Græðgin aftengd? Pawel Bartoszek skrifar 11. október 2014 14:18 Ríkið í Skeifunni. Klukkan 19.45. Ein af þremur smásöluverslunum með áfengi á landinu sem enn er opin á þessum tíma dags. Maður í flíspeysu leggur jeppanum í stæði fyrir utan og labbar rösklega inn. Hann er ætlar að kaupa bjór. Hann tekur stefnuna í átt að kælinum. Faglega útlítandi vínráðgjafi brosir til hans. Vinur okkar, köllum hann Bergvin, stígur inn í kælinn. Þar er búið að stafla bjórkössum upp á trébretti ofan á hráu steypugólfinu. Hann veit hvað hann ætlar að kaupa. Hann grípur sex dósir í pakka. „Æi, ætli ég fái ekki tvo til viðbótar. Betra að vera viss,“ hugsar Bergvin og tekur til við að losa tvo bjóra til viðbótar úr nálægri kippu. Bergvin er, líkt og flest okkar, ekki að velta hlutunum mikið fyrir sér. Hann tekur því sem gefnu að hann þurfi að fara lengst inn í búðina eftir bjórnum. „Það er örugglega til að það sé hægt að hafa hann í kæli,“ myndi Bergvin eflaust svara ef við hefðum spurt hann um ástæður þessa fyrirkomulags. „Og kælar eru alltaf í jaðri verslana.“ Bergvin labbar út úr kælinum. Fallegar vínflöskur blasa við honum í smekklegum viðarhillunum. Útlínur af beljum og fuglum gefa til kynna með hvernig kjöti viðkomandi flaska passar. Hann tekur eina. Meðan hann bíður í röðinni horfir hann á sterka áfengið. Hann hugleiðir að bæta einhverju við… Hagur af óbreyttu ástandiFyrir um níu árum voru yfir þrjátíu yfirmenn hjá sænsku áfengisversluninni SystemBolaget dæmdir fyrir að þiggja mútur frá áfengisbirgjum. Síðan hafa fleiri sambærilegar ásakanir komið fram. Þetta er í gangi í Svíþjóð sem þykir tiltölulega óspillt land í alþjóðlegum samanburði. Markmiðið með því að minnast á þetta er ekki að lita íslenska ríkisstarfsmenn með afglöpum hinna sænsku heldur að benda á að það er hlægilegt að halda að menn geti losnað við græðgina út úr áfengisdreifingunni með því að ríkisvæða hluta hennar. Hillupláss hættir ekki að verða verðmætt þótt ríkið eigi það. Ef ekki er hægt að keppa um hilluplássið á markaðsforsendum er alltaf hætta á því birgjar reyni að gera það eftir einhverjum öðrum leiðum. Og jafnvel þótt enginn beinlínis múti neinum þá er þetta einfaldlega ekki heilbrigt samkeppnisumhverfi. Hér á landi er markaðshlutdeild stærstu birgjanna í ríkinu há. Um það bil 40% af öllum flöskum sem seljast í ríkinu eru á vegum Vífilfells. Ölgerðin á um 30% af öllum seldum flöskum. Það kemur því kannski ekki á óvart að þeir aðilar þrýsta ekki beinlínis á um að núverandi kerfi verði bylt. Það er ekkert óskiljanlegt við þá ástæðu né heldur er neitt óskiljanlegt við margar aðrar ástæður sem fólk gefur fyrir andstöðu sinni. En haldi fólk að í núverandi kerfi hafi mönnum tekist að temja græðgina, með því að ríkisvæða hluta hennar, þá er það tálsýn. Hefðbundin búðartrikkAf þeim 39 milljón flöskum sem seldar voru í Ríkinu á seinasta ári innihéldu tæplega 34 milljónir einhvers konar bjór. Neytendur hafa einhvern veginn valið sig í áttina að því veikasta af öllum þeim efnum sem ÁTVR býður upp á. En búðirnar endurspegla það val ekki. Vínbúðirnar er eru eins og aðrar verslanir. Vínbúðirnar eru hannaðar með það að markmiði að þeir sem í þær komi kaupi meira. Hefur fólk til dæmis velt því fyrir sér hvernig bjórinn, sú vara sem mest selst, er oftast staðsett þannig að labba þurfi í gegnum alla búðina eftir henni? Á meðan sterka áfengið er gjarnan nálægt kassanum þar sem menn geta gripið það með sér meðan menn bíða? Bjórinn er því eins og mjólkin í hefðbundnum matvöruverslunum. Bjórinn er það sem neytandinn vill kaupa. Sterka áfengið er eins og nammið – það sem búðin vill selja. Þessi uppsetning verslana, þar sem virðist að reynt sé að leiða neytendur út í hin sterkari og dýrari efni, ýtir undir efa um það sem sumir virðast halda fram: að tekist hafi að bólusetja vínsalann gegn græðginni með því að gera hann að ríkisstarfsmanni með einokunarstöðu. Enda ber ekkert í umgjörð, þjónustu eða auglýsingum ÁTVR það lengur með sér að þar sé á ferðinni fyrirtæki sem myndi helst vilja að enginn verslaði við sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkið í Skeifunni. Klukkan 19.45. Ein af þremur smásöluverslunum með áfengi á landinu sem enn er opin á þessum tíma dags. Maður í flíspeysu leggur jeppanum í stæði fyrir utan og labbar rösklega inn. Hann er ætlar að kaupa bjór. Hann tekur stefnuna í átt að kælinum. Faglega útlítandi vínráðgjafi brosir til hans. Vinur okkar, köllum hann Bergvin, stígur inn í kælinn. Þar er búið að stafla bjórkössum upp á trébretti ofan á hráu steypugólfinu. Hann veit hvað hann ætlar að kaupa. Hann grípur sex dósir í pakka. „Æi, ætli ég fái ekki tvo til viðbótar. Betra að vera viss,“ hugsar Bergvin og tekur til við að losa tvo bjóra til viðbótar úr nálægri kippu. Bergvin er, líkt og flest okkar, ekki að velta hlutunum mikið fyrir sér. Hann tekur því sem gefnu að hann þurfi að fara lengst inn í búðina eftir bjórnum. „Það er örugglega til að það sé hægt að hafa hann í kæli,“ myndi Bergvin eflaust svara ef við hefðum spurt hann um ástæður þessa fyrirkomulags. „Og kælar eru alltaf í jaðri verslana.“ Bergvin labbar út úr kælinum. Fallegar vínflöskur blasa við honum í smekklegum viðarhillunum. Útlínur af beljum og fuglum gefa til kynna með hvernig kjöti viðkomandi flaska passar. Hann tekur eina. Meðan hann bíður í röðinni horfir hann á sterka áfengið. Hann hugleiðir að bæta einhverju við… Hagur af óbreyttu ástandiFyrir um níu árum voru yfir þrjátíu yfirmenn hjá sænsku áfengisversluninni SystemBolaget dæmdir fyrir að þiggja mútur frá áfengisbirgjum. Síðan hafa fleiri sambærilegar ásakanir komið fram. Þetta er í gangi í Svíþjóð sem þykir tiltölulega óspillt land í alþjóðlegum samanburði. Markmiðið með því að minnast á þetta er ekki að lita íslenska ríkisstarfsmenn með afglöpum hinna sænsku heldur að benda á að það er hlægilegt að halda að menn geti losnað við græðgina út úr áfengisdreifingunni með því að ríkisvæða hluta hennar. Hillupláss hættir ekki að verða verðmætt þótt ríkið eigi það. Ef ekki er hægt að keppa um hilluplássið á markaðsforsendum er alltaf hætta á því birgjar reyni að gera það eftir einhverjum öðrum leiðum. Og jafnvel þótt enginn beinlínis múti neinum þá er þetta einfaldlega ekki heilbrigt samkeppnisumhverfi. Hér á landi er markaðshlutdeild stærstu birgjanna í ríkinu há. Um það bil 40% af öllum flöskum sem seljast í ríkinu eru á vegum Vífilfells. Ölgerðin á um 30% af öllum seldum flöskum. Það kemur því kannski ekki á óvart að þeir aðilar þrýsta ekki beinlínis á um að núverandi kerfi verði bylt. Það er ekkert óskiljanlegt við þá ástæðu né heldur er neitt óskiljanlegt við margar aðrar ástæður sem fólk gefur fyrir andstöðu sinni. En haldi fólk að í núverandi kerfi hafi mönnum tekist að temja græðgina, með því að ríkisvæða hluta hennar, þá er það tálsýn. Hefðbundin búðartrikkAf þeim 39 milljón flöskum sem seldar voru í Ríkinu á seinasta ári innihéldu tæplega 34 milljónir einhvers konar bjór. Neytendur hafa einhvern veginn valið sig í áttina að því veikasta af öllum þeim efnum sem ÁTVR býður upp á. En búðirnar endurspegla það val ekki. Vínbúðirnar er eru eins og aðrar verslanir. Vínbúðirnar eru hannaðar með það að markmiði að þeir sem í þær komi kaupi meira. Hefur fólk til dæmis velt því fyrir sér hvernig bjórinn, sú vara sem mest selst, er oftast staðsett þannig að labba þurfi í gegnum alla búðina eftir henni? Á meðan sterka áfengið er gjarnan nálægt kassanum þar sem menn geta gripið það með sér meðan menn bíða? Bjórinn er því eins og mjólkin í hefðbundnum matvöruverslunum. Bjórinn er það sem neytandinn vill kaupa. Sterka áfengið er eins og nammið – það sem búðin vill selja. Þessi uppsetning verslana, þar sem virðist að reynt sé að leiða neytendur út í hin sterkari og dýrari efni, ýtir undir efa um það sem sumir virðast halda fram: að tekist hafi að bólusetja vínsalann gegn græðginni með því að gera hann að ríkisstarfsmanni með einokunarstöðu. Enda ber ekkert í umgjörð, þjónustu eða auglýsingum ÁTVR það lengur með sér að þar sé á ferðinni fyrirtæki sem myndi helst vilja að enginn verslaði við sig.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun