekkert traust til að byggja á Guðmundur Ragnarsson skrifar 9. október 2014 07:00 Nú í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum veit enginn hvernig á að hefja þá vinnu sem átti að byrja þegar skrifað var undir hinn svokallaða aðfarasamning fyrir tæpu ári. Ástæðan er sú að ekkert traust er til að byggja á. Ætlunin var að nota tímann til að fara yfir málin og taka upp ný vinnubrögð. Hin fögru fyrirheit stóðust ekki nú frekar enn oft áður. Ég fullyrði að málflutningur Samtaka atvinnulífsins (SA) á þeim tíma var algerlega innihaldslaus. Þar eru menn einangraðir í hagfræðifrösum og algerlega sambandslausir við þá sem reka fyrirtæki í hinum ólíku atvinnugreinum. Hjá SA er enginn hljómgrunnur fyrir nýjum og breyttum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga. Þar sem atvinnugreinarnar koma að gerð sinna samninga og útfæra breytingar á launatöxtum með það að markmiði að auka framlegð. Aukin framlegð er mörgum atvinnugreinum lífsnauðsyn til þess að geta bætt kjörin og laða hæft starfsfólk til sín. Hagfræðifrasarnir eru það eina sem kemur úr fílabeinsturni SA enda vilja samtökin ekki missa frá sér miðstýringuna sem þau hafa komið á. Miðstýring SA er að draga úr allri framþróun og aukinni framlegð sem margar atvinnugreinar eiga auðvelt með að bæta. Það er ekkert traust til staðar og engin ný fagnaðarerindi sem hægt er að leggja á borð fyrir launþega þessa lands. Eftir áratuga tilraunir er fullreynt með kjarasamninga sem byggjast á lágum launahækkunum og væntingum um litla verðbólgu. Þær hafa allar farið á sama veg. Launamaðurinn tekur á sig verðbólguna en fyrirtækin, ríkisvaldið og sveitarfélög velta hækkununum út í verðlag og skatta. Laun verði kaupmáttartryggð Það er er aðeins ein leið eftir til að byggja upp traust meðan verið er að ná jafnvægi í hagkerfinu. Hún er að laun verði kaupmáttartryggð til næstu þriggja til fimm ára. Þetta er eina leiðin til að tryggja að allir axli ábyrgð á því að halda aftur af óeðlilegum hækkunum og verðbólgu. Það eru öll hlutföll í hagkerfinu vitlaus, launahlutföll, hagnaður fyrirtækja og fleira. Það er því margt sem þarf að laga í hagkerfinu, óháð niðurstöðum kjarasamninga. SA-gráturinn og annarra um samspil launahækkana og verðbólgu er ekki alltaf réttur. Ef greind eru áhrif 3,25 prósenta launahækkunarinnar sem kom 1. febrúar 2013 þá hefði hún samkvæmt því sem hagfræðingar segja mér eingöngu átt að hafa 1,2 til 1,5 prósenta verðbólguáhrif. En verðbólgan var 4,8 prósent í febrúar 2013 og var enn í 4,3 prósentum í ágúst sama ár. Ef þessar forsendur eru réttar þá er það ljóst að launahækkanir einar og sér eru ekki orsakir alls ills í óstjórn efnahagsmála. Ég sé engan mun á að tryggja kaupmátt launa sjálfvirkt tímabundið eða sækja hann eftir á. Við sem stöndum í kjarasamningagerð erum alltaf að ná í þetta eftir á til að reyna að halda í kaupmáttinn, meðan aðrir haga sér að vild án ábyrgðar með óhóflegum hækkunum eða aðför að gengi krónunnar. Það ætti ekki að vera flókið fyrir hagfræðingana að gefa út hver verðbólguáhrifin eru við gerð kjarasamninga. Með þá vitneskju er auðvelt að sjá hvaða aðrir orsakavaldar eru að valda aukinni verðbólgu. Við verðum líka að ræða í alvöru hvort sífelld umræða um stöðugleika er raunhæf. Við verðum að spyrja okkur að því hvort hægt verði að koma á stöðugleika og lækka vexti með okkar litla gjaldmiðli? Við verðum að spyrja okkur að því hvort ekki hafi verið fullreyndar allar hugmyndirnar sem menn hafa átt undanfarna áratugi? Eru einhverjar varanlegar lausnir til sem á eftir að reyna? Ef svo er ekki þá verðum við að viðurkenna það. Við kunnum gömlu aðferðirnar við að elta verðbólguna og fá eftirá launahækkanir til að reyna að viðhalda kaupmættinum, við erum flott í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Skoðun Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum veit enginn hvernig á að hefja þá vinnu sem átti að byrja þegar skrifað var undir hinn svokallaða aðfarasamning fyrir tæpu ári. Ástæðan er sú að ekkert traust er til að byggja á. Ætlunin var að nota tímann til að fara yfir málin og taka upp ný vinnubrögð. Hin fögru fyrirheit stóðust ekki nú frekar enn oft áður. Ég fullyrði að málflutningur Samtaka atvinnulífsins (SA) á þeim tíma var algerlega innihaldslaus. Þar eru menn einangraðir í hagfræðifrösum og algerlega sambandslausir við þá sem reka fyrirtæki í hinum ólíku atvinnugreinum. Hjá SA er enginn hljómgrunnur fyrir nýjum og breyttum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga. Þar sem atvinnugreinarnar koma að gerð sinna samninga og útfæra breytingar á launatöxtum með það að markmiði að auka framlegð. Aukin framlegð er mörgum atvinnugreinum lífsnauðsyn til þess að geta bætt kjörin og laða hæft starfsfólk til sín. Hagfræðifrasarnir eru það eina sem kemur úr fílabeinsturni SA enda vilja samtökin ekki missa frá sér miðstýringuna sem þau hafa komið á. Miðstýring SA er að draga úr allri framþróun og aukinni framlegð sem margar atvinnugreinar eiga auðvelt með að bæta. Það er ekkert traust til staðar og engin ný fagnaðarerindi sem hægt er að leggja á borð fyrir launþega þessa lands. Eftir áratuga tilraunir er fullreynt með kjarasamninga sem byggjast á lágum launahækkunum og væntingum um litla verðbólgu. Þær hafa allar farið á sama veg. Launamaðurinn tekur á sig verðbólguna en fyrirtækin, ríkisvaldið og sveitarfélög velta hækkununum út í verðlag og skatta. Laun verði kaupmáttartryggð Það er er aðeins ein leið eftir til að byggja upp traust meðan verið er að ná jafnvægi í hagkerfinu. Hún er að laun verði kaupmáttartryggð til næstu þriggja til fimm ára. Þetta er eina leiðin til að tryggja að allir axli ábyrgð á því að halda aftur af óeðlilegum hækkunum og verðbólgu. Það eru öll hlutföll í hagkerfinu vitlaus, launahlutföll, hagnaður fyrirtækja og fleira. Það er því margt sem þarf að laga í hagkerfinu, óháð niðurstöðum kjarasamninga. SA-gráturinn og annarra um samspil launahækkana og verðbólgu er ekki alltaf réttur. Ef greind eru áhrif 3,25 prósenta launahækkunarinnar sem kom 1. febrúar 2013 þá hefði hún samkvæmt því sem hagfræðingar segja mér eingöngu átt að hafa 1,2 til 1,5 prósenta verðbólguáhrif. En verðbólgan var 4,8 prósent í febrúar 2013 og var enn í 4,3 prósentum í ágúst sama ár. Ef þessar forsendur eru réttar þá er það ljóst að launahækkanir einar og sér eru ekki orsakir alls ills í óstjórn efnahagsmála. Ég sé engan mun á að tryggja kaupmátt launa sjálfvirkt tímabundið eða sækja hann eftir á. Við sem stöndum í kjarasamningagerð erum alltaf að ná í þetta eftir á til að reyna að halda í kaupmáttinn, meðan aðrir haga sér að vild án ábyrgðar með óhóflegum hækkunum eða aðför að gengi krónunnar. Það ætti ekki að vera flókið fyrir hagfræðingana að gefa út hver verðbólguáhrifin eru við gerð kjarasamninga. Með þá vitneskju er auðvelt að sjá hvaða aðrir orsakavaldar eru að valda aukinni verðbólgu. Við verðum líka að ræða í alvöru hvort sífelld umræða um stöðugleika er raunhæf. Við verðum að spyrja okkur að því hvort hægt verði að koma á stöðugleika og lækka vexti með okkar litla gjaldmiðli? Við verðum að spyrja okkur að því hvort ekki hafi verið fullreyndar allar hugmyndirnar sem menn hafa átt undanfarna áratugi? Eru einhverjar varanlegar lausnir til sem á eftir að reyna? Ef svo er ekki þá verðum við að viðurkenna það. Við kunnum gömlu aðferðirnar við að elta verðbólguna og fá eftirá launahækkanir til að reyna að viðhalda kaupmættinum, við erum flott í því.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun